Veðurheimska og rólegheit

Tvær píur hlupu í gær hálfberar út á Lækjartorg til þess að mótmæla loðfeldum. En í fréttum sjónvarpsins var haft eftir þeim að  Ísland væri kaldasta land sem þær hefðu mótmælt í og höfðu þær þó bæði verið í Moskvu og Helsinki.

Það var óvenju hvasst í gær og því ansi napurt þó hitinn hafi ekki verið lægri en um frostmarkið.

Hins vegar eru viðbrögð stelpnanna alveg dæmigerð fyrir margt fólk hvað dóma um veðurfar varðar. Það kemur til einshvers lands á þeim svæðum heimsins þar sem veðrið er mjög breytilegt og er þó kannski sjálf frá sams konar landi. Og alveg umsvipalaust dæmir það veðráttu þessa lands sem það kemur til eftir upplifun sinni af einum veðurdegi eða svo. Það hugsar ekkert út í það að veðrið í landinu sé álíka breytilegt og heima hjá því sjálfu.

Þetta kalla ég veðurheimsku. Og veðurheimska er versta tegund af heimsku. Af því að hún ber vitni um það að menn skynji ekki umhverfi sitt.  

Samt er hægt að fyrirgefa þetta.

Hins vegar er ekki hægt að fyrirgefa það að rækta loðfeldi. Mér finnst að ætti að flá alla loðdýraræktendur lifandi. Og gera það  í rólegheitunum.


mbl.is Í eigin skinni á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Kannski er ekki hægt að ætlast til mikillar og djúprar veðurspeki af fáklæddum konum, jafnvel þótt þær séu að mótmæla loðdýrarækt.

Emil Hannes Valgeirsson, 28.11.2008 kl. 18:35

2 identicon

Já, það loðir alltaf við vegna nafnsins að talað er um Ísland sem kalt land. Í raun er það auðvitað vitleysa því við höfum svöl sumur og hlýja vetur. Hins vegar er hér nokkuð veðrasamt og varðar það helst að það er útkomusamt og nokkuð vindasamt, veður breytist ört.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 19:47

3 identicon

Veðurheimska er nú kannski ekki alveg versta tegundin af heimsku.  Hún er nú til svartari heimskan. 

En annars er ég þó nokkuð sammála þér. 

Þórdís (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 20:56

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hafði þungar áhyggjur af því að það myndi slá að stelpunum. Vonandi eru þær heilar heilsu.

En fyndnast fannst mér að sjá í einhverjum netfjölmiðli sagt að þær hefðu verið berrassaðar á torginu, því það voru þær nú ekki... alveg. Hins vegar voru þær berbrjósta.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.11.2008 kl. 21:04

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér ogbauð nú lýsingar þessara stelpna, sem voru meira að fá útrás fyrir sýniþörf (sem var vel þegin) en að vekja athygli á dýravernd.  Þær töluðu um að dýr væru rotuð og flegin lifandi og fleira svo óhuggulegt að ég hafði jafnvel aldrei heyrt annað eins. Hvaða erindi það átti hingað upp, fæ ég ekki skilið.  Annars eru þessi PETA samtök eitt þessara lyga, skemmdarverka og öfgasamtaka, sem þrífast á peningagjöfum ólæsra iðjuleysingja, líkt og Sea Sheppard og Greenpeace. 

Jón Steinar Ragnarsson, 29.11.2008 kl. 12:44

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Þessar stelpuskottur voru samt ótrúlega óheppnar með tímasetningu á þessum mótmælum, ég efast um að þær hefðu getað fundið tíma sem Íslendingum almennt væri minna sama um akkúrat þetta, en núna, þó þær hefðu reynt...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.11.2008 kl. 18:18

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sigurður Helgi: Ég mæti þá með sveðjuna en af því að þetta er þú skal ég hespa það af í einum hvelli og vera ekkert að drolla! Jón Steinar: Nú gerirðu mig mát. Ég veit ekkert um þessi Petasamtök. En ég var bara að hugsa um hvað hann Mali er mjúkur og fínn á feldinn og góður í sér og fór að halda með öllum loðdýrum. Það veit guð að það var ekki illa meint. En fyrst og fremst var ég að koma veðurspeki á framfæri.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband