Misstum við af einhverju?

Hvað svo sem segja má um mótmælin í dag spyr ég: 

Misstum við af einhverju sem máli skiptir þegar lokað var á þessa ömurlegu formenn stjórnmálaflokkana sem flestir eru búnir að fá sig fullsadda af? 

Sjónarvottar eins og Salvör Gissurardóttir gera nú ekki mikið með ''ofbeldi' mótmælenda. Það er alveg með ólíkindum að lesa ofsa og illyrði sumra sem blogga um þetta í dag en voru ekki á staðnum. Sannkallað ofbeldi í orðum!

Af þessari frétt ætti að vera ljóst að það var lögreglan sem átti upptökin að átökunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurður ég held bara að flestir sem eru að tala um ofbeldi á mótmælastöðum séu fólkið í sófanum sem eru að bíða af sér óveðrið og láta hina um skítverkin ! Annars var ég ekki þarna í dag og vissi ekkert um þettað fyrr en ég sá þettað í fréttum ! Og hefði líklega ekki farið margt annað að gera í dag með fjölskyldunni !

Ólöf Sigríður Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Kæri Sigurður,gleðilegt nýtt ár og takk fyrir ágætar bloggfærslur. Svarið við spurningu þinni er nei,við misstum ekki af neinu nema að hlusta á þetta þreytta lið fara með sömu lygarulluna sem þau hafa látið á okkur dynja undanfarna mánuði.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 31.12.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband