Gjörspilltur forstjóri

Þetta er nú forstjóri í lagi. Fær bílinn sinn endurnýjaðan upp á 14 miljónir á kostnað fyrirtækisins meðan aðrir starfsmenn verða fyrir stórfelldum niðurskurði. Þegar bifvélavirki hjá fyrirtækinu bloggaði um þetta, en þó án þess að nefna nafn fyrirtækisins, var hann látinn fjúka.

Forstjóri Toyota er Úlfar Steindórsson að því er fram kemur á netsíðu fyrirtækisins.

Það er rangur maður sem var rekinn. Það á að láta forstjórann fara. Ekki bifvélavirkjann.

Ef forstjórinn situr áfram eins og ekkert hafi í skorist er það blettur á íslensku samfélagi sem hreinlega er ekki hægt að líða á atvinnuleysistímum þegar byrjað er að reyna er að sporna við ranglæti og spillingu. Hér er mynd af spillta forstjóranum.

bilde2.jpg

 

 


mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir að sýna hver þetta er.

Ég man eftir kauða í eina skiptið sem ég verslaði við Toyota . Dónalegur og frekur maður .

En skyldi Halldór fá góð laun fyrir að fara ,eins og Davíð og hans félagar ?

Það er eins og hann eigi að hafa valdið stórskaða .

Aldrei Toyota og ég hef staðið við það síðan 1991 eða 1992 .

Kristín (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 11:48

2 Smámynd: corvus corax

Sammála, aldrei Toyota! Ég komst á þessa skoðun fyrir 20 árum eða svo þegar ég áttaði mig á því að Toyota hefur ekkert framyfir aðra japanska bíla nema verðið, sem er allt of hátt fyrir ekki meira en þessi meðalgæði sem Toyota er. Og varahlutaverðið hjá þeim er bara fyrir auðmenn og nú harðnar á dalnum hjá þeim líka...

corvus corax, 5.2.2009 kl. 11:53

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Sigurður. Svona er Ísland í dag. Við erum vön að láta troða á okkur. Eigum við að hætta því?

Sæmundur Bjarnason, 5.2.2009 kl. 12:01

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað skyldi bifvélavirkinn fá í stafslok? Og hvað skyldi forstjórinn fá ef hann hætti? Takið svo eftir þessari ósvífni, þessu andlega ofbeldi, þegar framkvæmdastsjórinn segir að fyrirtækið ræði ekki mál einstakra starfsmanna!

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2009 kl. 12:05

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Amen

Júlíus Valsson, 5.2.2009 kl. 12:41

6 identicon

Íslendingar ætla seint að læra að blogga með alias.. svona eins og flestir gera á heimsvísu... fólki er ráðlagt að gera slíkt... nema á sveitasímalandinu íslandi... þar sem fólk afsalar sér mannréttindum í þeirri trú að það fái meiri réttindi.
Þegar mbl útilokaði nafnlausa bloggara akkúrat í byrjun kreppu... haldið þið að það sé tilviljun?

DoctorE (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 14:41

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er einn afrakstur banns við dulnefnum hjá blog.is. Augljóst af þessu einnig, hvað vakti fyrir þeim með slíku banni.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.2.2009 kl. 14:48

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er rétt að þetta mál styður það að menn megi blogga undir dulnefni en ekki er hægt að segja fortakslaust að það sé afrakstur þess. Menn mega reyndar blogga udnir dulnefni á Moggablogginu en eru þá settir utangarðs, verða gerðir að annars flokks bloggurum. Það er mjög ranglátt og líka óheiðarlegt. Miklu hreinlegra væri að banna þá alveg sem blogga undir dulnefni. Þessi andúð á dulnefnum hefur skapað nýja og sjálfstæða fordóma. Á einni bloggsíðu á Moggablogginu er jafnað saman dónaskap og dulnefni, bara það að blogga undir dulnefni er þar talið vera dónaskapur. Menn geta verið kurteisir og góðir bloggarar þó þeir bloggi undir dulnefni en ókurteisir og hafandi ekkert að segja undir fullu nafni. Fordómarnir felast m.a. í því að formið, nafnlaysið, verður aðalatriðið en ekki efnið, það nem nafnlausu bloggararnir hafa fram að færa. Ýmis mikilvæg rök hafa verið týnd fram um mikilvægi þess að fá að blogga undir dulnefni en fá rök eru til fyrir því að mismuna dulnafnabloggurum. Þegar mönnum er mismunað á þann hátt er það í reynd eins konar bann þó það sé ekki bannað fullu fetum að blogga nafnlaust. Bloggararnir eru gerðir nær ósýnilegir. Það kemur ekki einu sinni fram þegar þeir koma með nýjar færslur.  Þetta er ekkert annað en ein tegund þöggunar því það gefur augaleið að margar aðstæður eru þannig að menn hugsa sig um tvisvar að blogga undir nafni með jafnvel hin mikilvægustu mál sem menn leggja ekki út í með nafni. Þetta Toyotamál sýnir það í hnotskurn.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2009 kl. 15:50

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

... sem menn myndu leggja út í með nafnleysi, á þarna að standa undir lokin, elskurnar mínar!

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2009 kl. 15:52

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér má koma fram það leyndarmál að í haust bloggaði ég um tíma undir dulnefni, jafnframt því að vera með þessa síðu. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2009 kl. 15:59

11 identicon

Vil þakka Sigurði fyrir ítarlegan rökstuðning hans um mismunun á dulnafnabloggurum.  Það þarf vissan vilja og þor til að blogga undir nafni.  Er oft bara ekki þorandi.  Og ég get vel skilið að hann sjálfur hafi ´bloggað til hliðar´undir dulnefni.  Ég hef ekki beint bloggað heldur bara farið inn í umræður sem skipta mig máli.  Og nota ekki beint dulnefni heldur oftast bara skammstöfun.  Oftast hefur fólk virt það og fullt af fólki svarað.  Hins vegar eru nokkrir harðari sem mismuna bæði bloggurum með dulnefni og þeim með skammstafanir og þykjast ekki ætla að hafa mann með í umræðunum.  En viti menn, koma þó oft fram og segjast vanalega ekki ansa dulnefnum.  Það er ekkert óeðlilegt við að vilja ekki opinbera sig.  Og ekki ólöglegt.   Og IP tölur geta verið raktar vegna ærumeiðinga.  Ekki dettur mér í hug að fara aftur inn í bloggsíður þeirra sem setja sig á háan hest og mismuna dulnafnabloggurum.  Vilji þeir lokaðar umræður ´útvalinna´ geta þeir haft það í friði. 

EE elle

EE (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 17:03

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég var nú aðallega að blogga undir dulnefni til að skemmta mér! En ég skil alveg að ýmsir vilji blogga þannigí alvöru.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2009 kl. 17:06

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

.....Þar sem fólk afsalar sér mannréttindum í þeirri trú að það fái meiri réttindi!

Þetta var sko baneitruð athugasemd Doctor E.

Árni Gunnarsson, 5.2.2009 kl. 19:36

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Doksi hittir oft í mark. Það veit guð!

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2009 kl. 19:43

15 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Á ekkert að upplýsa alþjóð undir hvaða dulnefni þú bloggaðir?

Emil Hannes Valgeirsson, 5.2.2009 kl. 20:05

16 identicon

Ég hef nú stundum haft stríðnispúka þessarar yfirburða bloggsíðu grunaðan um að vera sjálfur DoctorE.

Malína (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 21:07

17 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var að skrifa um þetta mál líka eins og svo margir aðrir.

Til að byrja með vil ég stinga upp á því að þegar þú nefnir Guð við doksa í þínum stríðnispúkatilgangi þá hafirðu hann með stóru G-i til áhrifsaukningar.

Svo vil ég annars vegar lýsa yfir skilning á því að margir vilji blogga undir dulnefni en hins vegar varpa fram þeirri spurningu hvort það sé ekki þjónkun við hræðslusamfélagið sem búið er að koma upp hér á landi og hefur kannski alltaf tíðkast í einhverri mynd.

Eigum við áfram að láta kúga okkur til hlýðni og þagga niður í okkur þegar sannleikurinn brennur á vörum okkar og í hjörtum okkar?

Eigum við ekki heldur að taka höndum saman og útrýma þeirri þöggun sem hér hefur tíðkast og bera tjáningarfrelsinu slæmt vitni?

Viljum við ekki að hér ríki málfrelsi, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi í raun?

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.2.2009 kl. 22:37

18 identicon

Nei, maður á ekki að þurfa að skammast sín fyrir skoðanir sínar og ekki heldur sætta sig við þöggun.  Nema skoðanir manns brjóti í bága við lög eða mannréttindi, eins og kom fram að ofan.  Hins vegar eru vargar þarna úti sem fólk vil kannski verjast.

EE

EE (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 23:00

19 identicon

  þ.e. sem fólk vill kannski verjast.

EE (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 23:04

20 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er kannski meira en bara að segja það eiga á hættu að missa vinnu sína eða verða fyrir aðkasti fyrir það að opinbera skoðanir sínar. Ýmis konar aðstæður geta valdið því að jafnvel hið hugrakkasta fólk velur að tjá sig undir dulnefni. Sumt fólk getur líka verið óframfærið að það getur ekki sagt skoðanir sínar undir fullu nafni þó það hafi ýmislegt fram að færa. Það verður að vera sveigjanleiki í þessu. Í Moggatilfellinu er reyndar alltaf hægt að vita inni á kerfinu hver bloggarinn er ef á þarf að halda. Mér finnst þessi mismunun verst  hvað kynningu á bloggunum varðar.

En svo má líka spyrja:  Hvað með nafnlausar athugasemdir? Á ekki að krefjast þess að þær verði bannaðar? Og hvað með börn undir lögaldri sem blogga en þau eru nokkur á Moggablogginu. Þau eru skráð sem ábyrgðarmenn fyrir sínu bloggi þó þau séu ekki lögráða. Á ekki að krefjast þess aðð foreldrarnir séu skráðir fyrir blogginu þeirra? Ég er ekki að fara fram á það en er bara að benda á að það verður að vera samræmi. Sjálfur er ég mjög hlyntur sem allra mestu frelsi í bloggi og minnst af hömlum.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2009 kl. 23:23

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vill bara leiðrétta þann leiða misskilning hér að það þurfi að rekja eigendur síðna undir dulnefni eftir IP tölum, ef þeir gerast sekir um meiðyrði. Allir þeir sem blogguðu undir dulnefni voru og eru skráðir undir fullu nafni og kennitölu hjá Blog.is, svo þeir höfðu alltaf vitneskju um hver bloggar og vita t.d. hver doctore er.

Blog.is hafði og hefur ströng velsæmisskilyrði, sem fólk samþykkir við opnun bloggs, hvort sem það er undir dulnefni eða réttu nafni á síðu. Þeir höfðu þar rétt á að loka bloggum, sem brutu þessi skilyrði og gerðu það oft. (Stundum á ansi vafasömum forsendum þó.)

Í alvarlegum meiðyrðatilfellum hefði þó þurft lagaboð til að fá uppgefið nafn og þá þarf að vera um augljóst og hróplegt níð að ræða, sem varðaði við lög.  Það var því engin astæða til að gera þessar breytingar, nema til að koma í veg fyrir eða hefta upplýsingar á borð við þær sem komu fram í umræddu bloggi.

Ég gagrýndi þessar aðgerði harðlega og uppskar að launum að mitt blogg var tekið af forsíðu og gert ósýnilegt. Það er frábær vitnisburður um þann fasisma, sem liggur að baki. Þar er væntanlega einn maður, sem skilur á milli feigs og ófeigs, en það er Árni Matthíasson. 

Ég hef innt þá eftir ástæðum fyrir þessari fádæma valdbeitingu og bælingu en engin svör fengið. Ég hélt úti vinsælu og mikið lesnu bloggi um blönduð málefni, sem var algerlega opið öllum og undir fullu nafni.  Nafnleysi þarf ekki til að vekja vanþóknun blog.is. Ég hef ekki haft neina ástæðu til að halda mínu bloggi úti því aðsóknin féll niður í núll við þessar aðgerðir.

Það væri í raun réttast að stefna þeim.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2009 kl. 00:47

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér eru forsíðublogg, sem byggja á pesónuníði og óstaðfestum sögusögnum, með snuffmyndum og svínaríi sem selur vel. Það fær allt að hanga uppi athugasemdalaust, þrátt fyrir að viðkomandi bloggarar hafi margoft farið yfir strikið.

Tvískinnungur og geðþótti ræður því algerlega málfrelsinu hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2009 kl. 00:50

23 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég tel það argasta dónaskap þegar bloggarar eru að fjarlægja innlegg eða bara leyfa ekki athugasemdir á bloggum sínum. Mér þykir óeðlilegt að slíkir kallar fái athygli framyfir aðra sem opnir eru fyrir umræðu.

Nimbus minn, geturðu ekki skrúfað svoldið upp í hitanum hér vestra, maður er að frjósa í hel! 

Ólafur Þórðarson, 6.2.2009 kl. 01:14

24 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér eru menn líka að frjósa í hel veffari og á ekki að hlána a.m.k. fram í miðjan mánuð.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.2.2009 kl. 01:30

25 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvað eru "snuffmyndir"?

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.2.2009 kl. 01:48

26 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Og hvað á að gera í því? Til hvers eru veðurfræðingar eiginlega? Ekki hefur maður samband við arkitekt af því maður er að fara að búa í tjaldi?

Ólafur Þórðarson, 6.2.2009 kl. 01:52

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Snuffmyndir eru myndir sem sýna fólk drepa fólk í gory details, eins og gerðist hjá Jens Guð um daginn. Það er bara tekið sem dæmi.

Ég hef annars aldrei bannað neinn á mínu bloggi, né tekið út athugasemdir nema í eitt skipti að beiðni þess, sem skrifaði.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2009 kl. 01:55

28 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vill svo bjóða öllum þeim, sem þora ekki að setja uppljóstranir fram undir nafni að gera það fyrir þá á mínu bloggi.  Ég heiti nafnleynd og mun eyða pósti.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2009 kl. 02:00

29 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eigum við ekki að fara að sofa börnin góð?

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.2.2009 kl. 02:03

30 identicon

Og aftur í sambandi við að rekja IP tölur: Ég átti við ef fólk er ekki skráð og skrifar beint undir IP tölu eins og ég er að gera núna.  Leitt að heyra með Jón Steinar.  En fellur það ekki undir ólöglega mismunun að fólk megi ekki kvarta og þá sé það útilokað?  Kannski ekki ósvipað og vera rekinn fyrir að kvarta?          

EE (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 09:51

31 identicon

Fyrir ári síðan hefði þetta ekki verið frétt en núna er allt svona sleikt upp og ræktað fyrir blóðheita íslendinga sem vilja hengja sem flesta á torgum úti. Var bloggið rétti staðurinn fyrir bifvélavirkjan til þess að koma þessum skoðunum sínum á yfirmanni sínum á framfæri? Getur einkafyrirtæki treyst heilindum þessa starfsmanns? Höfum við hugmynd um hvort að starfsmaðurinn hafi virkilega verið góður starfsmaður, eða var þetta kannski dropinn sem fyllti mælinn? Veit bifvélavirkji hvað eða hvort forstjórinn borgi fyrir bílinn eða innkaupsverðið á bílnum og þar af leiðandi kosnað fyrirtækisins á honum? Þetta eru spurningar sem mér finnst rétt að velta upp áður en við förum út í einhverjar krossferðir.

Og ef fyrirtækið Toyota á Íslandi er skoðað má sjá að Úlfar þessi sem myndin er af er forstjóri Toyota á Íslandi en svo er annar forstjóri yfir Toyota í Kópavogi sem er dótturfélag Toyota á Íslandi, eins og Toyota á Selfossi, Akureyr o.sv.frv. Það kemur hvergi fram hvaða forstjóra var um að ræða.

Benedikt (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 11:36

32 identicon

Benedikt kom þarna með góð rök.  Og þó mig persónulega langi ekki að hengja neinn á torgi er óábyrgt að þegja á meðan fólk telur að valtað sé yfir fólk.  Nóg er víst um það að valtað sé yfir fólk, bæði af yfirmönnum og öðrum.

EE

EE (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 12:01

33 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Benedikt: Það er bara einn forstjóri yfir öllu Toyota en framkvæmdastjórarar yfir útibúunum í Kópavogi og úti á landi. Ég byggi á fréttinni sem kom og þar er fullum fetum talða um forstjóra en ekki framkvæmdastjóra. Við viljum ekki hengja neinn upp á torgum. Við höfum bara réttlætiskennd. Svo er það einmitt hluti þess að fólk óttast að koma fram með svona mál að það má ganga að því vísu að reynt verði að gera viðkomandi, í þessu tilfelli bifvélavirkjann sem er nafngreindur, tortryggilegann, draga heilindi hans og starfshæfni í efa. Það ert þú að gera með nafngreindan mann og það hefði a.m.k. verið viðkunnanlegra ef þú hefðir þá komið fram undir réttu nafni. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.2.2009 kl. 12:27

34 identicon

íslendingar eru íslendingum verstir, þannig hefur íslensk þjóðarsál verið svo lengi sem ég man.
Elítan ræpir yfir allt og alla með okri og svindli til þess að halda uppi eigin lífsgæðum..
Almenningur kvabbar úti í horni allt þar til elítan leyfir fólki að fá lán á okurvöxtum svo það geti lifað um efni fram og hangi í hengingarsnörunni.... almenningur ver svo auðmennina sem voru svo góðir að lána og okra á þeim.
Þannig er ísland.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 13:07

35 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef fengið það staðfest eftir öruggum heimildum að í fréttinni var átt við þann forsjtóra sem nafngreindur er hér á bloggsíðunni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.2.2009 kl. 13:24

36 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Er þetta ekki einfaldlega samningsatriði milli Toyota og forstjórans? Þarf það að vera tortryggilegt að forstjóri fyrirtækisins sjáist á flaggskipi þess  á götum bæjarins. Á ekki Toyota hvort eð er helvítis bílinn?

Páll Geir Bjarnason, 6.2.2009 kl. 20:40

37 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ætli það hafi líka verið samningsatriði að reka bloggarann? Það er ekki jeppinn sem er það trotryggilega heldur báðir atburðirnir saman, fríðindi forstjórans meðan kreppt var að öðrum starfsmönnum og svo brottreksturinn sem viðbrögð við blogginu þegar frá þeim var sagt. Ég las það reyndar á trúverðugu bloggi að meðan fyrirtæki voru í sem mestri uppsveiflu hafi ráðamenn þeirra oft krafist þess af starfsmönnum að þeir blogguðu ekki, ekki bara um fyrirtækið heldur bara yfirleitt. Það sýnir ansi mikla íhlutun í líf manna. Bara það að vera yfirmenn fyrirtækja virðist sem þeir hafi talið sjálfsagt að gæfi þeim rétt til að skipa starfsmönnum fyrir um einkalíf þeirra. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.2.2009 kl. 20:58

38 identicon

Finnst engin lausn í að blogga undir nafnleynd... við eigum að geta tjáð skoðanir okkar án teljandi vandræða... það þurfa ekkert allir að vera sammála alltaf!

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 13:38

39 Smámynd: Hannes

Það hefur ýmsa kosti að vera undir dulnefni og það skiptir ekki nokkru máli hvort aðili er undir nafni eða ekki svo fremi að það sé hægt að komast að því hver það er sem er að blogga ef bloggarinn brýtur lög.

Það er hægt að stofna blogg á nafni annarra manna þarft bara kennitölu og viljann en þeim bloggum verður hent jafnóðum út og þau finnast en það er kannski hægt að halda þeim úti í smá tíma undir röngu nafni.

Það er hægt að vera með nokkur blogg t.d eitt undir nafni og annað nafnlaust.

Hannes, 7.2.2009 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband