Upprisa holdsins eða andans

Þessi boðskapur páfans er ekki nýr.

Þetta hefur nær alltaf verið hin kristna kenning. 

Enginn maður með öllum mjalla getur samt trúað henni.

Öðru máli gegnir ef menn trúa því að Jesú hafi risið upp frá dauðum í andlegum skilningi. 

 


mbl.is Upprisa Jesú Krists er ekki goðsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enginn með öllum mjalla getur trúað á þetta sem og aðrar fantasíur biblíu.
Ekki nóg með að upprisan sé goðsögn, Sússi er líka púra goðsögn.

DoctorE (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 18:26

2 identicon

Annars póstaði ég rökræðu um upprisuna í dag
Did Jesus Raise From The Death: Bart Ehrman Vs William Lane Craig

DoctorE (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 18:57

3 identicon

Er þetta ekki smá dónalegur titill á bloggpistli?

Malína (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 19:00

4 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Það er ekki heiglum hent að ræða svona mál á bloggi. Það breytir svo sem engu hvort einhver álítur mig ekki með öllu mjalla, við höfum víst flest einhver svoleiðis vandamál við að glíma.

Hitt hjálpaði mér að fást við þessa gátu kristinnar trúar að segja sjálfri mér það oft og ákveðið að sá Guð sem kristnir mennn trúa á er sá sem er. Hann er því óháður þeim lögmálum sem allt skapað ser bundið af tímarúmi og þ.h.

Um þennan Guð vitum við aðeins það sem hann hefur viljað að við vitum (opinberað okkur). Til þess að gefa sig til kynna hefur hann nokkrar leiðir. Sú sem gefur okkar ljósasta mynd af eðli hans er auðvitað Jesús (efni í annan pistil) en s

Hólmfríður Pétursdóttir, 16.4.2009 kl. 19:19

5 identicon

Datt nú það sama í hug og ´sys´?!? confused smiley #17484

EE elle (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 19:34

6 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

slitnaði nú allt í sundur. Ég ætla enn að gefa mér að þú viljir alvöru umræðu, en ekki orðatennis.

Guð notaði líka orð í mörg þúsund ár skrifuðu menn niður hvernig samban manna og Guðs gekk fyrir sig. Ekki það að hugur manna eigi orð yfir guðlegan veruleika, en menn hafa notað umhverfi sitt og orðaforða á hverjum tíma til að túlka þetta samspil Guðs og manns.

 Getur þú Sigurður lýst fyrir mér eftirlætis tónverki þínu og áhrifum þess á þig þannig að þú sér viss um að aðrir mundu orða það alveg eins.

Ég veit ekki mikið um tónlist en ég veit þó að nótur hljóma misjafnlega eftir því hvaða lykill er fyrir framan þær. Eitthvað svipað á við um Bibliuna hana lesa flestir kristnir menn með Jesú sem lykil.

Í dag talar kirkjan um Emmausfarana sem þekktu ekki Jesú upprisinn fyrr en hann brau brauðið. Ég veit alls ekki af hverju. 

Hólmfríður Pétursdóttir, 16.4.2009 kl. 19:48

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Spurningin er bara sú hvort menn eigi að trúa á líkamlega upprisu Jesú sem sögulegri staðreynd. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.4.2009 kl. 20:07

8 identicon

Æi, nú er ég allt í einu komin með mega móral yfir því að eyðileggja "alvöru" umræður hérna fyrir fólki!  Nimbus, þú mátt mín vegna henda út minni fyrri athugasemd - aulabrandaranum - ef þú vilt.

Ég lofa því að móðgast ekki ef þú gerir það!  Promise!

Malína (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 20:09

9 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Spurningin er hvernig líkama?

Hólmfríður Pétursdóttir, 16.4.2009 kl. 20:10

10 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Ég er líklega mjög heppin að vera laus við þessar bollaleggingar í bili að minnsta kosti.

Þegar ég var yngri tókst ég af alefli við margar ráðgátur og þverstæður kristninnar.

Svo ég svari fyrir mig þá játa ég trú hvort sem ég segi upprisu holdsins eða upprisu mannsins.

Hólmfríður Pétursdóttir, 16.4.2009 kl. 20:12

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvernig eða hvaða líkama? Við höfum bara einn líkama og hann deyr. Getur hann lifnað við aftur eftir þrjá daga? Hvernig þá? Ég er ekki að grínast með þessari færslu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.4.2009 kl. 20:21

12 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Nú verð ég að segja ég held, því trú er að mörgu leiti ofviða viti, ég sem sé held að þessi líkami sem þekktist stundum en ekki alltaf, birtist í lokuðum herbergjum og virðist hafa ferðast um Palestínu þó lítil sé á mjög skömmum tíma hafi ekki verið sami líkami og dó á krossinum.

Og af því að ég hef mjög frjótt ímyndunarafl og geri mér skýringar fyrir mig þá held ég að maðurinn Jesús (Guð sem gerðist maður) hafi dáið á krossinum en upprisinn hafi hann verið sá Guð og maður sem er sonurinn í þrenningunni, sem er meiri heilaleikfimi en ég nenni að fást við svona daglega.

Hólmfríður Pétursdóttir, 16.4.2009 kl. 20:32

13 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Gæti hugsast að það væri auðveldara að tala um kristna trú á tímum afhelgunar og hnattvæðingar ef kirkjuþingið í Nikeu hefði ekki á 4. öld orðað niðurstöðu mikilla hugsana og mótun kristninnar í tæp 300 ár fyrir botni Miðjarðarhafsins og með ströndum þess til vesturs í Afríku og Evrópu. Varst þú ekki að vitna í Ágústínus um daginn?

Hólmfríður Pétursdóttir, 16.4.2009 kl. 21:08

14 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Er ég nú farin að tala við sjálfa mig?

Hólmfríður Pétursdóttir, 16.4.2009 kl. 21:08

15 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Ég ætlaði alls ekki að drepa fyrir þér umræðuna né gera lítið úr spurningu þinni.

Mér leiðist bara þessi feimni margra að tala um trúmál eins og önnur mál

Hólmfríður Pétursdóttir, 16.4.2009 kl. 21:57

16 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

"Ekki nóg með að upprisan sé goðsögn, Sússi er líka púra goðsögn." segir DoctorE. Ég er nú svo vitlaus að ég veit ekkert hver þessi Sússi er. Umræðurnar hérna eru líka svolítið út og suður.

Sæmundur Bjarnason, 16.4.2009 kl. 23:18

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sússi er Jesú. Ég tel fullvíst að Jesú hafi verið til og verið krossfestur. En ég trúi ekki á líkamlega upprisu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.4.2009 kl. 23:25

18 identicon

Sigurður!

Ég má til að benda þér á bók Benjamíns H. J. Eiríkssonar, Hér og nú,
sem einmitt tekur þetta efni fyrir og sýnir fram á hversu fráleitt það er að tala um upprisu mannsins. Það er beinlínis hábiblíulegt að tala um upprisu holdsins og fellur að textum Biblíunnar. Lestu Benjamín!

En hvað með friðþægingarkenninguna og erfðasyndina?
Þar sem páskar eru nýliðnir er ekki úr vegi að rifja það upp að
flestir kannast einungis við hina objektívu(hlutlægu) kenningu en í henni felst fórnardauða á krossi til lausnar mannkyni en sú seinni er óháð slíkum forsendum en hefur eingöngu með elsku án skilyrða til handa mannkyni að gera. Hún er sujective(huglæg)
Sú fyrri hefur alla tíð verið mér gjörsamlega óskiljanleg
og sérlega ógeðfellt allt það ritual sem henni fylgir, alltaf fundist sú kennig hreinasta vitleysa og þá litlu betri en erfðakenningin en þó má vart á milli sjá hvor kenningin er vitlausari.

Umræðuefnið um friðþægingarkenninguna er ekki nýtt og kom m.a. upp í deilum Jóns Helgasonar og sóknarnefndar Dómkirkjunnar árið 1913. -
Ég bið svo að heilsa kettinum sem mér skilst að hafi gert betur en flestir aðrir þá er hann sannanlega ummyndaðist á stofugólfinu og varð hvítur en hélt áfram nífaldri göngu sinni hér á jörð, - í holdinu!
 

Húsari. (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 23:45

19 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali er helgur köttur. Ég hef lesið þessa bók Benjamíns en man svo sem ekkert eftir henni. Orðalag mitt var hins vegar ekki valið af handahófi. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.4.2009 kl. 00:21

20 identicon

HVað þarf til að sannfæra fólk um að hann hafi ekki verið krossfestur... að hann hafi ekki verið til.
Besta ráðið til þess að er lesa biblíu með opnum augum... ef biblían væri svona sakamálasaga í sjónvarpi, þá væru allir löngu hættir að horfa, því plottið er allt í þversögnum og út úr kú líka :)

DoctorE (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 07:53

21 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Þó að ég sé tiltölulega sátt við allt mitt hold og þú segist ekki hafa mikið af því held ég að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því upprisunni. Ég trúi sem sagt alls ekki að þetta kjöt verði heilt á ný og rísi upp til eilífðarvistar. Mér þykir alltaf vænt um orðin í óðinum til kærleikans í Korintubréfinu sem talar um að nú sjáum við svo sem í skuggsjá í ráðgátu en þá munum vér sjá augliti til auglitis.

Hólmfríður Pétursdóttir, 17.4.2009 kl. 08:02

22 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

DoctorE getur verið að ú hafir lesið meira um Biblína én í henni?

Hólmfríður Pétursdóttir, 17.4.2009 kl. 08:03

23 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Nú mætti halda að ég ætlaði aftur að fara að tala við sjálfa mig, en hefurðu ekki áreiðanlega lesið bókina hans Árna Bergmann Glímuna við Guð. Mér Þótti hún góð aflestrar og Árni fleytir engar kerlingar á yfirborðinu eins og maður gerir á bloggi og hann er afskaplega vel að sér um þessi mál

Hólmfríður Pétursdóttir, 17.4.2009 kl. 08:11

24 identicon

Fyrstu sögur af meintri krossfestingu og upprisu komu áratugum eftir meinta atburði....
Lýsingar af meintum atburðum stangast gersamlega á, ekkert af þessum atburðum hefur stoð utan biblíu.
Já það er ekkert sem styður þetta nema biblían sjálf, hún vitnar í einhverja sem sáu eitthvað eða þekktu fólk sem sá eitthvað einhverstaðar..
Við erum að tala um bronsaldar "villimenn" krakkar, mynduð þið trúa því ef einhver þjóðflokkur í Amazon segði svona sögu, sýndu svo gamla bók sem sannaði mál þeirra... sei sei nei

Auðvitað létu þeir hann rísa í holdi, meiri galdrabragur yfir því :)

DoctorE (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:05

25 identicon

"Auðvitað létu þeir hann rísa í holdi, meiri galdrabragur yfir því :)"

Og gegt sexý líka...

Úps, nú er ég byrjuð aftur með aulaháttinn!  Ég bara get ekki hamið mig!  Afsakið öll!

Malína (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:40

26 identicon

confused smiley #17484

EE elle (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:43

27 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það eru fleiri heimildir um það að Jesú hafi verið til og verið krossfestur en biblían. En engar nema hún um það að hann hafi risið upp frá dauðum.

AÐVÖRUN: Klám og guðlast er bannað á þessarai síðu. Þeir sem gera sig alls-bera af slíku athæfi verða miskunnarlaust upprættir og í ystu myrkur vísað. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.4.2009 kl. 10:10

28 identicon

Malína (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 10:16

29 identicon

Expressive Smilies

EE elle (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 10:27

30 identicon

Engar ábyrgar heimildir... sorry(NOT) :)

DoctorE (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 11:34

31 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Allt hefur sinn tíma, aulahátturinn líka. Ég er ekki frá því að hanns tími sé einmitt runninn upp.

Hólmfríður Pétursdóttir, 17.4.2009 kl. 12:02

32 identicon

Okkur verður kastað út í yztu myrkur!? Indifferent 

EE elle (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 12:29

33 identicon

Með orðalaginu "upprisu holdsins" er að sjálfsögðu átt við andlegan
líkama og ódauleika hans; allt annað eru fyrn og fjarstæður.
Þetta kemur heim og saman við fræðin hvort heldur menn trúa svo
þeim eða ekki. Talað er um holdtekju andans svo eitthvert dæmi sé tekið. Páskaboðskapurinn er ekki krossfestingin heldur einfaldlega þessi: Hann er upprisinn.
Orðalagið "upprisu mannsins" hefur þann ágalla að eiga sér ekki nokkra stoð í fræðunum. Það orðalag er aukinheldur til þess fallið þegar til lengri tíma er litið að geta haft í för með sér þann skilning er sizt skyldi; gerir það ef til vill þegar.

Ég þykist vita að St. Mali hafi þegar fattað jókinn og ekki vefjist fyrir honum að sami kraftur býr að þeirri spegilmynd sem líf og dauði eru;
hvorttveggja upphaf og endir og í órofa takti við himinhnetti og tungl,
sólkerfi og vetrarbrautir.

Húsari. (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 13:06

34 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í upphafi allegoría, nokkuð flókin,  af gnostískum rótum líklega.

Svo vatt þetta uppá sig og endaði eins og td. páfi vill meina.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 13:20

35 identicon

Hvernig rísa dauðir upp?

35En nú kynni einhver að spyrja: „Hvernig rísa dauðir upp? Hvaða líkama hafa þeir þegar þeir koma?“ 36Heimskulega spurt! Það sem þú sáir lifnar ekki aftur nema það deyi. 37Og er þú sáir þá er það ekki sú jurt er vex upp síðar sem þú sáir, heldur bert frækornið, hvort sem það nú heldur er hveitikorn eða annað fræ. 38En Guð gefur því líkama eftir vild sinni og hverri sæðistegund sinn líkama. 39Ekki eru allir líkamir eins heldur hafa mennirnir sinn, kvikféð annan, fuglarnir sinn og fiskarnir annan. 40Til eru himneskir líkamir og jarðneskir líkamir. En vegsemd hinna himnesku er eitt og hinna jarðnesku annað. 41Eitt er ljómi sólarinnar, annað ljómi tunglsins og enn annað ljómi stjarnanna því að stjarna ber af stjörnu í ljóma.

42Þannig er og um upprisu dauðra. Sáð er forgengilegu en upp rís óforgengilegt. 43Sáð er í vansæmd en upp rís í vegsemd. Sáð er í veikleika en upp rís í styrkleika. 44Sáð er jarðneskum líkama en upp rís andlegur líkami. Ef jarðneskur líkami er til, þá er og til andlegur líkami. 45Þannig er og ritað: „Hinn fyrsti maður, Adam, varð lifandi sál,“ hinn síðari Adam lífgandi andi. 46En hið andlega kemur ekki fyrst heldur hið jarðneska, því næst hið andlega. 47Hinn fyrsti maður er frá jörðu, jarðneskur, hinn annar maður er frá himni. 48Eins og hinn jarðneski var, þannig eru og hinir jarðnesku og eins og hinn himneski, þannig eru og hinir himnesku. 49Og eins og við höfum borið mynd hins jarðneska munum við einnig bera mynd hins himneska.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 17:27

36 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Jæja, Jón bóndi. Fyrra Korintubréf er mikill fjársjóður. Takk fyrir.

Hólmfríður Pétursdóttir, 17.4.2009 kl. 17:50

37 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Dómadags bull er þetta mr. Bond. Hvaðan færðu þennan þvætting?

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.4.2009 kl. 17:50

38 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Noh! Það er bara fyrra Kórintubéfið.Hvernig skyldi það síðara þá vera?

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.4.2009 kl. 17:53

39 identicon

Bull?

Þetta er matur Sigurður. Andlegt fæði. Gerir mann saddan. Maður ætti að hágráta af þakklæti alla daga fyrir þetta! Þetta er perla. Ekki vera svín Siggi.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 18:36

40 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er þetta lítillæti hinna trúuð eða jafnvel frelsuðu að kalla aðra menn svín? En fyrir þig skal ég svo sem vera svínabest.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.4.2009 kl. 18:54

41 identicon

Já ok ætlarðu að vera allra svína best fyrir mig? Takk.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 19:02

42 identicon

Ég sé að umræðurnar hérna hafa stokkið upp á miklu hærra plan eftir að ég lét af aulafyndninni...

Þið þurfið mín ekki með.  Best að láta ykkur í friði...

Malína (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 19:19

43 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það komast heldur ekki hvaða svín sem er í hóp hinna útvöldu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.4.2009 kl. 19:30

44 identicon

Malína (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 19:38

45 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það er alltaf jafn fyndið hvað trúleysingjar missa sig í skrifum um Jesús, Guð og kristna menn. Auðvitað var Jesús til gott fólk og hann lifir í dag. Ég vona að þið trúleysingjar fáið samt að hitta hann seinna og biðja hann afsökunar á vitleysunni í ykkur. Kær kveðja.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.4.2009 kl. 20:06

46 identicon

Guðmundur veit ekki að nokkur okkar halda að Jesú hafi lifað.  Hvaða fólk ætli hann sé að dæma þarna?  Okkur öll að ofan kannski?  Verðum við að vera endalaust grafalvarleg og sorgleg á svip?  Lestu aftur ´commentin´að ofan og þar muntu finna að sum okkar erum ekkert að ræða guð eða kristna menn þó við séum inni á síðunni.

EE elle (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 20:28

47 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað þið trúleysingjar ertu að tala um Guðmundur? Ég  er ekki trúlaus þó ég trúi ekki á sögulega líkamlega upprisu Krists. Stilltu svo yfirlætinu í hóf.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.4.2009 kl. 20:43

48 identicon

EKki ég heldur og tek undir með Sigurði.  Og stend þó með öllum þeim að ofan sem eru það.  Líka DoctorE.

EE elle (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 20:48

49 identicon

Nei, stend með öllum þeim að ofan sem kunna að vera það. 

EE elle (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 20:50

50 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta efni er reyndar þess eðlis að hægt væri að ræða lengi og víða, þe. frásögn NT um upprisuna.

Talið er að bréf Páls séu elsta heimildin, þ.e rituð stuttu eftir að umræddur aburður átti sér stað.  Einhverjir tugir ára minnir mig.

Hann segir einhversstaðar: "„Ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun okkar, ónýt líka trú ykkar.“

Margir hafa talið að bréfin séu skrifuð svo stuttu eftir umrædda atburði að þau hljóti að teljast trúverðug og menn þarna hafi látið lífið fyrir trú sýna o.s.frv.  og þeir þ.a.l. trúað þessu öllu og haft örugga vitneskju um atburði etc.

Málið er nefnilega þarna að ef maður fer að skoða þetta, liggja yfir Páli og spekúlera í texta hans (tekur mikinn tíma og orku) að þá hefur vaknað sú spurning hjá einstaka manni og konu,  hvort Páll sé yfirleitt að tala um persónu sem var raunverulega á jörðinni.  Að þetta sé allt svona guðfræðileg dæmi eða táknsaga og Páll hafi alveg verið meðvitaður um það. Er nefnlilega mögnuð pæling sko.   Nú en menn þurfa að vísu alls ekki að ganga svo langt í spekúleringunum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 21:55

51 identicon

Upprisukraftur Jesús er raunverulegur. Ég hef fundið fyrir honum. Jesús er upprisinn í holdi. Thats it! Maður skilur þetta ef maður tekur á móti Jesús í trú, ekki fyrr. Þetta er óskiljanlegt fyrr. Þar liggur munurinn. Jesús lifir. Tilgangur lífsins er að sjá það. En Biblían talar um að Guð eigi fleiri sauði. Veit ekki alveg hvað hann er að tala um þar. Kannski aðrir viti það.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 02:04

52 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sigurður þú ert allavega ekki kristinn svo mikið er víst. Yfirlæti mitt er sjálfsagt nokkuð en þó lítilvægt miðað við talanda þinn í garð kristinna.

Guðmundur St Ragnarsson, 18.4.2009 kl. 02:38

53 identicon

Jón bóndi hittir naglann á höfuðið í stuttri en hnitmiðaðri orðræðu sinni.
Hann getur sagt frá reynslu sinni en að takmörkuðu leyti gefið hana öðrum. Sú var þó trú manna forðum að slíkir gætu skyggt hönd fyrir
sjónu annarra þannig að þeir fengju séð hið sama. Allt hefur það með trú að gera. -

Sigurður, það fréttist af kattaþingi í Vesturbænum kl. 3.03 í nótt.
Er það rétt að Mali ætli að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, - tæpast nokkur fiskur á borðum til handa ketti jafn skýr og hann er en sem skýst svo mjög?!

Húsari. (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 09:11

54 identicon

Big Grin

EE elle (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 09:58

55 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Guðmundur: Ég er víst ekki kristinn þar sem ég get ekki fallist á grundvallarhugmyndir kristninnar. Ég er hins vegar ekki verri fyrir það. Ég hef talað hér gegn hugmyndum. Yfirlæti þitt felst ekki í því að vera óammála mér heldur því að beina orðum þínum ekki gegn hugmyndum heldur einstaklingum, jafnvel þeim fámenna hópi sem hér er að kommenta, þú talar til hans: ''Ég vona að þið trúleysingjar fáið samt að hitta hann seinna og biðja hann afsökunar á vitleysunni í ykkur.'' Í þessu felst yfirlæti þitt. Engu öðru. Ekki trúarskoðunum þínum.

Í þessu sambandi vil ég árétta það enn einu sinni að ég geri aldrei athugasemdir um trúmál á trúmálasíðum annara. Ég læt trúfólk alveg i friði. Hins vegar kemur það fyrir að ég fjalli um trúmál á minni bloggsíðu, mínum einkavettvangi. Þá bregst ekki að einhver trúmaður komi ekki á síðuna með  lítilisvirðingarorðum, annað hvort um trúleysingja en þó langoftast um mig sjálfan sem persónu. Þessir trúuðu eintaklingar eru einu einstaklingarnir sem gera hjá mér athugasemdir sem segja má að séu að jafnaði lítilsvirðandi. Það hefur jafnvel komið fyrir að trúaðir einstaklingar taki mig fyrir á annarra manna bloggsíðum, ekki sem sagt hjá mér eða á sínum eigin síðum heldur þriðja aðila, til að gera úr mér sérstakt keis sem þurfi nú bara að biðja fyrir. 

Ég er aldrei óvinsamlegur í garð trúaðra á þeirra bloggsíðum. Afhvejru eru þeir oft svona óvinsamlegir mér þegar þeir gera hjá mér athugasemdir þegar ég skrifa um trúmál? Getur einhver fundið skýringu á þessu?

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.4.2009 kl. 11:13

56 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Æ,æ, það gleymist mörgu kristnu fólki hvað kristnin er fjölbreytt ekki síður en önnur trúarbrögð.

Allt frá klausturfólki rétttrúnaðarins (orthodox) og kaþólskunnar til alls konar aktivista (fyrirgefið slettuna, það er heilaþoka í höfði ritara) sem telja sig vinna Guði þarft verk með því jafnvel að skaða fólk.

Allar alhæfingar og fordómar eru slæmar í þessu efni eins og öllum öðrum.

Mér er trúin mikið hjartans mál, en ég hef jafnfram gaman að heiðarlegri og  skemmtilegri umræðu um trúmál.

Hólmfríður Pétursdóttir, 18.4.2009 kl. 12:44

57 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Fyrirgefðu mér Sigurður en mig langar að segja fáein orð við  Guðmund St. Ragnarsson. Ég held að ég sé búin að jafna mig eftir orð hans, svona að mestu.

Ég átti svo sem von á ýmsu þegar ég hætti mér í bloggheima og einsetti mér að tala jafnt um trú og kenningar kristninnar og önnur efni.

Ég bjóst þá heldur við einhverjum rimmum við þá sem hafa horn í síðu kirkjunnar eða trúarinnar af einhverjum ástæðum en að ég yrði kölluð trúleysingi.

Það eru yfir fimmtíu ár frá því að ég fór að tala um trú mína og einsetti mér að vera opin og einlæg og tala um trúna eins og aðra þætti  í lífinu.

Trúin, eða öllu heldur Guð hefur verið sá sem ég hef sett allt mitt traust á í öllu sem yfir hefur dunið og líka í gleði og á þeim dögum sem eru eins og flestir dagar bara svona venjulegir. Svo mér var ekki lítið brugðið að vera brigslað um trúleysi.

Það kom ef til vill fyrir mig á yngri árum að deila um kenningar, en ég er löngu hætt því, því Guð er ofar mínum skilningi og náð hans nægir mér. 

Það er því gott að muna að -  með hjartanu er trúað til réttlætis. -  Rómverjabréfið 10:10

Guðmundur St. Ragnarsson hver ert þú að dæma trú annarra?

Ertu ekki að setja þig í stað Guðs?

Dramb er falli næst.

Hólmfríður Pétursdóttir, 18.4.2009 kl. 15:19

58 identicon

Eitt sinn sat ég með um 10 manns og bað þá að rétta upp hönd sá sem væri kristinn...  Allir réttu upp hönd nema ég

Svo spurði ég hverjir hefðu lesið biblíuna...... Ég var sá eini

Ef ég hafði einhvern snefil eftir af minni trú þá get ég sagt það að hún hvarf við að lesa þetta rugl

Siggi (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 15:26

59 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Sigurður, áður en ég hætti þá langar mig að segja þér það sem hún amma mín sagði við mig, ekki dæma Guð eftir mönnunum sem telja sig hafa einkarétt á honum.

Hólmfríður Pétursdóttir, 18.4.2009 kl. 15:33

60 identicon

Engum kemur það neitt við hvort annað fólk haldi að Jesú hafi lifað eður ei.  Fólk getur haldið hvað sem það vill í þeim efnum ef það skaðar ekki okkur hin.  Og eins og maðurinn sagði: Yfir og út.

EE elle (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 16:51

61 identicon

Þið trúið ekkert á þetta dæmi allt saman, þetta er bara blekking gegn dauðanum.
Þið getið sagt að einfeldnin í þessari blekkingu sé vegna þess að guddi er ofar okkar skilningi, samt blekking.

DoctorE (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 17:01

62 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Gott verið fólkið. Greinilegt að ég hef sært trúarhugmyndir Sigurðar og Hólmfríðar. Ég biðst innilega afsökunar hafi ég gert það. Mínar trúarlegu hugmyndir fara ekki saman við Sigurðar og hann viðurkennir sjálfur að hann hugmyndir fari ekki saman við þær grundvallarhugmyndir. Er hann þá kristinn Hólmfríður? Ekki var ég að reyna að vera óvinsamlegur Sigurður og bið aftur afsökunar. Mig langar samt að benda þér á orð þín sjálfs á bloggi ekki alls fyrir löngu þar sem þau voru eitthvað allt annað en vinsamleg eða kærleiksrík í garð kristinna. Gaman er þú rifjaðir það upp. Þú segir líka Sigurður að þessi "trúuðu" eins og þú orðar það svo skemmtilega séu þeir einir sem kommenti á neikvæðan/lítilsvirðandi hátt hjá þér. Þetta er ósatt og oftar en ekki koma fulltrúar Siðmenntar/Vantrúar með niðrandi ummæli í garð okkar kristinna manna. En það virðst vera í góðu lagi Sigurður ekki satt?

Guðmundur St Ragnarsson, 18.4.2009 kl. 17:29

63 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Takk fyrir þetta Guðmundur. Ég tek það fram að mér finnst þetta ekkert stórmál og þú hefur ekki sært í mér neinar trúarhugmyndir. Ég var svo að tala um komment á minni síðu sem víkja að mér persónulega, ekki komment almennt á blogginu. Ég ítreka það að þetta eru bara smáskærur og ekkert stórmál. Menn geta líka hæglega komist ógætilega að orði í augnablikinu. Ekki ætla ég að halda því fram að ég sé saklaus af því. Endurtek að ég þakka  þér þessa athugasemd.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.4.2009 kl. 18:08

64 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þú ert bara flottur Sigurður :)

Guðmundur St Ragnarsson, 18.4.2009 kl. 18:15

65 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hvernig væri að fólk færi að læra muninn á Siðmennt og Vantrú? Hvaða Siðmenntarfólk hefur komið með niðrandi ummæli í garð kristinna, Guðmundur?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.4.2009 kl. 09:26

66 identicon

Auðvitað verða menn sárir ef þeir segjast trúa því að 2 + 2 = simmsalabimm.. svo kemur einhver og segir að þetta sé rangt, 2 + 2 = 4 sé málið. :)
Sannleikanum verður hver sárreiðastur :)

P.S. Það er ekkert extra líf ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 10:01

67 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hefur meint fórn Jesú einhverja merkingu ef hann reis upp líkamlega? Ef Jesú á að hafa dáið fyrir syndir mannkyns, er þá ekki dálítið svindl að hann hafi bara dáið í smástund? Hvar er þessi mikla fórn? 

Ef upprisa Jesú er hins vegar andleg er fórnin enn minni. Hann fékk jú sjálfur eilíft líf fyrir að hanga á krossi part úr degi og var þar að auki ekki mannlegur - þ.e.a.s. ef kenningin um þríeinan Guð er tekin alvarlega - heldur guðlegur og því hafði hann vissu um að hans biði eilíft líf. Hafa ekki allir látið sig hafa að gera eitthvað miður skemmtilegt vegna vissu um verðlaun? 

Eina leiðin til að krossdauði Jesú hafi merkingu er að viðurkenna að hann hafi verið mannlegur, hugsanlega innblásinn af Guði (ef fólk vill endilega trúa á slíkt) en ekki hluti af Guði, Guð sjálfur, eða á nokkurn hátt yfirnáttúrulegur. Þá verður reyndar um leið að viðurkenna að kraftaverkin séu orðum aukin, en meginboðskapurinn heldur sér.

Dauði er engin fórn fyrir þann sem hefur eilíft líf, hvað þá ef viðkomandi er Guð. Guð, sé hann til, getur ekki dáið. Ef hann gæti það, væri hann ekki Guð. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.4.2009 kl. 10:14

68 identicon

Og ég sem hélt ég væri hætt. confused smiley #17437 Hins vegar held ég akkúrat að Jesú hafi verið góður maður og þ.a.l. mannlegur.

EE elle (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 10:39

69 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En hvað með frelsun þeirra sem fæddust og dóu fyrir daga Jesú? Eru þeir allir glataðir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.4.2009 kl. 15:22

70 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Átti Jesú ekki að hafa stigið niður til Heljar og kippt einhverjum með sér þaðan til himna?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.4.2009 kl. 16:01

71 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hverjum? Ansi margir voru til á undan honum. Hvað með Neanderdalsmennina? Þeir voru viti bornir. Þurfti Jesú í helvíti, en þar eru vist allir sem á undan honum fæddust, að spyrja hvern og einn um það hvort hann tryði á hann?

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.4.2009 kl. 16:05

72 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þetta er auðvitað einn af stærri ágöllunum á þessum ævintýrum, en þar sem Guð á að vera almáttugur hlýtur hann að að geta fundið hina rétttrúuðu án þess að spyrja hvern og einn. Kannske hann hafi bara flokkað eftir handauppréttingu...

Það er hvergi minnst á Neanderdalsmenn í Biblíulegu sköpunarsögunni. Samkvæmt ævintýrinu þurfti Jesú því aðeins að hafa áhyggjur af afkomendum Adams og Evu, sem hafa varla verið svo svakalega margir. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.4.2009 kl. 16:34

73 identicon

Sköpunarsögur Biblíunnar eru tvær. Önnur er um Adam og Evu en hin um sköpun heimsins.
Gamla Testamenntið sem og það Nýja er samofið.
Þarf því ekki að örvænta um örlög Neanderdalsmanna
í Paradís.
Þessi hugsun kemur hvað best fram í Brekkukotsannál
hvar fjallað er um sjórekin lík þar sem höfuð manna
vantaði tilfinnanlega í nokkrum tilvikum og áhyggjur
sögumanns, Álfgríms, af því hvað yrði um slíka á hinum efsta degi.
Jóhann dómkirkjuprestur svarar: Við jörðum þá ekki af því
við vitum hverjir þeir eru heldur af því að Guð elskar alla menn!
Hvað viðkemur hinu gamla góða helvíti þá er annað öllu neðar,
Gehenna, trúlega ætlað þeim siðbótarmönnum sem vanhelguðu
Föstudaginn langa á dögunum.

Húsari (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 17:36

74 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Flott, sér helvíti bara fyrir þá sem spila bingó á föstudaginn langa! Eða fá þeir sem mættu í vinnu þann daginn líka pláss?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.4.2009 kl. 18:42

75 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og svo var það Húsavíkur-Jón sem fékk bústað í holu fyrir neðan neðsta helvíti.

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.4.2009 kl. 19:03

76 identicon

Ég hef heyrt þá skýringu að þetta sé táknrænt og tákni upprisu trúarsamfélags kristinna sem hafði verið sem lamað eftir krossfestinguna. Persónulega þarf ég ekki að trúa á kraftaverk til eða frá til þess að finna fyrir Guði í mínu lífi eða að sjá að það er boðskapurinn sem skiptir mestu máli.

. (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 21:38

77 identicon

Jæja Jakob...þú þarft ekki kraftaverk... til að sjá að boðskapurinn skiptir mestu máli
Koma svo Jakob og segja okkur græningjunum hver þessi boðskapur er... sýndu okkur að þú skiljir, takk.

DoctorE (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 07:31

78 identicon

Jæja Jakob...þú þarft ekki kraftaverk... til að sjá að boðskapurinn skiptir mestu máli
Koma svo Jakob og segja okkur græningjunum hver þessi boðskapur er... sýndu okkur að þú skiljir, takk.

 úúú kaldhæðni bara :P þú kemur stöðugt á óvart. Boðskapurinn er þarna á sínum stað fyrir þá sem eru tilbúnir að opna augun fyrir honum. Fyrir þá sem ekki hafa áhuga á því þá er óþarfi að vera að elta ólar við þá sem ekki eru þyrstir.

. (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 09:02

79 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jakob: Hver er þá boðskapurinn. Páfinn segir að það sé söguleg líkamleg uppreisn Krists, með öðrum hætti hafi upprisan ekki átt sér stað og grundvöllur kristindómsins væri þar með brostin.  Hvað heldur þú?

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.4.2009 kl. 11:37

80 identicon

Í fyrsta lagi tel ég engan nema Guð sjálfan eða boðbera hans geta fullyrt eitt né neitt um hvað eitt og annað í Bíblíunni merkir. Hvað páfann varðar lít ég á hann sem hvern annan mann klæddan miklum skrautbúningi sem hefur margt að segja sem, þegar allt kemur til alls, eru ekkert annað en skoðanir hans sjálfs.

Það er nefnilega það eina sem við getum haft þegar lítur að trúarritum þ.e.a.s. okkar eigin skilning. Ef við förum að eltast við það sem aðrir telja vera hinn æðsta og fullkomna sannleika þá getum við alveg eins bara gefist upp. 

Minn skilningur á þessu er afar takmarkaður en ég hef trú á því að Jesú hefði getað risið upp ef hann vildi enda trúi ég því að hann sé sá sem hann segist vera. Hitt er annað mál hvort eigi að taka allt bókstaflega sem ritað er í Bíblíunni... Ég reyni að vega og meta eftir skynseminni hvort verið sé að koma einhverjum dýpri boðskap á framfæri með líkingum eða hvort sé verið að segja frá raunverulegum atburðum. Þegar allt kemur til alls þá er ég ekki alltaf alveg viss og mér finnst það líka allt í lagi. Eins og ég segi þá er vel mögulegt að hann hafi í raun og veru risið upp líkamlega en mér finnst fyrri skýringin sem ég kom með meika mikið sens, ef svo má segja. Hins vegar er fáranlegt að segja að grunnurinn að kristindómi byggist á þessum eina atburði. Grunnurinn að raunverulegum kristindómi liggur, að mínu mati, í orðum og gerðum krists.

Bestu kveðjur.
Jakob

. (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 15:45

81 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að fyrir páfanum sé það grundvallaratriði að trúa því að Jesú hafi risið upp líkamlega frá dauðum. Ég er hræddur um að hann telji að þeir sem afneiti því séu ekki kristnir. En mikið er ég sammála mörgu sem þú segir Jakob.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.4.2009 kl. 16:52

82 identicon

:)

. (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 17:23

83 identicon

Skýringing á því hví menn leggja svo mikla áherslu á
upprisu andans frekar en líkamans er sennilega fólgin
í endurkomu Krists sem sagt er fyrir um í 2. Þessalóníkubréfi
(reyndar víðar)og margir hallast að því vegna dramtískrar lýsingar
og orðalags að um endurkomu í andanum sé að ræða,
"til að dæma lifendur og dauða" og síðast en
ekki sízt með vísan til Opinberunarbókarinnar 21. kafla til þess
að reisa "nýjan himin og nýja jörð"; Guðsríki á jörðu.
Svo má ekki gleyma því að svonefnd Nýguðfræði kom fram í
byrjun 20. aldar sem flestir kenndu við andatrú og átti uppruna sinn
í Hydesville á Englandi hjá þeim Fox systrum.
Á miðilsfundum töldu menn sig ævinlega vera í sambandi við
framliðna; anda þeirra.
Hreyfing þessi jafnan kennd við Harald Níelsson, prófessor.
(þessu er hér einungis haldið til haga svo að atburðarásin sé
nokkurn veginn í réttri röð;lopinn teygður á enda!)

Húsari (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband