Leiði í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu

Þegar ég horfði á gönguferðina í Kiljunni um gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu minnti það mig á dálítið persónulegt.

Mamma hans pabba dó þegar hann var 17 ára. Þá var hann kominn í siglingar erlendis.  Hann ólst upp með henni  fyrir norðan og var einkabarn hennar. Amma skildi við afa og var ein eftir það. 

Fyrir allmörgum árum fór ég að kynna mér forfeður mína. Þá komst ég að því að amma hafði dáið í Reykjavík. Mér datt þá í hug hvort hún kynni ekki að hafa verið grafin í kirkjugarðinum við Suðurgötu.

Og viti menn! Leiði hennar var skráð en algjörlega ómerkt í garðinum.

Ég lét setja kross á leiðið með nafninu hennar ömmu. Þetta var haustð 1997. Þá hafði amma legið í ómerktri gröf í 76 ár. Hún dó úr lungnabólgu aðeins liðlega fertug að aldrei.

Ég ólst upp skammt frá kirkjugarðinum í Suðurgötu. Aldrei talaði pabbi um að amma hvíldi þar þó hann væri oft að segja hvað honum hafi þótt vænt um hana.

Ekki vissi amma að ég myndi nokkurn tíma verða til. 

Það er einkennilegt að standa við leiði hennar í kirkjugarðinum við Suðurgötu og hugsa um hverfulleika lífsins. En líka það að við höfum öll rætur.

Við megum ekki gleyma því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pabbi missti mömmu sína bara 11 ára.  Það er 11 ára barni ólýsanlega erfitt og þungt að missa foreldri.  Líka þeim sem eru orðinir 17 ára.  Það er of ungur aldur fyrir barn til að missa foreldri sem það er náið.  Það veldur mikilli sorg og þunga og kannski þunglyndi.  Og kannski ævilangt.  Og skítt með það sem Kiljan sagði: Að ekkert væri hollara barni en missa föður sinn. 

EE elle (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 16:57

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

flott hjá þér að hafa uppi á leiði ömmu þinnar.

við værum ekki hér og nú, nrema fyrir forfeður okkar og mæður.

Brjánn Guðjónsson, 23.4.2009 kl. 19:30

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Gleðilegt sumar og ósk um góðæri þér til handa Sigurður minn.   Kær kveðja. 

Þorkell Sigurjónsson, 23.4.2009 kl. 20:02

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, gleðilegt sumar frændi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2009 kl. 20:05

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ræturnar eru grunnurinn sem við erum byggð á - svo einfalt er það. Ef við þekkjum ekki ræturnar þekkjum við ekki grunninn.

Ég hef heyrt um kenningu sem segir að minningar forfeðra okkar lifi á einhvern hátt í okkur - genunum eða eitthvað í þá áttina. Ef satt er þá er nú gott að þekkja eitthvað til rótanna.

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.4.2009 kl. 21:51

6 identicon

 Gläd du dig som än ser solen.

(Grafskrift á legsteini Verners von Heidenstam í Övralid, Östergötland)

  Gled thig thú sem ennthá sérd sólina!

S.H. (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 07:53

7 identicon

Sæll og gleðilegt sumar, takk fyrir veturinn.

Og ræturnar liggja í og úr kirkjugörðum.

Bárður R. Jónsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:27

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gleðilegt sumar Bárður. Bráðum fer ég í garðinn! Þú líka. Þá getum við slegið upp villtu garðspartýi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.4.2009 kl. 13:44

9 identicon

Þakka fyrir einstaklega velskrifaðan, fallegan og hugljúfan texta.

Grafskriftir er nokkuð sem margur les á leið sinni um kirkjugarða.

Held að þessa megi finna í kirkjugarðinum við Suðurgötu, Hólavallakirkjugarði: "Þú varst bestur gæðinga."

Veit ekki hvort þessi er rétt eða yfirleitt til:
"Þegar ekki er unnt að lækna er hægt að líkna."

Sá hlýtur að hafa gert mörg læknamistökin!

Svo eru það ambögur úr minningargreinum: "... lést vonum fyrr."

Húsari. (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 02:28

10 Smámynd: Bumba

Falleg frásögn Siggi minn. Með beztu sumarkveðju.

Bumba, 25.4.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband