Afsökun og fyrirgefning

Afsökunarbeiðni er ekki það sama og fyrirgefning.

Einhver biður annan afsökunar á misgjörðum sínum í hans garð.

Fyrirgefningin er hins vegar á valdi þess sem brotið hefur verið á.

Stundum er fyrirgefningar krafist með hálfgerðri frekju. Og ef einhver vill  þá  ekki fyrirgefa á hann á hættu að breytast í vonda gaurinn. Kærleikslausan mann sem ekki vill fyrirgefa. 

Fórnarlambið breytist í sökudólg. 

Við eigum svo erfitt með að horfast í augu við erfið mál, til dæmis kynferðislega misnotkun.

Þess vegna heimta sumir fyrirgefningu og þá á málið að vera leyst.

Fyrirgefning er ekki nauðsynleg fyrir þolendur misgjörða. Það er nauðsynlegt að ná sér eftir þær  vinna sig frá þeim, láta þær ekki yfirskyggja sig. Verða frjáls. Það gera menn með sálrænni úrvinnslu  hvort sem hún er einkaleg eða undir handarjaðri fagfólks.

Fyrirgefning er aðallega guðfræðilegt hugtak.

Það hefur ekkert upp á sig í sálrænni vinnu vegna áfalla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það leiðir af því að tveir eiga í hlut, sá sem misgerir og hinn sem verður fyrir því, að þetta er mál tveggja aðila.

Sá, sem misgerir verður að leggja sig fram og taka á sig verðskuldaða þjáningu samviskubits, iðrunar og þess að taka afleiðingum gerða sinna og vinna fyrir því að verða betri maður og bæta það tjón sem hann hefur valdið eftir því sem það er mögulega hægt.

En fyrir báða aðila held ég að sé mikilvægt að þetta sé samstillt átak beggja aðila, annars vegar þess sem vill miklu til fórna til að bæta fyrir brot sitt og sýnir það í verki, og hins vegar þess sem misgert var við sem vinni á móti í því að veita fyrirgefningu og vinna bug á hatri.

Því að hatur bitnar oft meira á þeim sem hatar en hinum sem hataður er.

Hann verður frjáls við það að fyrirgefa, hjálpa hinum brotlega í iðrun hans og viðleitni til yfirbótar, - hann verður frjáls við að losna við hatrið, og það getur hinn brotlegi hjálpað honum við.

Ómar Ragnarsson, 29.4.2009 kl. 23:31

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þó maður fyrirgefi ekki þarf maður ekki að hata. Í sálrænni vinnu við fórnarlömb er ekki fengist við þetta fyrirgefningarhugtak. Og mér sýnist þú einmitt vera nærri þessum ásökunartóni sem ég var að ýja að að þeir fengju sem ekki vilja fyrirgefa  -og hvað er þá það að fyrirgefa-þeir verða  álitnir að einhverju leyti hatusrfullt fólk, breytast í sökudólga.

Upphaf og endir á þessari fyrirgefningarkröfu er ótti við og fæling á  sársauka. Okkur finnst óþægilegt að einhver þjáist vegna misgjörða pg það kostar mikla andlega vinnu að ná sér frá því og það er erfitt fyrir marga og sumir geta það ekki. Þess vegna heimtum við að málið verði bara afgreitt með ''fyrirgefningu''. Þannig sussar samfélagið áfórnarlömb misgjörða, loka á sársaukann, lokar á skilninginn, lokar á samúðina.

Um sök og fyrirgefningu er nánast aldrei fjallað af dýpt og heiðarleika. Um þetta mætti skrifa langt mál.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2009 kl. 23:44

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er hægt að öðlast frelsi frá misgjörðum í þeim skilningi að þær hái mönnum ekki  án  þessa guðræknislega fyrirgefningarhugtaks.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2009 kl. 23:47

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hinn brotlegi er sem sagt orðinn þolandanum hjálplegur. Ef þolandinn verður ekki við fyrirgefningarbón, sem vel að merkja ætti að vera bón en ekki krafa þó hún sé oftast dulbúin krafa, þá er hann orðinn ámælisveður, en gerandinn góði gaurinn. Þetta er einmitt það versta við þessar afsökunarbeiðniskröfur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2009 kl. 23:54

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þú talar einsog móðir mín. Hún vildi ekki tala  um fyrirgefninguna og því síður syndina. Hafi ég brotið af mér,hafi ég gert öðrum rangt þykir mér það leitt; ég reyni að bæta úr því og læra af því, sagði sú vísa kona.

María Kristjánsdóttir, 30.4.2009 kl. 00:04

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Aðrir þurfa ekki að kvitta fyrir annarra manna kross vegna þeirra eigin mistaka og misgjörð. Hann á hver maður að bera sjálfur í leyni og frelsa sig sjálfur undan honum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.4.2009 kl. 00:09

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er fínt að biðjast afsökunar. En menn geta ekki vænst fyrirgefningar. Menn geta einskis vænst nema að biðja afsökunar. Þar ætti málið að enda.

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.4.2009 kl. 00:13

8 Smámynd: Eygló

Hjartanlega sammála.

Enda heitir það að biðja afsökunar. Þegar maður biður um eitthvað er það fullkomlega á valdi þess sem beðinn er. Annars segði maður líklega: "Ég ætla að krefja þig afsökunar/fyrirgefningar"

Svo er annað sem get heldur ekki skorðað milli kvarnanna; að krefjast afsökunarbeiðni.  Ég skil ekki gildi fyrirgefningarbeiðni sem knúin er fram.... Skilur þú þetta eitthvað svipað?

Eygló, 30.4.2009 kl. 03:01

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þetta er fróðlegt innlegg Sigurður.

Málið er að kirkjan stendur fyrir óskaplegu fúski í sálgæslu.  Ég ræddi þetta við virtan sálfræðing fyrir nokkru og hann fussaði einmitt.  

Samt er það svo að kirkjan er viðurkenndur sálgæsluaðili hér á landi, prestar með hálfs árs menntun í slíku hugga þá sem verða fyrir áfalli.  Sumir eflaust ágætir í því, aðrir slakir.  Allir fúskarar.

Matthías Ásgeirsson, 30.4.2009 kl. 09:47

10 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hér er greinilga fenginn útgangspunktur í orðum biskupsins og þá hefur maður strax eðlilega varnagla miðað við þær umræður, sem hér hafa átt sér stað áður og skoðanir, sem fram hafa verið settar.  Ég hlustaði á orð Karls Sigurbjörnssonar í útvarpinu í gær og fann engan frekjulegan undirtón fyrirgefningarkröfu, hvað sem það nú þýðir. Ég heyrði ekki annað en auðmýkt í máli hans. Hann beindi máli sínu inn á við, sagði kirkjunnar þjóna ekki yfir gagnrýni hafna og breyska eins og annað fólk auk þess sem hann sagði áður að þeir yrðu að gera frekari kröfur til sín í siðferðisefnum en til þeirra, sem þeir vildu leiðbeina.

Fyrirgefninguna verður hver að gera upp við sig, hún verður ekki játuð með munninum heldur með hjartanu. Um þessa hluti gagnar ekki að alhæfa. Sú nálgun sem einum hentar kann öðrum að vera erfið eða jafnvel ómöguleg. Nelson Mandela fyrirgaf. Á það minnti viðmælandi minn á bloggsíðu minni nýlega. Sú kona sagði líka að Nelson Mandela hefði kennt henni að fyrirgefa og með því hefði andi hennar losnað úr fjötrum eins og Ómar Ragnarsson bendir réttilega á.

Ekki gera lítið úr viðleitni þess, sem vill fyrirgefa sjálfum sér til andlegrar heilbrigði.

Sigurbjörn Sveinsson, 30.4.2009 kl. 10:19

11 identicon

Nelson Mandela var óvanalegur maður.  Og þó veit ég ekki hvort hann gat fyrirgefið allt.  Það getur verið fólki of erfitt að fyrirgefa ef alvarlega hefur verið brotið á því eða þeirra nánustu.  Það er of oft ætlast til að fólk fyrirgefi , þó það geti það ekki og þurfi það ekki.  Það er satt að fólk þarf að gera það upp við sig sjálft hvort það getur fyrirgefið og vill.

EE elle (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 11:01

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

AF SAKA... er það hægt?

Heiða B. Heiðars, 30.4.2009 kl. 11:05

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Útgangspunkgtur minn er ræða biskupsins en að öðru leyti er ég að skrifa um fyrirgefningarkrfur almennt. Ég er EKKI að segja biskupinn hafi verið með frekjutón en hann er oft gegnumgangandi þegar menn ætlast til að menn fyrirgefi svona almennt í lífinu. Ég er heldur ekki að gera lítið úr viðleitni þess sem vill fyrirgefa eða réttara sagt getur fyrirgefið. En mér er þetta mikið hjartansmál. Ég hef sjálfur farið í gegnum langa sjálfræðimeðferð. Ég er að skrifa eins og þarna sést ýmislegt um það að ná sér eftir sálræn áföll. Það er auðsjáanlegt að þeir sem hér kommenta hafa ekki lesið vel það sem ég er að segja og reynt að skilja það.  Bendi bara á það sem ég hef áður skrifað hér að ofan og menn ættu að íhuga þau orð vandlega. Hvað í rauninni fels tí þeim. Það er mikil alvara í þeim fólgin og mikill sálfræðilegur sannleikur.

Þó maður fyrirgefi ekki þarf maður ekki að hata. Í sálrænni vinnu við fórnarlömb er ekki fengist við þetta fyrirgefningarhugtak. Og mér sýnist þú einmitt vera nærri þessum ásökunartóni sem ég var að ýja að að þeir fengju sem ekki vilja fyrirgefa  -og hvað er þá það að fyrirgefa-þeir verða  álitnir að einhverju leyti hatusrfullt fólk, breytast í sökudólga.

Upphaf og endir á þessari fyrirgefningarkröfu er ótti við og fæling á  sársauka. Okkur finnst óþægilegt að einhver þjáist vegna misgjörða pg það kostar mikla andlega vinnu að ná sér frá því og það er erfitt fyrir marga og sumir geta það ekki. Þess vegna heimtum við að málið verði bara afgreitt með ''fyrirgefningu''. Þannig sussar samfélagið á fórnarlömb misgjörða, lokar á sársaukann, lokar á skilninginn, lokar á samúðina.

Fyrirgefningarkrafan er mest notuð til þess að ýta sársauka frá sér. Hann er svo nærgöngull og það þarf oft að vinna vel úr honum og það er þægilegra að leysa málið með því sem kallað er fyrirgefning og risstir oft mjög grunnt. Þetta er samt ekki einfalt mál og mætti skrifa um það langt mál eins og ég hef áður sagt.  Ég þakka Heiðu sem greinilega skilur eitthvað af því sem ér er að fara. En flestir aðrir alls ekki. Allir eru þeir með þennan fyrirgefningarþrýsting með undirliggjandi ásökun ef hún kemur ekki. Frá sálgæslusjónarmiði raunverulegra þerapista er fyrirgefningin enginn sérstakur útgangspunktur þó hún geti verið það eftir eistaklingum. Haldiði að það sé mjög áberandi hjá Stígamótum. Það er unnið eftir öðrum línum í faglegu meðferðarstarfi en hjá kirkjunni þar sem fyrirgegningarhugtakið er mest  áberandi .  

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.4.2009 kl. 11:31

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Biskupinn var ekki með neinn frekjutón í ræðunni. Í viðtali í sjónvarpinu tók ég hins vegar eftir því að hann setti afsökunarbeiðni og fyrirgefningu hvort í annars stað eins og hann hefði óljósar hugmyndir um muninn á þessu tvennu. Þessu má alls ekki rugla saman eins og ég var m.a. að benda á hér a ofan.

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.4.2009 kl. 11:44

15 identicon

Ég las vel það sem þú skrifaðir og finnst ég skilja það.  confused smiley #17484  

EE elle (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 11:58

16 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þakka þér þín skynsamlegu orð Sigurður. Mér er vel kunnugt hið góða starf, sem unnið er á Stígamótum í gegnum starf mitt. Hef ég örvað einstaklinga, sem ég tel hafa af því gagn, til að leita þangað eftir hjálp, sem ég get ekki veitt þeim.

Ég vil aðeins leggja áherslu á að við förum varlega í alhæfa um lausnir, þegar flókin mál svo sem persónuleg örlög og úrlausnarferli eiga í hlut. Umfram allt megum við ekki tala niður til fyrirgefningarinnar í eyru þeirra, sem hana hafa valið.

Ég skal þó fúslega viðurkenna að ótímabær og umhverfisþvinguð fyrirgefning getur hæglega í vissum tilvikum stíflað andlegt bataferli okkar.

Sigurbjörn Sveinsson, 30.4.2009 kl. 12:06

17 identicon

Ég gæti ekki skrifað með neinum fyrirgefningarþrýstingi og held þú hafir misskilið það sem ég meinti.  Fólk þarf ekkert að fyrirgefa ef það ekki getur/kýs/vill er það sem ég meinti og hefur alltaf fundist.  Og hefur fundist of oft ætlast til að fólk fyrirgefi þó það geti það ekki og vilji það ekki.  Nánast eins og það sé rekið ofan í fólk.  Held ég skilji vel það sem ég held þú hafir meint, að ef fólk vilji ekki fyrirgefa, sé það oft gert að vondu manneskjunni/sökudólginum.

EE elle (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 12:13

18 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, það er nánast eins og fólk sé stundum rekið til að fyrirgefa. Hvers vegna: Vegna þess -og þetta er aðalatriðið í mínum málflutningi - að þá er málið afgreitt og sálarlegum sársauka og ókyrrð haldið frá. Sálarátök, sem við eigum svo erfitt með að horfast í augu við, er það sem við óttumst mest af öllu. Viljum bara vísa þeim frá, bæla þau niður vegna þess óróa og átaka sem slíkum átökum fylgir. Ekkert er þar árangursríkara til bælingar en orðuð fyrirgefning þar sem hugur fylgir  sjaldnast máli. Það er ekki vegn fals eða yfirborðsmennsku heldur af því að sálarlífið er flógið og úrvnnsla sársauka í sálinni er langur og flókinn prósess og reyndar óviss líkar. Engar billegar lausnir þar. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.4.2009 kl. 12:30

19 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Matthías hvað hefurðu fyrir þér í því að sálgæsla presta sé léleg. Mér segir svo hugur um að hún sé eins misjöfn og þeir eru margir.

Sumir hafa lagt sig mjög eftir framhaldsnámi í þessum fræðum. Annars er guðfræðideildin í H.Í ekki einangruð frá öllum öðrum deildum  og   hægt að sækja nám t.d. í sálfræði í valhluta námsins. 

Svona fullyrðingar eru ekki þínum málstað til framdráttar.

Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 17:14

20 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Sigurður,

ég ætla ekki að segja neitt um fyrirgefninguna að sinni

Hvernig fólk vinnur úr sínum innri málum er svo persónulegt og viðkvæmt að mér finnst það ekki henta sem blogg umræðu efni. Það er svo auðvelt að lesa það sem maður heldur að maður lesi og túlka orð þannig að þau særi þegar engin svipbrigði þess sem segir þau sjást.

Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 17:19

21 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Matthías hvað hefurðu fyrir þér í því að sálgæsla presta sé léleg.

Ég hef það frá sálfræðingum sem ég hef rætt við. 

Mér segir svo hugur um að hún sé eins misjöfn og þeir eru margir.

Ég sagði líka: "Sumir eflaust ágætir í því, aðrir slakir."

Matthías Ásgeirsson, 30.4.2009 kl. 20:54

22 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Mér þykir þú auðtrúa. Þú laukst líka fyrri færslu með því að segja: ,, allir fúskarar."

Ég sem hélt að við værum að verða sammála. Af hverju ekki láta þá sem eru framúrskarandi njóta sannmælis. 

Hef að líka eftir sálfræðingi.

Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 22:31

23 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> "Mér þykir þú auðtrúa."

Mér þykir þú dálítið þreytandi.

> "Af hverju ekki láta þá sem eru framúrskarandi njóta sannmælis. "

Vegna þess að kristileg sálgæsla er fúsk.

Matthías Ásgeirsson, 2.5.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband