Ills viti

Í fréttum Ríkisútvarpsins um hádegið var sagt að fulltrúar Rauða krossins með sálfræðing í fararbroddi væru að fara til Alsírsbúans sem er í mótmælasvelti.

Mér finnst þetta ills viti.

Verður maðurinn ekki beittur einhvers konar þrýstingi eða þvingun?

Það sem ég óttast er einfaldlega þetta: Með fortölum verður maðurinn talinn á að hætta mótmælasveltinu. Tíminn líður og hann nær aftur fyrra þrótti. Athygli fjölmiðla hvarflar frá málinu og það gleymist. Þá nota yfirvöld tækifærið til að flæma varnarlausan manninn úr landi.

Það er líka verið að skapa óhagstæða ímynd af manninn með því að senda sálfræðing til hans. Það gefur til kynna að eitthvað sé sálarlega athugavert við hann. Hann sé vandamálið.

En vandamálið er ekki þessi maður. Vandamálið er Útlendingastofnun og yfirvöld.

Að þeim eiga menn að beina athygli sinni en ekki manninum sem er í mótmælasvelti. Enginn getur leyst þetta mál nema yfirvöld, allra síst Alsírbúinn sjálfur.

Ég hef reyndar mjög sterka tilfinningu fyrir því að það muni ekki geta gerst á Íslandi að nokkur maður, innlendur sem erlendur, geti farið alla leið í mótmælasvelti. Yfirvöld munu leggja hann inn á sjúkrahús og skipa læknum að gefa honum næringu. Og læknar munu hlýða yfirvöldum.   

Það fer annars lítið fyrir þessari frétt. Hún kom aðeins fram í útvarpsfréttum en finnst ekki á vefsíðu Rúv. Aðrir fjölmiðlar þegja um málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er beinlínis hlutverk RKÍ að gæta að hagsmunum og líðan hælisleitenda. Með því að heimsækja manninn geta þau greint frá líðan hans, og um leið haldið málinu vakandi gagnvart yfirvöldum.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 14:51

2 identicon

Starfsfólk Rauða krossins ásamt sálfræðingi fer og hittir alla sem fara í hungurverkfall. Það gera þeir reglulega til að fylgjast með líðan viðkomandi, andlegri og líkamlegri.

Halldóra (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 15:57

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jæja, en í hvað tilgangi?Til að gefa stjórnvöldum upplýsingar? Hvernig væri að mótmæla stjórnvöldum? En það verður aldrei gert, aldrei.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 16:29

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er ákvörun einstaklingsins að svelta sig. Þetta er því tilganglaust tiltal við manninn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 16:34

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, í alvöru. Ef Rauði krossinn reynir hvorki að hafa áhrif á manninn né stjórnvöld sé ég ekki tilganginn með svona afskiptasemi.En ég held að í reynd muni sálfræðingurinn beita áhrifum sínum við manninn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 16:36

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst líklegt að bráðlega muni maðurinn láta af svelti sínu og svo munu stjórnvöld mala hann. Þá mun ekkert heyrast frá Rauða krossinum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 16:46

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

væri ekki nær að gauka að honum samloku?

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 17:32

8 identicon

Alltaf að vera góður við þá sem eru að deyja  eða vilja deyja.

Komast þarf að  því hvort hann vill láta brenna sig eða jarða.

Og algjör skylda útlendingastofnunar að láta fjölskyldu mannsins vita þegar þetta er gengið um garð.  Já,  fjölskyldan hvar er hún.???????????

Johanna þórkatla (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 17:44

9 identicon

Það skildi þó ekki vera að eitthvað væri sálarlega að manni sem reynir að kúga land til að taka við sér sem flóttamanni eftir að hafa logið ítrekað í umsókn og í því ferli sem umsókn hans hefur verið í.

Burt með svona rusl.

Jóhann Einarsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 17:47

10 identicon

Mjög trúverðugur og gegn ríkisborgari í framtýðinni. Mæli með að hann fái vinnu í banka strax. Og síðan að berjast fyrir því að fjölskyldan komi á eftir, hvort sem það er ein, tvær eða þrjár konur og börnin( þetta sem danir eru að berjast við núna)og síðan bræðurnir, (heitir slektinvandring á sænsku,sem ekki er hægt að stoppa) og allir fá vinnu,af nógu er að taka í velmegunarsamfélaginu. Og svona er hægt að halda áfram endalaust. Hvað þarf að gerast til þess að þið áttið ykkur á að þið eruð IDIOT!

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 18:18

11 identicon

Sammála.

Þetta er hin fínfalska byrjun á valdbeitingunni sem er í vændum. 

Balzac (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 18:36

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mikið eru þrjár síðustu athugasemdir aumkunarverðar. Og það er auðséð að þeir sem koma með þær njóta þess að koma meinfýsni sinni á framfæri.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 18:38

13 identicon

Ekki mín ;)

Balzac (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 18:41

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þín var ekki komin Balzac þegar ég gerði mína athugasemd.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 18:50

15 identicon

Sigurður, Johanna að ofan er búin að fara um með slík´comment´: http://runarbergbaugsson.blog.is/blog/runarbergbaugsson/entry/867965/

EE elle (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 21:50

16 identicon

Íslendingar eru 20 - 25 árum á eftir öðrum norðurlöndum í"hælisleitendvandamálum" og væri mjög skynsamlegt ef íslendingar sendu sæmilega vel gefinn íslending,ef hann fynnst, í fræðluleiðangur til frændþjóðanna og fái að vita hvað fór úrskeiðis hjá þeim. Það er mjög gáfulegt að læra af mistökum annara, en ekki að bíða eftir eigin mistökum, af því að við vitum allt betur en aðrar þjóðir, samber útrásarvíkingarnir, sem allir vita að eru færustu viðkiptajövrar alheimsins, að egin mati. Ég er EKKI að grínast í þetta sinn,því ég hef búið á hinum norðurlöndunum í 20 ár og hef séð óhuggulega þróun þar hjá hælisleitendum og þá sérstaklega" annari kynslóð", sem er fædd og uppalin í nýja landinu. Frekjan,dónaskpurinn og uppvöðulsemi gagnvart frumbyggjum er algjörlega ólíðandi fyrir almenning, en hið opinbera gerir ekker, því málið er óleysanlegt. Nú er orðið of seint að stoppa af innflæðið á Asíu og Afríkubúum, vegna skyldmenna innflutnigs. Þegar sonurinn ,hælisleitandinn,sem kemur fyrst, hefur fengið dvalarleyfið, þá bíður hann rólegur í 3 - 4 ár og fer þá fram á að foreldranir komi líka. Ekki veit ég hvernig lög eru á Íslendi gagnvart svona innflytjendum, en þetta er ekki hægt að stopp í Svíþjóð og flæðið ár hvert af skyldmennum er um 100.000 persónur .

Það má ekki blanda saman útlendingum sem koma hingað í atvinnuleit og hafa gert í áraraðir. Það fólk fer á atvinnuskrá sem er send út um allt land til sveitarfélag og fyrirtækj og er það væntanlegur atvinnurekandi sem tekur ábyrgð á viðkomandi og sér um hanns skatta og skyldur, enda er hann með alla pappíra í lagi frá heimalandinu.

Hælisleitandinn er í allt annari aðstöðu eins og komið hefur hér fram margsinnis, en fáir virðast skilja, hver sem orsökin er. Sennileg vanþekking.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 00:13

17 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Góður pistill hjá þér Sigurður. Það er þó slæmt að rasistar skuli fara svo mikinn í þessari umræðu.

Mér finnst vanta mannúðina í móttöku okkar á hælisleitendum og er það nokkuð sem þarf að breyta sem fyrst. Ég vona því auðvitað að manninum verði veitt hæli hér og lífi hans verði bjargað.

Hilmar Gunnlaugsson, 3.5.2009 kl. 00:36

18 identicon

"- -sæmilega vel gefinn íslending,ef hann fynnst- -"
Bara því miður V. Jóhannsson, við erum öll svo nautheimsk, myndum ekki vita hvern af okkur vitleysingunum við ættum að senda nema kannski útrásarglæpon.  En, get ég minnt þig á, að fjöldinn allur af landsmönnum hefur búið lengi erlendis, í ýmsum löndum, og þó þú virðist halda að þú hafir verið síðasti vitringurinn sem yfirgaf landið og hafir skilið eftir hóp eintómra 1/2-vita, sem aldrei hefur stigið fæti inn í annað land og ekki lært neitt.  Ja, nema þú.  En þú hljómar eins og sannkallaður vitringur og gætir kannski bara farið fyrir okkur fávitana?  Og í lokin, "fynnst" á að skrifa finnst og "framtýðinni" á að skrifa framtíðinni.  En þú vissir það þó.

EE elle 

. (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 00:47

19 identicon

EEelle.Ritvilla er ekki sama og skynvilla og þar skilur okkur að. Ef ég vissi ekki um alla þá íslendinga og heimamenn, sem búa á erlendri grund og eru mér sammála, þá myndi ég ekki nenna að benda  á neikvæðu hliðarnar í málinu. Hitt er annað mál að það virðist ekki hafa neinn tilgang því þið eruð, það sem ég hef sagt áður. Heimóttalegir,illa upplýstir fáráðlingar, sem hafað patent lausn á öllum hlutum, þar til annað kemur í lós. Og þetta veit ég að enginn rengir.Kveðja

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 10:52

20 identicon

Það mætti kannski byrja könnunina hjá lögreglunni í Danmöku og fá upplýsingar um það, hvað margir einstaklingar hjá þeim  vinni einvörðungu við að hlera og njósna um múslima í landinu vegna öryggisástæðna!!! Danir telja þetta lífsnauðsýnlegt og það væri gaman að vita hver kostnaðurinn er ,bara við þennan málaflokk.

Ég hef sagt það áður. Þeir eru 25 árum á undan íslendingum með þessi vandamál. (Hugsið ykkur 25 ár fram í tímann). Nei , annars, þið getið það ekki. sorry.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 11:14

21 identicon

"Hvað þarf að gerast til þess að þið áttið ykkur á að þið eruð IDIOT!"

"- -sæmilega vel gefinn íslending,ef hann fynnst- -" 

"Heimóttalegir,illa upplýstir fáráðlingar, sem hafað patent lausn á öllum hlutum, þar til annað kemur í lós. Og þetta veit ég að enginn rengir".

Það er ýmislegt í landinu sem er heimskulegt og óþolandi.  Enda erum við ekkert bundin við landið fremur en þú og hinir sem hafa flúið.  Hins vegar finnst mér það heimska og skynvilla að ætla öllum landsmönnum aumingjalegar og lágkúrulegar lýsingar þínar að ofan.  Og lýsir ekki vitibornum manni.  Í landinu er fjöldi lærðra og viturrra manna, þó ýmsir miður vel gefnir pólitíkusar hlusti ekki og haldi sig oft vita alla hluti.  Og hafi stýrt landinu norður og niður.  Það er líka illa gefið fólk innan um í öðrum löndum og þó þú kannski hafir ekki vit til að skilja það.

EE elle

. (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 11:47

22 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér tók ég út athugasemd. Persónulega niðrandi og svívirðileg ummæli um einstaklinga sem búið er að nafngreina í fréttum eru hér ekki ekki leyfðar, allra síst gagnvart  þeim sem ekki geta svarað fyrir sig. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.5.2009 kl. 11:57

23 identicon

Þegar ég tala um heimóttarlega , illa upplýsta fáráðlinga, þá er ég að sjálfsögðu ekki að tala um ala þjóðina heldur YKKUR hér á blogginu, sem halda uppi vörnum fyrir lygara á þeim forsendum að VIÐ ÍSLENDINGAR séum ekki nógu mannúðlegir. Maðurinn sagði sjálfur að hann væri eftirlýstur í heimalandinu af ríkisstjórn og LÍKA  G I A .

Maðurinn er enginn unglingur og við vitum ekkert um hans bakferil.

Skiljið þið nú orðið heimóttarlegir.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 12:06

24 identicon

Sigurður , afsakaðu fljótfærnina, en sannleikurinn er oft hvað sárastur og sérstaklega þegar ég veit að þjóðin kemur til með að blæða fyrir velvild og góðsemi gagnvart svona fólki og vísa ég á hin norðurlöndn því til staðfestingar. Afsakaðu aftur

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 12:18

25 identicon

http://sydsvenskan.se/malmo/   Þetta dagblað er "krata" blað, en ekki rasista blað. Þið ættuð að lesa blaðið á hverjum morgni, áður en þið byrjið daginn og þá kannski áttið  þið ykkur á því hvers vegna ég er svona neikvæður í þessum málum. Ég er ekki einn, eins og margir virðast halda.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband