Mótmæli

Það er gott að vita að maður stendur ekki alveg einn um það að hugsa til þessa manns.

Ekki er hægt annað en undrast þögn málsmetandi manna um málið.  Þeir  láta eins og ekkert sé að gerast, enginn stjórnmálamaður, enginn prófessor, enginn læknir, enginn heimspekingur segir eitt einasta orð. Aðeins birtast stuttorðar og reyndar nokkuð ruglingslegar fréttir um málið í  sumum fjölmiðlum, aðallega á Vísi is. 

Svo hafa auðvitað sorprennur athugasemda á blogginu opnast upp á  gátt.

Hitt er með öllu óskiljanlegt að eini læknirinn sem hefur tjáð sig um málið,  Sigurður Árnason á heilbrigðisstofnun Reykjanesbæjar, lætur ekki sitt eftir liggja í  stíl þess safnaðar og hefur opinberlega gert rækilega lítið úr þeim sem veita þessum hælisleitanda í hungurverkfalli stuðning.

Á þann hátt hefur hann farið langt út fyrir verksvið sitt sem læknis með því að hella olíu á elda í máli sem er því miður umdeilt í þjóðfélaginu. En með orðum sínum var hann í raun að veita málstað stjórnvalda siðferðilegan stuðning. Það er honum til skammar.

Stjórnvöld ætla sér ekki að bregðast við öðru vísi en með því að taka ráðin af manninum þegar hannn verður meðvitundarlaus og firra sig svo allri ábyrgð. 

Og við skulum ekki búast við því að nokkur af hinum nýkosnu alþingismönnum, hvað þá ráðherrum, muni leyfa sér að gagnrýna stjórnvöld í þessu máli. 

Almenningur verður því að taka til sinna ráða.

Og það er hann að byrja að gera. 

 

 


mbl.is Mótmæla við þingsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband