Það sem máli skiptir

Esjan Skammdegið er fallegur árstími. Bæði í dag og í gær  rölti ég eftir göngustígnum meðfram fjörunni við Sæbrautina. Það mátti heita logn, skýjað í gær en bjart í dag. Birtan á þessum árstíma er engu lík, ekki síst þegar fjöllin eru hvit en hafið ýmist blátt eða steingrátt. Alltaf eru fjöllin jafn falleg. Þau eru líka gömul. Þarna voru þau löngu fyrir Íslandsbyggð og þau munu vera áfram löngu eftir að mannlifið er horfið. Samt eru fjöllin ekki eilíf. Þau munu líka hverfa eins og allt annað. Eftir nokkur miljón ár.

Hvaða máli skipir þá Björn Ingi Hrafnsson eða ég? Jarðsagan kennir manni hve mannlífið er hverfult  gaman og svo er ekki einu sinni alltaf sérlega gaman.

Stundum þegar ég er á gangi úti við hætti ég alveg að hugsa. Hugurinn dettur í dúnalogn. Þetta varir ekki lengi, aðeins fáein andartök, í hæsta lagi svona hálfa mínútu. Samt eru þetta mínar bestu stundir. Þá er eins og ég eygi eitthvað sem er varanlegt, eitthvað sem hefur hvorki nafn né stund en ríkir eilíflega bak við fjöllin og bak við tímann.

Það væri gott að vera alltaf í þessu ástandi. Og til eru menn sem lifa þar stöðugt án þess að nokkur viti af því. 

Það kemur ekki  á forsíðu Fréttablaðsins eða Moggans fremur en annað sem máli skiptir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hann gvöð! Nó komment! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2006 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband