Lifandi mál og dautt mál

Það er ansi langt gengið ef menn mega ekki sletta smávegis á alþingi þó menn megi vera þar fullir að flækjast.

Að tala gott mál er fyrst og fremst það að segja nákvæmlega þau orð sem við eiga hverju sinni. Stundum geta aðstæður verið þannig að það sé sletta eða jafnvel algerlega útlent orð. Menn eiga að tala lifandi mál, fjölbreytt og sveigjanlegt. Sem vitnar um frjóa hugsun.

Málvöndun þingforseta er steingeld smámunasemi. Hún hefur enga máldyggð að baki sér. Kemur vandaðri hugsun ekkert við. 

Og ekki gengur hún fram með fögru fordæmi. Hún talar og ritar með eindæma flatneskju, óskýrt og án nokkurs persónuleika, að ekki sé nú minnst á algjöran skort á skerpu, hnyttni og húmor.  Hennar  tungutak er formlegt, stofnanalegt og gjörsamlega steindautt mál. En hún er síður en svo eini þingmaðurinn með þessu marki brenndur.

Þingliðið er yfirleitt svo leiðinlegt að það ætlar íslenska þjóð alveg lifandi að drepa. Það vantar einmitt svona eins og eitt lítið djók á stundum.

Að öðrum kosti getur þetta lið bara farið að fokka sér.

 

 


mbl.is Bannað að segja „djók“ á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið svakalega er ég sammála þér, Nimbus :) !! Hún er nú reyndar með stífari og leiðinlegri forsetum Alþingis . . . EVER!!

Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband