Krýsuvíkurkirkja

Um áramótin voru brotnar rúður í Grensáskirkju. Nú er Krýsuvíkurkirkja brunninn. Sagt er að einingis ''mannleg mistök'' eða íkveikja hafi verið orsök brunans.

Svo sannarlega hefur ekki verið um nein mistök að ræða þegar Grensáskirkja var brotin. Það var viljaverk.

Talað var um ''mikinn eril'' hjá lögreglunni í fréttum af áramótunum. Það eru skrauthvörf fjölmiðla um mikið fyllerí og vesen sem má víst ekki nefna fullum fetum. 

Ekki kæmi mér á óvart þó drykkjuskapur epa dópneysla hafi tengst báðum þessum atburðum. Ótrúlegt sukk og stjórnleysi virðist hrjá þessa hrundu þjóð sem samt hefur efni á að brenna upp hundruðum miljóna til að spilla andrúmslofti borgarinnar á nýjársnótt.

Engan hef ég séð kenna trúleysingjum um að hafa komið nærri málunum. En einn vantrúarseggur vildi samt meina að einhverjir hafi kennt þeim um kirkjubrotið. 

Ég tek það fram að ég kveikti ekki í kirkjunni þó slæmur sé og reikull í trúnni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ásakanir hafa fyrst og fremst verið óbeinar.  Að gagnrýni á kirkju valdi því að fólk brjóti rúður.   Það er semsagt verið að reyna að nota þessi skemmdarverk til að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Matthías Ásgeirsson, 2.1.2010 kl. 12:04

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það hefur enginn minnst einu orði á flugelda?  Það þarf nú ekki mikið til að kveikja í svona hrófi. Ein brennandi neyðarfallhlíf hefði nægt til og ekki ólíklegt að hún hafi borist þangað frá vestustu byggðinni í Hafnarfirði.

Nú er að bíða og sjá hvað dramadrottninginn Þórhallur Heimisson segir í næsta bloggi. Hann hefur jú haft tilhneigingu til að klína öllum fjandanum á trúleysingja að ósekju. 

Annars brenna kirkjur eins og önnur hús. Kirkjan á Ísafirði brann hinsvegar við grunsamlegar kringumtæður og mælti Gróa á leyti að þar færu trúmenn sjálfir, sem lengi höfðu haft horn í síðu hússin og langað í nýja kirkju.  Sú gamla var ekki nógu moderne, þótt hún rúmaði flest það sem þar fór fram.

Í grunninum var reist feikilega ljót monstrúm, sem minnir einna helst á skólpdælustöð eða lítið kjarnorkuver þarna smack í miðjum bænum. Verta umhverfislys í sögu bæjarins og þó var samkepppni nóg þar um.

Hún verður allavega ekki brennd svo léttilega, enda svo mikið af steinsteypu að varla var skilið eftir rúm inni í henni fyrir fólk.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.1.2010 kl. 12:12

3 identicon

Ég man ekki til þess að nokkur hafi brennt kirkju hér á landi vegna hugmyndafræði. Ég man ekki til þess að nokkur hafi afmyndað kirkju eða skemmt vegna hugmyndafræði. Meira að segja þegar hakakrossar voru sprautaðir á Háteigskirkju fyrir nokkrum árum síðan, áleit presturinn (HSK) það unglingapör en ekki afleiðing hatrammar herferðar gegn kristni. Ég veit ekki hvernig hægt er að fá það út að prestur/ar kenni samtökum óbeint um, þótt þeir noti tiltekin orð (níðingsverk) bæði í samtölum við fulltrúa samtakanna og um rúðubrot.

Mér finnst slík orðanotkun frekar til merkis um fátæklega orðanotkun í tilfinningarita en nokkuð annað.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 12:16

4 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Gleðilegt nýtt ár Sigurður  minn og þökk fyrir það litla sem við höfum haft að sælda á síðastliðnu ári.  Gaman þætti mér,   ef þú sæir þér fært að koma til Eyja á nýbyrjuðu ári.  Ég er ennþá í vinnu,  en aðeins fjóra tíma hvern dag,  nema auðvitað um helgar.  Nú er vinna mín tengt söfnunum hér í Eyjum.  Ólíkt skemmtilegra en sú vinna sem ég áður vann í íþróttamiðstöðinni.  Kær kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 2.1.2010 kl. 13:18

5 identicon

Sénsinn að maður færi að skemma kirkjur og annað... líklegra að trúarnötti hafi skemmt þetta til að fá samúð.. :)

Svo skulum við athuga það að ef guddi er almáttugur gaur og stoppar ekki af skemmdarverk á tilbeiðsluhöll sinni... þá er tvennt.
1 Guddi fílar ekki kirkjur
2 Guddi er ekki til.

Gleðilegt ár.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 14:12

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gleðilegt ár Þorkell. Það getur vel verið að ég komi til Eyja í sumar. 

Gleðilegt ár herr doktor! Rökfræði þín er óumdeilanleg. En gleymdu því ekki að hinn almáttki guð er líka algóður og er því líklegur til að taka ærlega í lurginn á vondu köllunum sem kveiktu í. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.1.2010 kl. 17:56

7 Smámynd: Yngvi Högnason

Gleðilegt ár síðuhaldari. Mér finnst oftast sem ég sé kominn í eitthvað þvaður eftir Samuel Beckett þegar þið byrjið trú- og ekki trúmála blaðrið. En ég get alveg lesið það án þess að komast að niðurstöðu eða hafa skoðun á því. Og jafnvel haft gaman að þrautseigju nöldrara á báða bóga, sem mala sem eilífðarvélar, þindarlausa án þrauta og þvera án útkomu. Takk fyrir það.

Yngvi Högnason, 2.1.2010 kl. 18:35

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Síðuhaldari hugsar þetta eingöngu sem skemtiefni. Því getið þið trúað.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.1.2010 kl. 18:40

9 identicon

Það er ekki nein hætta á að Guddi hefni sín í þessu eða öðrum málum..... Fyrir það fyrsta er guð ekki til, í annan stað eru kirkjur ekkert nema skurðgoð.. sem Guddi hatar samkvæmt skáldsögunni.
Þó er viss hætta á að Þórhallur prestur snapi peninga af þjóðinni til þess að endurbyggja þetta einka afdala skurðgoð sitt... þetta er jú það hræðilegasta sem Þórhallur hefur lenti í á sinni ævi, hann getur ekki á sér heilum tekið.. eiginlega verra en icesave og allur hrunadansinn á klakanum.
Hann kom 2 á ári í þessa kirkju til að tjá fólki hversu rosalega þykjusu bossinn hans elskar alla.. ef þeir elska hann og umboðsmenn hans fyrst OG borga.

Þeir sem eru að spá í að sóa fjármunum sínum í að byggja afdala himnakofa fyrir Þórhall og ríkiskirkju skulu spá í því að þið borgið nú þegar þúsundir milljóna til þessara manna... sem segjast vera bestur vinir master of the universe..... takið þá á orðinu og gefið frekar peninga í alvöru mál.. hér er mikið um fátækt og hungrað fólk.... gefið peninga í það í stað þess að punga enn meira undir lygamerðina í þjóðkirkjunni sem hafa selt ykkur gamla erlenda þjóðsögu á tugiþúsundamilljarða í gegnum árin

DoctorE (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband