Bloggfćrslur mánađarins, desember 2006

Jólaskapiđ

Ég er  ekki kominn í neitt jólaskap. Samt er ég heilmikill jólamađur. Á ađfangadagskvöld loka ég mig til dćmis alveg af í klukustund til ađ hlusta, einn Íslendinga, á Jólasögu hins heilaga vitrings Heinrich Schütz. Hann fćddist hundrađ árum á undan Bach en varđ međ langlífustu mönnum og dó um daginn, má segja. Ég hef líka ljósum skrýtt jólatré í stofunni minni sem er full af ógurlega ţykkum bókum og innrammađa mynd af jólasveinum í eldhúsinu. Mynd ţessi er eldri en ég og er ég ţó gamall og geđstirđur og kom frá Svíţjóđ ţegar pabbi sigldi um öll heimsins höf á dögum Línu langsokks. Myndin er svona gamaldags jólaleg.

Ég set ţetta samt ekki upp fyrr en á Ţorkáksmessukvöld og á eftir bý ég til jólabúđinginn frćga. Mamma kenndi mér ađ búa hann til síđasta áriđ sem hún var af ţessum heim og enginn í heiminum kann núna ađ búa hann til nema ég og ég verđ ađ búa til margfalda skammta fyrir alla stórsfjölskylduna, ţađ er ađ segja systur mínar og börn ţeirra sem voru ansi óţćg ţegar ţau voru lítil ţó ţau hafi nú ekki veriđ nándar nćrri ţví eins fáránlega lítil eins og ég var ţegar ég var lítill.

Búđingur ţessi er svo góđur ađ allir verđa miklu betri menn eftir ađ hafa borđađ hann. Sannkölluđ jólabörn. Ég ét hann, afskakiđ borđa ćtlađi ég ađ segja, á hverjum degi fram á gamlárskvöld. Ţá dett ég ekki í ţađ en horfi á alla ađra gera ţađ og er alveg sama. Síđast datt ég kylliflatur í ţađ á gamlárskvöld.1979. Og ég varđ alveg blindfullur og sjálfum mér til svo mikillar skammar ađ síđan hefi ég eigi áfengi bragđađ. Og aldrei langađ í ţađ. Og aldrei átt í neinni baráttu. Og aldrei séđ eftir ţví ađ hafa hćtt. Ég hvet reyndar unga og aldna til ađ fylgja fögru fordćmi mínu. Detta í ţađ í síđasta sinn núna á gamlárskvöld. Ég á ekki viđ ţađ ađ menn og konur drekki sig ţađ kvöld í hel heldur ađ allir verđi bláedrú á nýársdag og lifi sober og happily ever after.

Já, og nú finn ég ađ ég er bara kominn í ţetta líka fína jólaskap.     


Afleiđingarnar af mesta eldgosi Íslandssögunnar

Ţađ er einn af leyndardómum íslenskrar sögu hvers vegna engar frásagnir hafa varđveist um afleiđingarnar af mesta eldgosi Íslandssögunnar í Eldgjá áriđ 934. Spor eftir gosiđ eru greinileg í ískjörnum Grćnlandsjökuls og ársetningin er ekki í vafa. Áđur hugđu menn  ađ gos ţetta hafi stađiđ í nokkra mánuđi en nú hefur veriđ skýrt frá rannsóknum sem sýna ađ ţađ hafi varađ í 4- 8 ár og veriđ mun öflugra en haldiđ hefur veriđ. Sprengivirknin í upphafi eldgossins hafi einnig veriđ margfalt öflugri en áđur var taliđ. Áćtlađ er ađ upp í háloftin hafi fariđ kringum fjórum sinnum meira af brennisteinsmóđu en í Skaftáreldum áriđ 1783 en í kjölfar ţeirra komu móđuharđindin svokölluđu eins og allir vita og mesti mannfellir í sögu ţjóđarinnar. Nýjar rannsóknir sýna ađ Eldgjárgosiđ olli hungursneyđ í Egyptalandi vegna ţurrka i Nílarfljóti og ýmis konar öđrum hörmungum víđa um heim. Afleiđingar gossins fyrir Íslendinga hljóta ađ hafa orđiđ alveg gríđarlegar ţó landkostir hafi ţá veriđ betri en ţeir voru orđnir í Skaftáreldum. Ţađ er ţví furđulegt ađ hvergi er ađ afleiđingunum vikiđ í íslenskum heimildum, ekki í annálum eđa öđrum rituđum heimildum og ekki heldur í arfsögnum. Ekki nokkur skapađur hlutur.

Hins vegar er tvisvar vikiđ ađ gosinu sjálfu í Landnámu:

Hrafn hafnarlykill var víkingur mikill; hann fór til Íslands og nam land milli Hólmsár  og Eyjarár og bjó í Dynskógum; hann vissi fyrir eldsuppkomu og fćrđi bú sitt í Lágey.

 

Gnúpur fór til Íslands fyrir víga sakir ţeirra brćđra og nam land milli Kúđafljóts og Eyjarár, Álftaver allt; ţar var ţá vatn mikiđ og álftaveiđar á. Molda-Gnúpur seldi mörgum mönnum af landnámi sínu, og gjörđist ţar fjölbyggt, áđur jarđeldur rann ţar ofan, en ţá flýđu ţeir vestur til Höfđabrekku og gerđu ţar tjaldbúđir, er heitir á Tjaldavelli.   

 

 Ţorvaldur Ţórđarson jarđfrćđingur lćtur sér detta í hug í Morgunblađinu um daginn ađ fornmenn hafi ekki viljađ fjalla um ţessa atburđi og afleiđingar ţeirra vegna ţess ađ ţeir hafi fćlt frá frekara landnámi, veriđ slćm auglýsing fyrir landiđ.   En getur samt ekki veriđ ađ til sé frásögn um afleiđingar hamfaranna eftir allt saman?  Í mörgum annálum er vikiđ ađ óöld hinni miklu í heiđni sem er ađ vísu ársett áriđ 975 eđa 976.  

975 Resensannáll: Óöld hin fyrri.

Forniannáll: Óöld hin fyrri.

Konungsannáll: Óöld.

Skálholtsannáll: Óöld hin fyrri.

Lögmannsannáll: Óöld hin fyrri.

Gottskálksannáll: Óöld.

976 Flateyjarbókarannáll: Óöld hin fyrri.   

Og Landnáma sjálf segir ţetta í Viđauka Skarđsárbókarr: Óaldar vetur varđ mikill á Íslandi í heiđni í ţann tíma er Har (aldur) konungur Gráfeldur féll, en Hákon jarl tók ríki í Nor(egi). Sá hefur mestur veriđ á Íslandi. Ţá átu menn hrafna og melrakka og mörg óátan ill var etinn, en sumir létu drepa gamalmenni og ómaga og hrinda fyrir hamra. Ţá sultu margir menn til bana, en sumir lögđust út ađ stela, og urđu fyrir ţađ sekir og drepnir. Ţá vógust skógar menn sjálfir, ţví var ţađ lögtekiđ ađ ráđi Eyjólfs Valgarđarsonar ađ hvor frelsti sig, er iij drćpi seka.

 Landnáma var fyrst rituđ á 12. öld en frumgerđin er löngu glötuđ en  til eru nokkrar yngri afskriftir.  Viđaukann skráđi Björn Jónsson á Skarđssá á 17. öld eftir heimildum sem ţá voru til en hafa síđan glatast. Tímavísunin til falls Haraldar gráfelds og Eyjólfs Valgarđssonar kemur ekki heim og saman viđ ársetningu annálanna. En er allt sem sýnist? Kannski glittir ţarna í arfsögn, sem ađeins varđveittist í ţeirri gerđ Landnámu sem Björn ţekkti á sínum tíma, um einstćđ harđindi sem ársett voru eftir á og sett í samhengi viđ ađra atburđi sem ekki gerđust samtímis og ţessi saga sé uppspretta frásagnanna í annálunum. Ártaliđ hafi svo einhvern tíma snemma misfarist og villan síđan gengiđ aftur. Ţarna er talađ um ţann vetur sem mestur hafi veriđ á Íslandi. Er ekki einmitt líklegt ađ slíkur vetur hafi komiđ í kjölfar hamfara sem voru miklu meiri en Skaftáreldar, jafnvel nokkrir vetur saman eftir 934? Er sennilegt ađ 40 árum síđar, ţegar ekkert sérstakt var ađ gerast í náttúrunni, hafi komiđ vetrarharđindi sem slegiđ hafi út afleiđingarnar af mesta eldgosi í Íslandssögunni? 

Og ég er víst ekki sá fyrsti sem lćtur sér detta í hug ađ ţau harđindi sem annálarnir og Viđauki Skarđsárbókar Landnámu segja frá hafi í rauninni veriđ afleiđingarnar af gosinu í Eldgjá áriđ 934 en tímasetningin fćrst til af einhverjum ástćđum.  


Satan í mannsmynd

Ef ég hefđi veriđ skírđur Satan eins og Natan Ketilsson átti upphaflega ađ heita ađ beiđni draumskratta, eftir ţví sem var veriđ ađ segja í sjónvarpinu, ţó presturinn breytti nafninu í Natan, vćri ég víst óumdeilanlega Satan í mannmynd.  


Borat í bíó

Mig langar alveg sjúklega til ađ sjá Borat í bíó. En ég hef bara engan til ađ fara međ ţví vinir mínir hafa yfirgefiđ mig. Ég er svo afskaplega siđavandur ađ ég verđ ađ hafa einhvern viđ hliđina á mér til ađ styrkja mig ef ég skyldi nú fá frođufellandi hneykslunarkast í bíóinu. Mér er sagt ađ Borat sýni jafnvel á sér  boruna og sé alveg feikilega borubrattur. 

Ţetta verđ ég endilega ađ sjá.


Hláturinn lengir lífiđ

Ţađ var frábćrt ađ sjá kynnuna í Kastljósi, sem ég man nú ómögulega hvađ heitir í augnablikinu, fá hláturskast í beinni útsendingu. Ég fór líka ađ skellihlćgja og fannst lífiđ allt í einu vera svo skemmtilegt. Ţá tók ég líka eftir ţví ađ hún varđ í ţessari uppákomu miklu sćtari en hún hefur nokkru sinni veriđ. Svo tók hún fyrir munninn eins og fermingarstelpa sem uppgötvar ađ hún er ađ valda hneykslun í kirkjunni. Ţá varđ hún enn ţá sćtari. Strax á eftir var auglýsing um bókina Veđur og umhverfi. Ţá bók keypti ég einmitt í dag. Ég hef flett henni í gegn en ekki lesiđ hana. Bókin er útlend. Hún er falleg fyrir augađ en virđist rista ansi grunnt. Ţetta er svona stikkorđabók.

Ţađ er orđiđ knýjandi ađ út komi á íslensku bók um veđurfrćđi og íslenskt veđurfar ţar sem nokkuđ ýtarlega vćri fjallađ um efniđ en ţađ vćri samt viđ hćfi ţeirrar alţýđu sem nennir ađ kafa ađeins undir yfirborđiđ. 

Međal annarra orđa: Veđurblogg er eina bloggiđ sem er vitsmunaverum sćmandi. Ţess vegna verđur ţetta nú ekki ekki meira ađ sinni.

Og í ţessum skrifuđu orđum held ég ađ hún sé enn ađ fá hláturskast. Ţađ er eđli hlátuskasta ađ ómögulegt er ađ losna viđ ţau ţegar ţau koma á annađ borđ.

 Hlátursköstin hafa sinn eigin sjálfstćđa vilja.


Hiđ fullkomna jólaveđur

Lítiđ út um gluggann! Einmitt svona vil ég ađ jólaveđriđ verđi. Eins og ţađ er núna. Einmitt svona skýjafar međ svona skammdegissólskini. Einmitt svona vindhrađi eins og var á hádegi sem gefinn var upp sem 0 metri á sekúndu á túni Veđurstofunnar. Einmitt ţetta hitastig, ţessi notalegu tvö stig í plús. Og einmitt svona snjóföl (enn betra vćri samt enginn snjór).

Ţetta er hiđ fullkomna  jólaveđur í mínum huga.

Nú er ég í hógvćrđ minni og lítillćti ađ taka saman yfirlit um jólaveđriđ í höfuđstađnum alveg frá 1907 og ţađ mun birtast hér á síđunni fyrir jól. Gaman, gaman! Jólin koma! Jólin koma!   


Ţrjátíu tonna ţunglyndi

Ţađ mćtti halda ađ smitandi melankólía sé ađ ganga í bloggheimum. Ekki er hćgt ađ ţverfóta fyrir bloggurum sem kvarta um biturleika og ţunglyndi. Samt halda bloggarar ţessir áfram ađ blogga eins og fjandinn hafi rokiđ í rassgatiđ á ţeim. Svoleiđis „ţunglyndi” finnst mér fádćma ómerkilegt og léttvćgt. Ég hef nefnilega sjálfur veriđ í ţrjátíu tonna ţunglyndi síđan ég byrjađi ađ blogga, hvađ aldrei skyldi veriđ hafa, og alls ekkert getađ bloggađ vikum saman. Samt á ég ekki vanda til ţunglyndis heldur einmitt geggjađs léttlyndis. Ship o hoj!

En bloggelíbloggiđ hefur mjög óvćnt lagst ţungt á mína viđkvćmu og nettu sál sem ekkert aumt má sjá. Flestir bloggarar hafa enga sál. Ţeir eru sálarlaus kvikindi. Ađ blogga er svona eins og ađ berhátta sig fyrir framan glugga ţar sem allt er dregiđ frá. Ţá verđur híađ á mann. Ekki var ég fyrr farinn ađ opinbera  hugsanir mínar en ég gat ekki lengur skrifađ, hvađ ţá hugsađ, sem ég geri nú reyndar aldrei nema á stórhátíđum. Ţegar sagt var frá bloggafrekum mínum á mjög glannalegan hátt í Fréttablađinu međ stórri mynd af mér sem ein skrýtnasta vinkona mín sagđi ađ ég hefđi veriđ svo “krúttlegur og sćtur” á, ţegar ég reyndi einmitt ađ vera afspyrnu ljótur á og leiđinlegur og svo virđulegur ađ undrum átti ađ sćta, féll mér allur ketill í eld og lćsti bara síđunni minni. Ég kunni ekki beint viđ ađ eyđa henni međ öllum veđurfréttunum sem ég hafđi sett inn á hana en ţađ annálađa og sérviskulega framtak er skilningi allra gersamlega ofvaxiđ ađ sjálfum mér međtöldum. 

En viđ lokunina byrjuđu vandrćđi mín ađ ţyngjast svo um munađi. Ég hćtti ađ sofa og hćtti ađ borđa en ţyngdist samt án afláts. Ég var alveg gífurlega ţungur. Sextán tonn var ég orđinn áđur en ég vissi af og átti ţó enn eftir ađ ţyngjast um nćstum ţví helming. Svo ţurfti ein vinkona mín endilega ađ bjóđa mér í mat og reyndi ađ gleđja mig međ léttúđarfullu mali. Ég ţoldi ţá ekki orđiđ neina birtu og alls ekki tónlist (og er ég ţó illrćmdur tónlistargagnrýnandi) og ţađan af síđur kvennahjal. Minnst af öllu gat ég ţó ţolađ sjálfan mig. Ţađ gera ađrir reyndar ekki heldur. Nema ţessi vinkona mín sem bauđ mér í kattarláfujafninginn. Hún skilur allt og umber allt og étur allt. Og hún fćr ţađ sannarlega borgađ frá mér ţúsundfalt.

Til ađ gera langa og leiđa sögu stutta er ég loksins núna ađ ná honum upp innri manninum. Í gćr datt mér í hug í bćlinu ađ gera snjalla málamiđlun viđ heiminn. Ég hét ţví ađ ef ég ekki fćri til guđs fyrir áramót af eđlilegum orsökum, geispađi golunni af ólund og harmi, ćtli ég ađ fara ţangađ af mjög óeđlilegum ástćđum strax á nýjársdag. Byrja ţá mitt framhaldslíf. Ég drattađist fram úr, tók sćng mína og gekk ađ fullu frá veđurmetaskránni og laumađi henni á netiđ. Algjört met!  

Og nú skal ég ađ dansa og dufla og dađra til áramóta og fylgjast međ brjáluđu veđrinu og setja margar og skverlegar veđurskrár inn á galopna bloggsíđuna.

Ship o hoj!  

   


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband