Fastar síður

Veðrið á hátíðisdegi verkalýðsins

Allir kannast við bjarta norðanveðrið sem oft er fyrsta maí. Á þessum árstíma er norðanátt mjög algeng og oft sólríkt. Frá þessu eru þó mörg afbrigði. Meðalhitinn þennan dag í Reykjavík frá 1949 er 4.2 stig eða sá sami og 20. október að hausti. Fyrsti...

Mesti og minnsti hiti í apríl

Það er nú ekki lengra síðan en í fyrra að mældist mesti hiti á landinu í apríl. Á mannaðri stöð mældist hann þ. 29. á Staðarhóli í Aðaldal 21,9 stig en á sjálfvirku stöðinni í Ásbyrgi fór hann í 23,0 stig. Daginn eftir fór hitinn á Staðarhóli í 20,1 stig...

Hlýjustu og köldustu aprílmánuðir

Ég gleymi því aldrei þegar ég fór í síðdegisgöngu um vesturbæinn 1. maí 1974. Til að sjá voru þá öll stóru trén í þessum gróðursælu hverfum allaufguð. Annað eins hef ég aldrei séð hvorki fyrr né síðar. Apríl 1974 var líka hlýjasti apríl sem mælst hefur...

Veðurdagatal fyrir april

Hér birtist á fylgiskjalinu eins konar veðurdagatal fyrir april líkt og áður hefur komið fyrir ýmsa aðra mánuði, hvað varðar meðalhita sólarhringsins, hámarks- og lágmarkshita, sólarhringsúrkomu og daglegar sólskinsstundir í Reykjavík, ásamt hámarks-og...

Páskaveðrið frá Skaftáreldum

Hér er greint frá páskaveðrinu allt frá tímum Skaftárelda. Páskar eru þá taldir allir dagarnir frá skírdegi til annars í páskum. Hægt er að sjá í fylgiskjali töflur um veðrið í Reykjavík eða í Stykkishólmi og á Akureyri eða Hallormsstað. Til 1949 er...

Mesti kuldi í mars

Langmesta frost sem mælst hefur á Íslandi í mars kom hinn alræmda mars 1881. Þá mældust -36,2 stig á Siglufirði. Kannski hefur mælirinn reyndar sýnt of mikið frost. Næst mesti kuldi í þessum mánuði var lesin á mæli í Grímsey, -30.0 stig þ. 22. Lesið hér...

Hlýjustu og köldustu marsmánuðir á Íslandi

Þrír marsmánuðir skera sig úr síðustu tvö hundruð árin hvað hlýindi snertir á Íslandi. Hlýjasti mars á öllu landinu var árið 1929. Þá var meðalhitinn á Veðurstofunni við Skólavörðustíg í Reykjavík 6,1 stig, en 5,4 í Stykkishólmi og 5,7 stig á Akureyri....

Veðurdagatal fyrir mars

Hér birtist á fylgiskjalinu eins konar veðurdagatal fyrir mars líkt og áður hefur birst fyrir ýmsa aðra mánuði, hvað varðar meðalhita sólarhringsins, hámarks- og lágmarkshita, sólarhringsúrkomu og daglegar sólskinsstundir í Reykjavík, ásamt hámarks-og...

Mesti og minnsti hiti á Íslandi í febrúar

Mesti hiti á Íslandi í febrúar mældist á Dalatanga þ. 17. 1998, 18,1 stig. Lægð var á Grænlandshafi en ekkert sérstaklega hlýtt á landinu nema á Dalatanga. Þessi hiti var lesinn af mæli við athugun klukkan 15 í hávestan átt. Árið 1960 mældust 16,9 stig á...

Hlýjustu og köldustu febrúarmánuðir

Sá vetrarmánuður sem hlýjastur hefur orðið á Íslandi síðan mælingar hófust miðað við öll hugsanleg meðaltöl er febrúar 1932. Hann var eiginlega fenómen. Meðalhitinn við landssímahúsið í Reykjavík var 5,2 stig, 5,0 á Akureyri og 4,7 í Stykkishólmi. Þetta...

Hámarks-og lágmarkshiti hvers mánaðar á landinu

Hér birtist hámark-og lágmarkshiti hvers mánaðar á landinu allt frá 1873. Til 1879 var þó aðeins mælt á þremur til fjórum stöðum svo lítið vit er í því að birta mælingar hvers mánaðar þann tíma. Þess í stað sýnir efsti dálkurinn mesta og minnsta hita...

Veðurdagatal fyrir febrúar

Hér birtist eins konar veðurdagatal fyrir febrúar líkt og áður hefur birst fyrir ýmsa aðra mánuði, hvað varðar meðalhita sólarhringsins, hámarks- og lágmarkshita, sólarhringsúrkomu og daglegar sólskinsstundir í Reykjavík, ásamt hámarks-og lágmarkshita á...

Mesta snjóatíð í Reykjavík síðan veturinn 2004-2005

Nú hefur jörð ekki verið talin alauð í Reykjavík í 31 dag. Leita þarf allt til desember 2004 og janúar 2005 til að finna eitthvað sambærilegt. Þá var ekki alauð jörð í Reykjavík alveg frá 14. desember til 23. janúar að undanskildum öðrum í jólum þegar...

Tíu köldustu dagar á landinu í heild frá 1949

Í tilefni af þessu fremur ómerkilega kuldakasti birtast hér kort og yfirlit yfir tíu köldustu daga á landinu frá árinu 1949, samkvæmt mati Trausta Jónssonar veðurfræðings (viðauka 1). Þá er einnig meðalhiti tíu (einn daginn níu) láglendisstöðva á hádegi...

Hlýjustu janúarmánuðir og hlýjustu dagar

Hlýjasti janúar síðan mælingar hófust var ekki á tuttugustu öld eins og vænta mætti eftir hlýindum þeirrar aldar heldur á þeirri nítjándu. Nánar tiltekið árið 1847. Þá voru aðeins gerðar góðar mælingar í Stykkishólmi en nokkru lakari í Reykjavík. Á báðum...

Veðurdagatal fyrir janúar

Jæja, börnin góð! Hér birtist þá hið langþráða veðurdagatal fyrir janúar (reyndar ansi síðbúið) líkt og áður hefur birst á þessaari veðurtöff bloggsíðu fyrir ýmsa aðra mánuði, hvað varðar meðalhita sólarhringsins, hámarks- og lágmarkshita,...

Frostaveturinn mikli 1918

Veturinn 1918 er þekktur sem "frostaveturinn mikli". Þá er átt við kuldana í janúar sem þá voru alveg sérstaklega miklir. En þó var eins og ýmislegt hafi áður "boðað'"þá miklu kulda. Október 1917 var sá kaldasti sem mælst hefur eftir að danska...

Hlýjustu og köldustu dagar í desember

Í hlýjasta desember sem mældur hefur verið á Íslandi, árið 1933, komst hitinn þ. 3. upp í 16,6 stig á Hraunum í Fljótum, skammt frá Siglufirði. Þennan dag var ótrúlega flott hæð yfir sunnanverðum Norðurlöndum og lægð fyrir sunnan Grænland með bullandi...

Jóla-og áramótaveðrið aftur í tímann

Yfirleitt er veðrið skaplegt um jólin. Þau eru ýmist mild eða frostasöm en næstum því aldrei er sama veðurlag alla þrjá jóladagana. Lítið er um fræg jólaóveður. Samt var mikið vestanveður á aðfangadagskvöld 1957 og varð þá minnisstæður stórbruni í...

Hlýjustu og köldustu desembermánuðir

Veturinn 1880-1881 er harðasti vetur sem komið hefur á Íslandi síðan einhvers konar veðurathuganir hófust fyrir rúmlega tvö hundruð árum. Hann hefur þó fallið mjög í skuggann af frostavetrinum 1918. Það ár stóðu mestu kuldarnir í minna en mánuð en...

Veðurdagatal fyrir desember

Hér birtist veðurdagatal fyrir jólamánuðinn. Þar sést mesti og minnsti meðalhiti dag hvern og hámarks-og lágmarkshiti í Reykjavík, ásamt mestri sól og úrkomu dag hvern í borginni og svo mesti og minnsti hiti á degi hverjum á öllu landinu. Annars skýra...

Hlýjustu og köldustu dagar í nóvember

Nóvember 1999 var sannarlega óvenjulegur mánuður. Þá mældist yfir tuttugu stiga hiti á landinu í þrjá daga, fyrst tvo daga í röð og seinna einn og var vika á milli þeirra. Hiti hafði aldrei áður komist í tuttugu stig í nóvember á Íslandi. Þetta byrjaði...

Hlýjustu og köldustu nóvembermánuðir

Hver skyldi trúa því að nóvember gæti orðið hlýrri en gengur og gerist í maí? Það gerðist eigi að síður í Reykjavík árið 1945. Þá var Veðurstofan í Landssímahúsinu við Austurvöll og mældist meðalhiti mánaðarins 6,5 stig. Meðalhitinn í maí 1961-1990 var...

Veðurdagatal fyrir nóvember

Hér birtist veðurdagatal fyrir nóvember með svipuðu sniði og áður hefur komið fyrir september og október. Skýringar við dagatalið geta menn lesið við dagatalið við þá mánuði en nánustu skýringar verða gefnar þegar dagatalið fyrir allt árið verður tilbúið...

Hlýjustu og köldustu dagar í október

Fyrsta skiptið sem 20 stiga hiti í október mældist á veðurstöð á Íslandi var á Seyðisfirði þ. 6. 1959, 20,6 stig. Árið 1962 munaði svo mjóu þ. 20. þegar hitinn á sama stað fór í 19,9 stig. Næst mældist 20 stiga hiti í október þ. 21. 1964 á Seyðisfirði,...

Hlýjustu og köldustu októbermánuðir

Október 1915 er talinn hlýjasti október í sögu mælinga bæði í Reykjavík og á öllu landinu. Þá var meðalhitinn í Reykjavík 7,9 stig en var árin 1961-1990 4,4 stig en árin 1997-2006 er hann 4,8 stig en 4,9 árin 1931-1960. Enn hlýrra var árið 1915 í...

Veðurdagatal fyrir október

Hér birtist eins konar veðurdagatal fyrir október, líkt og áður hefur birst fyrir september, hvað varðar meðalhita sólarhringsins, hámarks- og lágmarkshita, sólarhringsúrkomu og daglegar sólskinsstundir í Reykjavík, ásamt hámarks-og lágmarkshita á öllu...

Þrjár nýjar spennandi veðurstöðvar

Þrjár veðurstöðvar eru nú farnar að birtast í gagnasafni Veðurstofunnar, Vík í Mýrdal, Hólmavík  og Fáskrúðsfjörður. Í Vík hefur verið svonefnd veðurfarsstöð (sem gerir athuganir en sendir ekki skeyti) frá því 1925. Þetta er einhver úrkomusamasti staður...

Tvö október sólarhringsúrkomumet fallin

Aðfaranótt 6. október féllu a.m.k. tvö sólarhringsúrkomumet í október á veðurstöðvum.  Á Mánarbakka féllu 39,2 mm, en áður hafði mest komið 37.1 mm, þ. 28. 1972. Athuganir frá janúar 1957. Í Litlu-Ávík mældust 37,9 mm, en  áður mest 30,6 mm, þ. 21. 1996....

Veðurdagatal fyrir september

Hér birtist eins konar veðurdagatal fyrir septembermánuð hvað varðar meðalhita sólarhringsins, hámarks- og lágmarkshita, sólarhringsúrkomu og daglegar sólskinsstundir í Reykjavík, ásamt hámarks-og lágmarkshita á öllu landinu. Þetta sést á fylgiskjalinu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband