Fyrsta næturfrost í Reykjavík

Í nótt kom fyrsta næturfrostið á þessu hausti í Reykjavík, -1,2 stig. Síðasta frost í vor var 17. maí. Frostlausi tíminn var því 134 dagar en meðaltalið frá 1920, þegar Veðurstofan var stofnuð, er 143 dagar en 147 árin 2001-2011.

Frá því Veðurstofan var stofnuð 1920 hafa 54 septembermánuðir af 93 (þessi talinn með) í Reykjavík verið frostlausir eða 58% allra mánaða.  Meðaltal lágmarkshita þessi ár fyrir september er 0,1 stig.

Ekki hefur enn mælst frost á suðausturlandi og við suðurstöndina og reyndar á einstaka stöðvum annars staðar.   


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 29. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband