Sá hann í gær

Ég þykist hafa séð skaflinn í gær í Gunnlaugssskarði í kíki útum eldhgúsgluggann minn.  En má vera að ég hafi  séð ofsjónir. Alveg örugglega er hann þó enn  í Kerhólakambi eins og segir reyndar í fréttinni.

Esjan er því ekki orðinn snjólaus þrátt fyrir hlýindin. Hún var það heldur ekki í fyrra þrátt fyrir hlýindi. 

Fylgiskjalið er í vissum vandræðum sem vonandi greiðist þó úr áður en snjóa leysir!

Viðbót 7.9. Nú er aftur bjart yfir og áðan sá ég í forláta kíki, sem er merktur hakakrossi og þýska erninum og pabbi fékk frá kafbátaforingja í Noregi þegar hann varð innlyksa þar í stríðinu, að enginn skafl er nú í Gunnlaugsskarði.  

Það er því staðfest að ég sá ofsjónir þegar ég þóttist sjá skafl í skarðinu. Það er reyndar ljós blettur í berginu sem áður hefur villt um fyrir mér þegar skaflarnir eru orðnir mjög litlir.

 

 


mbl.is Skaflinn í Esjunni horfinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 4. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband