Leiðinda septemberbyrjun og tölvubilanir

Þessi september byrjar ansi leiðinlega. Fyrst miklar úrkomu en ekki kalt en svo þegar birtir hér í Reykjavík er hitinn um hádaginn undir tíu stigum. Og þetta eru fyrstu dagar mánaðarins.

Það er einmitt þetta sem ég óttaðist. Að sólardagar með sæmilegum hita væru fyrir bý.

Oft er ágætis sumarblær frameftir september en því er nú ekki að heilsa. Í Reykajvík er meðalhiti fyrstu tíu dagana í júni og fyrstu tíu dagana í september til langs tíma alveg sá sami. Það, ásamt mörgu öðru, rettlætir að september sé talinn til sumarmánaða en ekki hausmánaða. En auðvitað kólnar jafnt og þétt allan manuðinn.

Tölva á Veðurstofunni bilaði og hafði það áhrif á aðgengi upplýsinga á vefsíðu hennar og hefur kannski enn.  Mæligögn sjálvirkra stövða eru nú lengi að opnast en það gerðist áður á augabragði.

Eitt hefur ekki komið aftur. Það eru upplýsingar af gamla vefnum um mannaðar stöðvar á þriggja tíma fresti, raðað eftir spásæðum. Þar var t.d. hægt að sjá hámarks-og lágmarksmælingar stöðvanna sem hvergi annars staðar er að finna. Auk þess voru þarna upplýsngar frá mörgum sjálfvirkum stöðvum, en ekki öllum, á klukkutíma fresti. Það var mjög handhægt að fletta þessu upp til að sjá svona margar stövar saman, mannaðar sem sjálfvirkar, og geta flett eftir veðurhéruðum. Þetta var  ekki sýnt annars staðar í töfluformi. Þetta var já á gamla vefnum. Og hefur horfið áður án þess að um bilun hafi verið að ræða.

Ég óttast nú mjög að þetta hverfi varanlega án þess að nokkuð komi í staðinn.

Það er kannski lítið vit í því að vera með tvær vefsiður en ekki má þurrka burtu efni á gamla vefnum sem EKKI er aðgengilegt á þeim nýja. Enn er nokkuð af efni á gamla vefnum sem ekki er á þeim nýja. 

Ég hef sagt það áður og segi það enn að þessar upplsýngar frá mönnuðum stöðvunum eigi að koma endurbættar á nýja vefinn. 

Auk þess væri frábært ef hægt væri að skoða sólarhrings hámark-og lágmarkhita allra sjálvirku stöðvanna  (frá kl.0-24) á einu skjali svo menn þurfi ekki að leita að þessu á hverri stöð fyri sig sem tekur svona  nokkurn veginn allan daginn.

Og það skjal mætti alveg vera uppi í að minnsta kosti nokkra daga en helst allt til enda veraldar! 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 7. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband