Hafísavor!

Ég spái aftaka hörðu vori með svá miklum hafísum að ganga megi sem á sléttri foldu frá Grímsey til lands og munu iii tigir hvítabjarna verða felldir um allar sveitir en nokkrir birnir munu eta upp menn suma alla.


mbl.is Hafís eykst á norðurslóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mér er illa við kulda oghvítabirni.

"1695. Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing, norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál og sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirninga og að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík. Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan 80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum af Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hann skip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands".

Þór Jakobsson Á Oddastefnu í Þykkvabæ 20. maí 1995

Ágúst H Bjarnason, 5.4.2010 kl. 13:38

2 identicon

DoctorE (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 14:43

3 identicon

Sæll Sigurður,

Þú ert eitthvað að misskilja þetta. Hafísinn hefur aukist mikið í Beringshafi sem er milli Alaska og Rússlands. Hinsvegar hefur minna borið á honum við austurströnd Grænlands. Óvenjukuldi hefur verið við Beringshaf í vetur. 

Ég spái því að hitafarið í vor verði yfir meðallagi áranna 1961-1990. Hitaspáin næstu daga styður það: http://www.wetterzentrale.de/pics/avnpanel1.html

Sem og langtímaspá frá Dönsku veðurstofunni: http://www.dmi.dk/dmi/index/gronland/akt_saesonprognose_gl.htm (Ísland sést aðeins hægra megin á kortinu).

Jóhann (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 14:48

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er nú bara djók hjá mér Jóhann!

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.4.2010 kl. 14:56

5 identicon

Ææi! Nú er Jóhann búinn að skemmileggja.

Ég vonaðist eftir umræðu um "trúmál" (loftslag, veður) eða trúmál a la Siggi Blikka

 Það eru fáir sem hræra jafn skemmtilega í slíkum pottum. Takk, SÞG.

VíR (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband