Peningarnir ráða

Mikið er ég sammála Torfusamtökunum um það að hagsmunir verktaka megi ekki vera einráðir um niðurrif gamalla húsa í Reykjavík til að byggja þar háhýsi.

Ég er uppalinn í þessari borg og finnst vænt um hana og þekki vel sögu húsanna og uppbyggingu hverfanna. Mér finnst skelfilegt að miðborgin er á allra síðustu árum að breytast í algjört  háhýsaskrímsli. Það er hörmung að sjá þessar kaldranalegu bloggir meðfram sjávarströndinni á Skúlagötu.

rv1Reyndar er það sorgarsaga sem aldrei er minnst á að hvergi  er lengur  upprunalega strandlengju í Reykjavík að finna nema litla fjöru í Laugarnesi og við Ægissíðu.

Mest óttast ég að þessi fáránlega byggð rísi í Örfirisey (þar sem alltaf er rok í öllum áttum) um svipað leyti og  fyrirhugað hverfi þar sem gamli slippurinn var, síðan verði flugvöllurinn látinn víkja fyrir ljótum húsum og enn þá ljótari akbrautum og nýr völlur verði byggður á Lönguskerjum.

En það er víst hægt að búast við öllu.

Það eru eingöngu peningarnir sem ráða í borgarskipulaginu. Og það eru peningarnir sem öllu spilla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband