Ólíku saman að jafna

Það er viðurkenning á starfi loftsslagsnefndar Sameinuðu þjóðannna að hún skuli hafa fengið friðarverðlaun Nóbels. Á starfi þessarar nefndar, réttara sagt vísindaritstjórn hennar, hvíla allar deilur og umræður um loftslagsmálin. Í þeim deilum, á báða bóga, er nú vægast sagt ekki öll vitleysan eins.

Ekki get ég samt séð hvað starf loftsslagsnefndarinnar kemur friði við. En það er gaman að eitthvað sem tengist veðurfræði skuli fá alheimsverðlaun. Hins vegar finnst mér Al Gore á engan hátt vera jafnoki þessarar nefndar í mynd sinni Óþægilegur sannleikur sem hann færi verðlaunin fyrir í reynd. Valið á honum finnst mér fyrst og fremst vera daður við tískuna. Það er sláandi við fréttaflutning af verðlaunaveitingunni og líka umfjöllun bloggara að nefndin er algjörlega í skugga Al Gore. Honum verður nú enn meira hampað en áður af ýmsum sem aldrei hafa haft minnsta áhuga fyrir loftsslagsmálum fyrr en pólitík hljóp í spilið en loftsslagsnefndin mun verða í skugga hans  áfram og starf hennar. Gátu þeir nú ekki sleppt Al Gore og leyft vísindanefndinni virkilega að njóta sín. En hann er frægur og umtalaður og á einkaþotu. Það á til dæmis John Houghton ekki sem er miklu betri og öruggari fræðari um gróðurhúsaáhrifin en Al Gore.  

Og nú er víst borin von um að Tómas Jóhannesson eða aðrir vari íslensku þjóðina gegnum vefsíðu Veðurstofunnar við gormæltri sjálfumgleði Al Gores og oft og tíðum hæpnum vinnubrögðum í þessari frægu mynd hans. Það er blettur á starfi Veðurstofunnar gagnvart almenningi hve hlutdræg hún var gagnvart þremur kvikmyndum um loftsslagsmálin sem sýndar voru á svipuðum tíma í Ríkissjónvarpinu.

En ég veit að þeir sem þar komu að málum, þó ég þekki þá alls ekkert, skella skolleyrunum við allri gagnrýni. Það hafa þeir sýnt í verki.  


mbl.is Al Gore og loftslagsnefnd SÞ hljóta friðarverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hinn 10. október 2007 féll dómur í hinum virðulega rétti London High Court vegna kvikmyndarinnar "An Inconvenient Truth". Þetta var sem sagt rétt áður en tilkynnt var um hver hlyti friðarverðlaun Nóbels.

Sjá færsluna  um málið hér

Veðurstofan hafði ekki séð ástæðu til að birta neitt um kvikmyndina, eins og þeir gerðu um aðra mynd. Miklu virðulegri stofnun hefur tekið af þeim ómakið.

Ágúst H Bjarnason, 12.10.2007 kl. 14:16

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég ætlaði einmitt að fara að vísa á síðuna þína um þetta. En þú tekur af mér ómakið! Aumingja Veðurstofan. Allir vondir við hana!    

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.10.2007 kl. 14:38

3 Smámynd: halkatla

þetta eru mikil og merkileg orð einsog þín er von og vísa - og ég bið að heilsa Mala

halkatla, 12.10.2007 kl. 14:49

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali er núna - að mala!

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.10.2007 kl. 15:12

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Siggi, ég keypti kattabókina og þar sá ég mynd af þrenns konar tegundum sem bera þetta marmaramunstur sem mamma hans Mala er með. Það er British shorthair, American shorthair og svo Bengal. Ég veit að Bengal kettir eru ræktaðir hér á Íslandi en þeir eru allir seldir geldir, nema þú kaupir þá held ég á rúmlega þrjú hundruð þúsund krónur eða meira. Svo Mali er náttúrulega af aðalsættum í aðra ættina. En hann er svo óvenju háfættur og það eru American shorthair líka. Ég skal setja mynd af ketti með þetta mynstur inná síðuða mína.

Svava frá Strandbergi , 12.10.2007 kl. 16:24

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eitt finnst mér skrýtið. Afhverju grípa íslenskir fjölmiðlar ekki tækifærið og ræða við veðurfræðinga vegna þessara verðlauna sem allt í einu varða veðurfar? 

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.10.2007 kl. 17:46

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, svo er Mali líka aðalgaurinn á þessari bloggsíðu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.10.2007 kl. 17:51

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sigurður, í dag snýst allt um Geysilegt grín. Fjölmiðlar hugsa ekki um annað í dag.

Ágúst H Bjarnason, 12.10.2007 kl. 18:38

9 Smámynd: Fríða Eyland

Það er ekki líklegt til vinsælda að tala um sólargos hér frekar en annarsstaðar.

Fríða Eyland, 12.10.2007 kl. 20:26

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvernig er heilsan Sigurður? Ertu búin að ná þér?

Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 23:52

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hæ, skoðaðu Youtube myndbandið hjá henni Kötlu bloggvinkonu minni 'Talandi kettir.'

Svava frá Strandbergi , 14.10.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband