Hlýjustu og köldustu dagar í nóvember

Nóvember 1999 var sannarlega óvenjulegur mánuđur. Ţá mćldist yfir tuttugu stiga hiti á landinu í ţrjá daga, fyrst tvo daga í röđ og seinna einn og var vika á milli ţeirra. Hiti hafđi aldrei áđur komist í tuttugu stig í nóvember á Íslandi. 

Ţetta byrjađi međ ţví ađ á  Seyđisfirđi hafđi hámarskshitinn komist í 20,6 stig ţegar gćtt var ađ honum kl. 21 um kvöldiđ ţ. 10.  og var hitinn ţá enn 18,6 stig. Hann var svipađur nćsta morgun klukkan níu ţ. 11 og klukkan 21 sýndi hámarksmćlirinn 19,9 stig. Á Sauđanesvita var hitinn ţ. 11. um og yfir 18 stig alveg frá hádegi til klukkan 18 og ţá sýndi hámarksmćlirinn 20,3. stig. Á Dalatanga var hitinn klukkan 21 ţ. 11. hvorki meira né minna en 22,0 stig bara si svona í vestan stinningskalda eftir ađ hafa veriđ ađeins 11 stig klukkan 18. Á miđnćtti var hitinn ţarma fallinn niđur í 14 stig en ţegar litiđ var á hámarksmćlirinn nćsta morgun stóđ hann í 22,7 stigum og hefur sá hiti mćlst einhvern tíma kvöldiđ áđur, líklega um níuleytiđ. Er ţetta mesti hiti sem mćlst hefur á Íslandi í nóvember. Miđađ viđ dagsmeđalhita er varla hćgt ađ finna glćsilegra met í nokkrum mánuđi nema kannski allsherjarmetiđ, ţrjátíu stigin á Teigarhorni í júní 1939, hvort tveggja er meira en 20 stig yfir međalhita dagsins eftir árstíđinni.     

Eftir ţetta kólnađi og brátt fór í hönd nokkurra daga frostaskafli.

Ţar á  eftir kom svo önnur ótrúleg htabylgja.  Ţann 19. var hitinn á Seyđisfirđi klukkan níu kominn í 17,6 stig og var yfir 17 stigum allt til kvölds en fór mest í 20,7. Á Dalatanga komst hitinn ekki nema í 15 stig ţennan dag en hins vegar í 20,8 á Sauđanesvita og hafđi veriđ 19 stig klukkan níu og á hádegi. Ţar var vindur á sunnan báđa hlýindadagana og nokkuđ drjúgur međ sig. Svona miklir hitar ađ vetrarlagi koma bara í slíkum vindi ţegar vindinum tekst ađ hrifsa hlýtt loft úr háloftunum til jarđar.

Ekki hafa í öđrum mánuđum mćlst tuttugu stig í nóvember á Íslandi. Áriđ 1971 munađi ţó mjóu, ţá mćldust 19,7 á Dalatanga ţ. 10 um miđjan dag. Ţann 24. komu einnig óvenjulegir hitar. Sagt var i Veđráttunni ađ á Kvískerjum hafi ţá veriđ tuttugu og fjögurra stiga hiti en ţar var ekki lögleg veđurstöđ. Á Kambanesi mćldust ţá 18,5 stig.

Mesta frost í nóvember mćldist áriđ 1998, -28,0 stig í Möđrudal á Fjöllum, ţ. 6. Ţá var 25 stiga frost viđ Mývatn og yfir tuttugu stig á nokkrum stöđum öđrum. Mest frost á láglendi og ţađ sem er eiginlega mest spektakúlar kuldi á Íslandi í nóvember var á Stađarhóli í Ađaladal ţ. 24. áriđ 1973,-27.1 stig.  Ţá var ekki mćlt í Möđrudal en á Grímsstöđum á Fjöllum mćldist ţennan dag -26,6 stig. Ţessi mánuđur var međ allra köldustu nóvembermánuđum sem komiđ hafa og mćldist tuttugu stiga frost eđa meira nokkra daga á allmörgum stöđum. Áriđ 2004 varđ mjög kalt á norđausturlandi, -26,5 í Möđrudal og 25 á Grímsstöđum ţ. 21. Á sjálfvirkri stöđ viđ Mývatn mćldist 29,4  en 25,6 á kvikasilfrinu í Reykjahlíđ. Hćđ var yfir norđausturlandi og bjart og mikil útgeislun. Í kalda nóvember 1996 mćldust -26,9stig í Möđrudal ţ. 24., en annars stađar varđ ekki nćrri ţví eins kalt.

Ţađ er eiginlega alveg geggjađ ađ munurinn á mesta og minnsta hita sem mćlst hefur á landinu í nóvember er yfir 50 stig.

Hér fyrir neđan má sjá Íslandskort ţessa hlýju og köldu daga ásamt veđurkerfum viđ jörđ og í kringum 5 km hćđ og hitafariđ í kringum 1500 m hćđ.

1999-11-11_12

Rrea00119991111

Rrea00219991111

1999-11-19_12

Rrea00119991119

Rrea00219991119

1973-11-23_12

Rrea00119731124

Rrea00219731123

1998-11-06_12

Rrea00119981106

Rrea00219981106

2004-11-21_12

Rrea00120041121

Rrea00220041121


Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mig rámar í ţetta, ég hef gaman af veđurfrćđi og veđurpćlingum.

En var ţađ ţá ţetta ár, ţ.e. 1999 sem var methiti á Ţorláksmessu? Ég man ađ um tíu eđa ellefuleytiđ var ég ađ ganga heim til mín frá vinkonu minni á Ţórsgötunni og gekk Laugaveginn og í gegnum miđbćinn. Á kaffihúsum voru stólar og borđ úti og múgur og margmenni í bćnum í hálfgerđu sumarveđri.



 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.11.2007 kl. 21:35

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Takk fyrir ţessa litglöđu sýningu - nćst síđasta myndin bara ţó nokkuđ kynţokkafull!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 13.11.2007 kl. 09:23

3 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Lára: Ţađ hefur fyrir einhverja tilviljun aldrei orđiđ sérlega hlýtt á Ţorloksmessu en kl. 24 í fyrra voru 7.1 stig og ekki orđiđ meiri hiti á seinni árum. Ég blogga fyrst og fremst til ađ koma á framfćri veđurupplýsingum. Allt hitt er aukaatriđi.

Ásgeir: Gjör ţú eigi gys ađ veđursins mikla og kynlega vísdómi!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 13.11.2007 kl. 12:06

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Engu ađ síđur man ég gjörla eftir téđu Ţorláksmessukvöldi ţar sem fólk spókađi sig fáklćtt í miđbćnum og setiđ var úti hvar sem hćgt var.

Og án gríns - veđurfrćđi ER einfaldlega kynţokkafull.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.11.2007 kl. 12:11

5 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Skođanir manna á veđursins uppákomum eru nú ađ verđa hinar kyn(ferđis)legustu!

En Lára: Geturđu kannski afmarkađa ţetta meira í tíma. Blankalogn á Ţorláksmessu og nokurra stiga hiti gćti t.d. alveg fengiđ menn til ađ drífa út stóla en aldrei hefur veriđ tíu til ellefu stiga hiti á Ţorloksmessu en ţá er reyndar yfirleitt rok og rigning. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 13.11.2007 kl. 12:27

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, tímaskyniđ er ekki betra en ţađ ađ nánar get ég ekki afmarkađ ţetta en 1997 - 1999. Ţví miđur.

Og hvađ kynţokkann varđar - horfđu á litina í yfirlitskortunum og reyndu ađ halda ţví fram ađ ţeir séu ekki kynţokkafullir. Svo ekki sé talađ um línurnar í ţeim!

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.11.2007 kl. 12:31

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Í sambandi viđ ţađ sem Lára segir ţá eru árin 2001 og 2002 líkleg fyrir svona hlýindi á Ţorláksmessukvöldi ţótt hitamet hafi ekki veriđ slegin. Er ţađ ekki annars ţannig ađ ef hár hiti mćlist ađ kvöldi til (eftir kl.18), sé hann skráđur til bókar daginn eftir? Ţannig ađ ţessi meinti Ţorláksmessukvöldhiti gćti hafa lent á ađfangadegi 24. des í fćrslubókum.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.11.2007 kl. 21:33

8 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Á Ţorláksmessu 2002 var hitinn 9 stig kl. 21  og 8 stig kl. 24 og hámarkiđ var 9.4 um ţetta leyti en skráđ ţ. 24. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 13.11.2007 kl. 22:07

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, strákar, ţetta var fyrir 2000. Ţađ er ég međ á hreinu. En skömmu fyrir - eins og ég segi í fyrri athugasemd - á bilinu 97-99. Kannski 96, fullyrđi ekki um ţađ. Og mjög minnisstćtt ţví andrúmsloftiđ í bćnum var eins og á vordegi og klćđnađur fólks eftir ţví.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.11.2007 kl. 13:11

10 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Já, Lára ţetta hefur veriđ áriđ 1997. Ţá skrifa ég í dagbókina mína:"Frábćrt veđur, stillt og bjart." Áriđ 2002, ţegar var mjög hlýtt á Ţorláksmessu, var súld fram á kvöld en ţá stytti upp en veđur hefur ţá veriđ rakt og kannski var einhver vindur. En ţađ var hćgviđri í hlýjunni 1997.

Hér fyrir neđan er hćgt ađ sjá hitastigiđ kl. 21 og 24 á Ţorláksmessu frá 1996.

1996: 4, 4 

1997: 6, 8

1998: 0, -1

1999: -2, 4

2000: -1, -0.

2001:   6, 6,

2002:   9, 8

2003: 1, 1

2004: -9, -8

2005: 1, 1

2006: 6, 7                   

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 14.11.2007 kl. 13:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband