Tíu köldustu dagar á landinu í heild frá 1949

Í tilefni af þessu fremur ómerkilega kuldakasti birtast hér kort og yfirlit yfir tíu köldustu daga á landinu frá árinu 1949, samkvæmt mati Trausta Jónssonar veðurfræðings (viðauka 1). Þá er einnig meðalhiti tíu (einn daginn níu) láglendisstöðva á hádegi og mesta frost sem mældist á landinu öllu hvern þessara daga. Ekki er endilega víst að kuldinn hafi verið mestur einmitt um hádegið. En á þessum kortum ætti að vera hægt að glöggva sig á kuldunum á þessum dögum. Fyrst kemur reyndar til samanburðar kort af landinu í dag frá hádegi. Þess skal getið að kl. 15 var frostið í Reykjavík aðeins 5 stig.

Veitið sérstaklega athygli hinum súrrealíska 1. apríl 1968. Sá dagur má teljast konungur hafísáranna. Einhver með nostalgíu!?  

Hér koma sem sagt dagsetningarnar, meðalhiti kl. 12 og mesta frostið á landinu. Allar tölur eru frost-tölur.

 Í dag.  7.4 . Kálfhóll í Holtum 23,7; á hálendi: 30,3 í Veiðivatnahrauni.

1.         3. jan. 1968.      14,0. Hveravellir, 30,4  

2.         6. febr. 1969.     15,9. Hveravellir, 27.2.

3.         7. febr. 1969.     13,6. Þingvellir, 24,5

4.         1. apríl 1968.     13,4. Hveravellir 27,9.

5.         14. des. 1973.    9,4  Hvanneyri, 20,8.

6.         18. des, 1973.    13,9.  Brú á Jökuldal, 23.4.

7.         14. mars 1992.   12,5. Hveravellir, 23,8

8.         24. jan. 1966.     12,2   Reykjahlíð við Mývatn, 24.5

9.         15. jan 1969.      12,3  Hveravelir, 24,2   

10.       1. mars 1998.     11,1  Grímsstaðir, 20.8.  

kl12

1968-01-03_12

1969-02-06_12

1969-02-07_12

1968-04-01_12

1973-12-14_12

1973-12-18_12

1992-03-14_12

1966-01-24_12

1969-01-15_12

1998-03-01_12

 


Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Gott viðtal og myndin góð.

María Kristjánsdóttir, 3.2.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það var hræðilega kalt í nóvember og desember 1973 að minnsta kosti á Austfjörðum.

María Kristjánsdóttir, 3.2.2008 kl. 00:41

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það var kalt um allt land, líka á austfjörðum, þrátt fyrir roðann í austri. Myndin er betri en ég! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.2.2008 kl. 01:26

4 identicon

Nógu merkilegt var það samt f. mig sem hef aldrei verið í meiri kulda í R.vík.

Ari (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 13:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband