Davíð er þá búinn að brjóta bankaleyndina

Davíð Oddsson ætlar ekki að skýra viðskiptanefnd Alþingis frá því hvers vegna Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum og ber bankaleynd fyrir sig. Ef sú leynd er svona mikilvæg þá hlýtur hún líka að hafa náð til þess að seðlabankastjóri minntist yfirleitt á það opinberlega að hafa nokkra vitneskju um hvers vegna Bretar beittu hryðjuverkalögunum gegn bankastofnun.

Davíð Oddson er því augljóslega búinn að brjóta bankleyndina nú þegar. 

Það lýsir kannski best því samblandi af ráðleysi og gerræði sem nú ríkir í landinu að menn í hans stöðu skuli komast upp með slíkt háttarlag án þess að nokkur fái rönd við reist eða reyni það einu sinni. Menn láta bara gott heita.  


mbl.is Davíð ber fyrir sig bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt athugað Sigurður. Það sama og ég hugsaði. Ég vona að nefndarmenn viðskiptanefndar hafi spurt hann þessarar augljósu spurningar.

Smjörklípan hans í viðtalinu við danska blaðið á væntanlega að draga athyglina frá hinu augljósa. Hann hefur gerst sekur um brot á þessari bankaleynd sem hann uppljóstraði sjálfur um í ræðu hjá Viðskipatráði.

Magnús (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 11:36

2 identicon

Ég skora á alla heiðarlega bankastarfsmenn að mölbrjóta þessa bankaleynd. Það væri þjóðþrifaverk.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband