Veðurmet hvers mánaðar á íslenskum veðurstöðvum

Hér birtast í fylgiskjali töflur fyrir hita-og kuldamet fyrir allar íslenskar veðurstöðvar sem athugðu lengur en í örfá ár, allt frá 1871 og fram á þetta ár. Einnig úrkomumet fyrir velflestar íslenskar úrkomustöðvar. Og loks tölur fyrir mestu snjódýpt í hverjum mánuði á nokkrum veðurstöðvum frá 1924, þeim sem einna lengst hafa athugað snjólag.   

Hitamælingar í gamla daga voru gerðar í skýlum sem fest voru á húsveggi. Þau eru ekki talin gefa eins áreiðanlegar mælingar og nútímaskýli sem standa á bersvæði.  Hér er ekkert hirt um þessi skýlismál en þess aðeins getið að búið var að skipta út veggskýlum fyrir frístandandi skýli á öllum íslenskum veðurstöðvum árið 1964. Undir nafni stöðvarinnar eru upplýsingar um, með tölustöfum mánaða, í hvaða mánuði mælingarnar hófust og á sama hátt hvenær þær tóku enda en sumar er auðvitað enn í gangi. Þegar stöð hefur starfað og hætt og byrjað aftur er hægt að sjá hvenær byrjað er og hætt í bæði skiptin. Þegar stöð hefur mælt óreglulega eru upplýsingar um þetta atriði lauslegar, oft aðeins fyrsta upphaf og svo endalok en tekið fram að athuganir hafi verið stopular.   

Þetta gildir líka um úrkomutöflurnar. Það er með með úrkomumælingarnar eins og hitamælingarnar að mæliaðstæður hafa breyst með tímanum.án þess að það verði hér frekar tíundað. 

 

Úrkoman er í mm og snjódýptin í cm. 

Flipar eru notaðir þegar fleiri en ein dagsetning er við eitthvert metið. Í einstaka elstu mælingunum veit ég ekki dagsetningu, aðeinns mánuð og ár.  

           

Töflurnar byrja á Reykjavík og er síðan farið norður og austur um landið og endað á Keflavíkurflugvelli. Reynt er að raða stöðvum saman sem eru á sama eða svipuðu veðursvæði.   

Bent er á fróðlegar greinar Trausta Jónssonar veðurfræðings  Hitabylgjur og hlýir dagar og Kuldaköst og kaldir dagar þar sem fjallað er um æði margt varðandi hitamælingar.    

Búast má við villum í þessum töflum, ekki síst lúmskum innsláttarvillum, og verða þær leiðréttar undir eins og upp um þær kemst. Einnig geta verið gloppur eða meinlokur sem vonandi uppgötvast sem fyrst til lagfæringar.         

Heimldir fyrir töflunum eru í fyrsta lagi Meteorologisk  Aarbog, 1872-1919, sem danska Veðurstofan gaf, Íslenzk veðurfarsbók 1920-1923, sem Veðurfræðideild Löggildingarstofunnar í Reykjavík gaf út, Veðráttan, mánaðar-og ársyfirlit Veðurstofu Íslands frá 1924, og eftir árið 2006 eru notaðar  veðurfarsupplýsingar frá Veðurstofu Íslands á vefsetri hennar.  Auk þess er stöðugt  fylgst með daglegum upplýsingum frá Veðurstofunni á vefsetri henar og töflunum breytt þegar ný og glæsileg met verða sett.

Hitametin eru á Sheet  1 í meðfylgjandi skrá, úrkomumetin á Sheet 2 og snjódýptin á Sheet 3. Á blaði 1 er í undirbúningi að setja upp hitamet fyrir allmargar sjálfvirkar stöðvar. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband