Gífurlega annarlegar hvatir

Nú segist Guðlaugur hvergi hafa komið nærri þessu. Líklega hefur þetta gerst fyrir tilverknað heilags anda og án vitundar nokkurs manns í flokknum. Miljónirnar streyma bara að fyrir gæsku skaparans.

Óefað er samt að styrkurinn var veittur og ómerkilegt af Guðlaugi að gefa í skyn að einhverjar annarlegar hvatir séu á bak við það að menn reyni að upplýsa þetta mál sem áreiðanlega er ekki auðvelt.

Mér finnst það alltaf botninn þegar menn ætla mönnum sem segja eitthvað óþægilegt einhverjar hvatir, því alltaf skulu þessar hvatir ekki vera par fallegar hefur þvert á móti pervert og annarlegar. 

En það er kannski ekki við öðru að búast af botninum. 


mbl.is Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það var með því aumasta sem maður hefur heyrt að heyra í Guðlaugi í sjöfréttum RÚV. Hann gat ekki einu sinni talað hreint út.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.4.2009 kl. 18:26

2 identicon

Eiginlega fannst mér samt Kjartan Gunnarsson vera mun hallærislegri og slímugri en Guðlaugur.  Þvílíkir vibbar!

Malína (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 20:22

3 identicon

Minnir mig á lokalínu í grínkvæði um guðhræddan tryggingasvindara: "Þénar á flestu hinn frómi"

Gunnar Ægisson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband