Allsberir þingmenn

Nú er búið að afnema þá skyldu þingmanna að hafa bindi um hálsinn.

Áfram er þess krafist að þeir séu snyrtilegir. Það þýðir að þeir eigi áfram að vera í jakkafötum og svoleiðis. Ofboðslega smáborgaralegir.

En væri það ekki snyrtilegt að koma í ræðustól á þingi í glænýjum gallabuxum og leðurjakka og með hringi bæði í eyrunum og nefinu?  Nei, Það yrði víst ekki leyft. Ekki nógu snyrtilegt!

Ekki skil ég svona yfirborðsmennsku.

Hvaða máli skiptir klæðnaður þingmanna? Er það ekki ráðsnilldin við að setja landinu lög sem gildir?

Mér væri fjandans sama þó þingmennirnir væru allsberir ef einhver dugur væri í þeim að öðru leyti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Það yrði nú misfögur sjón

Hólmfríður Pétursdóttir, 13.5.2009 kl. 20:38

2 identicon

Jón Bjarnason allsber?   Ég er ekki svo viss...

Verst að Hilmir Snær situr ekki á Alþingi...

Malína (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 21:09

3 identicon

Yrði forsetinn tekinn alvarlega ef hann héldi opinbera ræðu með forsetum heims í ermalausm bol og skotapilsi með grænan fjaðrahatt? tee hee

EE elle (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 21:15

4 Smámynd: Hlédís

EE elle!

Hvað með skoskan forseta? Væri hann ósnyrtilegur í pilsi?  Má sem sagt gaula og jarma í ræðustóli á þingi - jafnvel tefja störf þess vikum saman - en fjaðrahattur eða pils á karli færi alveg með mannskapinn?!

Hlédís, 13.5.2009 kl. 21:33

5 identicon

Nei, Hlédís, skoski forsetinn væri fínn í skotapilsi.  Og engin lítilsvirðing við Skota ætlunin.  Pilsið var mistök og ég dreg það til baka.

EE elle (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 22:17

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það er nú ekki allt gáfulegt sem upp úr þingmönnum kemur í ræðustólunum á Alþingi og ekki möguleiki að taka þá alvarlega.

Horfið á þetta örstutta myndband og segið mér svo hvort þið hefðuð viljað hafa manninn nakinn í ræðustólnum við blaðrið? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.5.2009 kl. 22:20

7 identicon

Grétar Mar nakinn!!  Hjálp!! 

Malína (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 22:29

8 Smámynd: Hlédís

Setjum hann amk í pils og bol!

Hlédís, 13.5.2009 kl. 22:47

9 identicon

En hvað mennirnir eru dauðahljóðir?  Þögnin er ærandi! 

EE elle (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 23:27

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvaða menn?

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.5.2009 kl. 00:29

11 identicon

Bönnum menn í jakkafötum, treystir einhver mönnum í jakkafötum?
Hjó eftir því í gær að Tryggva alþingismanninum nýja fannst þetta ekki nægileg virðing við alþingi að vera bindislaus... sumir vita ekki vað virðing er.. telja hana felast í einhverju outfitti... kannski Tryggvi ætti að sækja það fast að fá svona klerkabúning.. eða eitthvað

DoctorE (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 07:50

12 Smámynd: Hlédís

EE elle!  Ég segi eins og Sigurður: Hvaða menn? Þú átt sennilega við karl-menn, því nógu mörg komment eru frá kven-mönnum

Tryggvi veit etv lítið um virðingarverða framgöngu. Varla er honum meinað að bera hálstau.

Hlédís, 14.5.2009 kl. 09:25

13 identicon

 Já, Hlédís, ég meinti sko alvöru menn, he.  

EE elle (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 12:31

14 Smámynd: Hlédís

EE elle!

Ef kven-menn eru ekki "alvöru" menn - hvað eru þeir þá?

Ég tek fram að ég er ekki að stunda orðhengilshátt hér og tel þetta mikilvæga umræðu. Það er  mikilvæg staðreynd að í íslensku þýðir orðið maður meira en eingöngu karlkyns útgáfu af tegundinni!

Hlédís, 14.5.2009 kl. 12:54

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Elle: En eru einhverjir platmenn í umræðunni?

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.5.2009 kl. 12:59

16 identicon

Ég viissi um leið og þetta fór út í loftið að þú sæir hvað þetta var vitlaust.  Hjálp!  Við erum öll alvöru-fólk-menn.  Þó eru sum okkar að mér meðtaldri enn með aulakímni.  Hjálp, Sigurður, nú er ég búin að grafa mig niður í holu og kemst ekki upp.

EE elle (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 13:02

17 Smámynd: Hlédís

Kær EE elle!

Við togum þig STRAX upp! Þó það nú væri

Hlédís, 14.5.2009 kl. 16:09

18 identicon

Ji, hvað það er gleðilegt að vita að ég þarf ekki að dúsa hér niðri lengur.  SmilieSmilieSmilie 

EE elle (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 16:27

19 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Aulahúmor er bannaður á þessari streit, virðulegu og alvörugefnu bloggsíðu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.5.2009 kl. 16:41

20 Smámynd: Hlédís

Þar höfum við það, kæra EE elle

Okkur sem sé útskúfað! Ha-h-h!

Hlédís, 14.5.2009 kl. 19:09

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það held ég nú.

Það er nú líkast til. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.5.2009 kl. 19:11

22 identicon

Ég vona samt að við með kvikindislega húmorinn fáum pláss hérna áfram með sníkjubloggin okkar?

Malína (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 19:16

23 identicon

Við Hlédís finnum okkur bara alvöru bloggsiðu.  Eins og með veðri og svoleiðis.  Það held ég nú.  Weather Smilies Silly Smilies

EE elle (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 20:15

24 Smámynd: Hlédís

Det gör vi sgu, EE elle!

.

"Það er nú svo

og svo er nú það -

og svo er nú þetta fullkomnað!"

Hlédís, 14.5.2009 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband