Óvenjulegur sólar-og hlýindakafli í maí

Maí var sá sjöundi sólríkasti í Reykjavík frá upphafi mælinga. Sólin skein í 280 klukkustundir.  Sólríkastur allra maímánaða var árið 1958, 330, 1 klst. En næstur í röðinni kemur maí 2005 þegar sólskinsstundirnar voru 317,7.

Síðasti maí var líka vel hlýr, 7,7 stig, held ég, en var samt heilu stigi kaldari en maí í fyrra sem var sá hlýjasti síðan 1960. Úrkoma var vel yfir meðallagi.

Eiginlega var þessi síðasti maí samt notalegri en í fyrra. Það er ekki aðeins sólin sem veldur heldur einnig gott hlýindatímabil sem hófst þann 12. og stóð í nokkra daga.

En merkilegast var þó að í 9 daga í röð frá þ. 14. skein sólin í 10 klukkustundir eða meira hvern dag. Það hefur ekki gerst í maí áður nema 1.-9. árið 1958 og 17.-25. árið 1967.

Meðalhiti sólarhringsins þessa 9 daga núna var 10,0 stig en sólarstundirnar voru 123,4.  Þetta er óvenjulega hár meðalhiti en langir sólarkaflar í maí eru nánast alltaf kaldir.

Til samanburðar voru sólarstundirnar samfelldu 9 dagana árið 1958 125,3 klst. en meðalhitinn var aðeins 3,4 stig, en árið 1967 voru samfelldu sólarstundirnar 135,4  en meðalhitinn var 6, 4 stig. Mesti hiti sem mældist þessa daga 1958 var 12,0 stig en 1967 12,9 stig. Núna fór hitinn í 18,3 stig, þ. 17. (Þegar Jóhönnu Guðrúnu var fagnað á Austurvelli), daginn áður í 16,9 stig og daginn eftir í 16,2 stig. 

Vegna hitans í síðasta maí má því alveg segja að í þeim mánuði  hafi borgarbúar notið lengsta samfellda hlýinda og- sólarkafla sem dæmi eru um frá því mælingar hófust í máimánuði. Hlýrri tímabil hafa komið sem staðið hafa færri daga en með meiri hita, minnisstæðast árin 1960 og 1988.

Hægt er líka að finna kringum hálfsmánaðar sólarkafla í maímánuðum þar sem sólarstundir hafa flesta daga verið yfir 10 klukkustundir en inni á milli hafa komið dagar með minna sólskini. Allir hafa þessir dagar verið kaldir að meðaltali og engin tímabilana náð 10 stiga meðalhita en stundum verið sæmilega hlýir dagar með öðrum köldum. 

Við megum því vel við una í upphafi rigningasumarins alræmda árið 2009!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Gott að sjá færsu frá þér aftur.

Ég man þennan bjarta og oft hlýja maí 1958. Ég las úti, ég borðaði út, ég meira segja straujaði  úti.

Það var þá. Nú er ekkert straujað og lítið farið út, en gott er blessað sólskinið samt.

Hólmfríður Pétursdóttir, 1.6.2009 kl. 12:48

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Takk fyrir þetta. Það er í raun merkilegt að þótt mánuðurinn sé þetta kaldari en í fyrra þá sýnist mér hann samt vera næsthlýjasti maí síðan '74.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.6.2009 kl. 14:25

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

má ´eg minna á,sá vindasamasti, hvassasti.

Helga Kristjánsdóttir, 1.6.2009 kl. 17:21

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú ert alveg harðákveðinn í að hafa rigningasumar, Siggi! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.6.2009 kl. 17:37

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hann var ekkert sá vindasamasti. Allra síst samfelldu sólardagana. En vindhraðu hefur þó líklega verið nokkuð yfir meðallagi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2009 kl. 17:39

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Lára, eins  og ég hef sagt áður skal ég hundur heita ef ekki verður rigningarsumar. Voff!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2009 kl. 17:40

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Já, þá skaltu hundur heita og koma í fótbolta með okkur Kötlu á Landakotstúni í rigningunni!

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.6.2009 kl. 17:41

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú munt ekki finna neinn mun á mér og Kötlu eftir 40 daga rigningu dag og nótt. Við verðum bæði hundblaut!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2009 kl. 17:48

9 identicon

Það verður bara fínt fyrir okkur inniklessurnar að fá rigningarsumar.  Þá fáum við góða ástæðu til að hanga inni í sumarfríinu án þess að nokkur hneykslist á okkur né reyni að draga okkur upp um fjöll og firnindi.

Ég hlakka til innipúkasumarsins.

Malína (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 18:56

10 identicon

Og fer þessi rigning ekki að hefjast? Indifferent smiley 1

EE elle (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 19:33

11 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Veðrið er íhaldssamt. Það hafa verið vestanáttir undafarið amk. hér við Flóann. Þær kalla á bleytu en oftast kaflaskipta bleytu. Sigurði gæti orðið að ósk sinni að einhverju leyti.

Sigurbjörn Sveinsson, 1.6.2009 kl. 19:49

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er ekki ósk mín heldur spádómsgáfan ógurlega!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2009 kl. 19:54

13 identicon

Enginn vottur enn af nanó-dropa úr lofti. Indifferent smiley 1

EE elle (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 23:09

14 identicon

Rigningin byrjar vonandi ekki fyrr en ég fer í sumarfrí - seinna í þessum mánuði...

Malína (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 00:07

15 identicon

Talandi um rigningarsumur; eitt mesta rigningarsumar, sem ég man eftir um sunnan- og vestanvert landið var 1955. Hef reyndar grun um að einhver sumur hafi komið sambærileg síðan, en ég hafi sloppið við þau vegna búsetubreytinga á tímabilinu. Hef tröllatrú á að þú hafir tölur um þetta atriði, sem önnur veðurfarsafbrigði og meðaltöl. Kv.

Bótólfur (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 07:28

16 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Sumarið 1955 virðist öllum minnisstætt hér sunnanlands sem afburða rigningarsumar og öllum öðrum fremra.

Sigurbjörn Sveinsson, 2.6.2009 kl. 09:50

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sumarið 1955 var frægt rigningarsumar og lengi til þess vitnað. Síðar hafa komið mikil rigningarsumur svo sem 1969 og 1984 að ógleymdu kalda rigningarsumrinu 1983. En það er sérstaklega eftirtektarvert að ekki hefur komið heilt rigningarsumar á suðurlandi eftir 1984.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2009 kl. 10:11

18 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Enn er von!

Sigurbjörn Sveinsson, 2.6.2009 kl. 10:21

19 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er næsta víst að það mun koma rigningarsumar, spurningin er bara hve nær.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2009 kl. 10:33

20 identicon

Fáum við ekkert að sjá Lamasessinn neitt meira sem var hérna fyrr í dag?  Þetta voru orðnar svo assgoti fjörugar umræður.  Sú síðasta kom frá einhverjum sem var skriðinn ofan í pokann hjá Fljúgandi Kengúrunni...

Malína (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 19:34

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er í bloggógeðskasti og finnst allt blogg fánýtt nema veðurblogg. Fljígandi kengurublogg er kannski líka ágætt, að minnsta kosti ef sjálfur Doksi er í pokanum. Hvað er í pokanum? - Doksi!

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.6.2009 kl. 19:48

22 identicon

En hvað varð um regnið?  Fór það líka ofan í pokann?

EE elle (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 21:02

23 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þið fylgir ykkur svalur andblær - eins og veðrinu.

Sigurbjörn Sveinsson, 3.6.2009 kl. 22:16

24 identicon

Við erum svalur andblær.    High Five

EE elle (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 22:52

25 identicon

Hvað varð um öll hallelúja bloggin eiginlega... gengur ekki að fara og skipta um umræðuefni ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 11:31

26 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Þú reiknar semsagt með rigningu í 40 daga og 40 nætur. Það verður samt varla annað eins flóð og skolaði örkinni upp á Araratsfjöll.

Hólmfríður Pétursdóttir, 4.6.2009 kl. 11:43

27 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Setti aftur inn hallelúkjabloggin - bara af því að Doksa finnst svo gaman að steypa sér kollhnís í pokanum á fljúgandi risakengúrunni sem er náttúrlega bara guð.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2009 kl. 12:46

28 identicon

Guð hjálpi þér þegar Docsi kemur úr messu og les þetta.   AIM and AOL Instant Messenger Smileys and their keyboard shortcuts

EE elle (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband