Öfugmæli

Veðufréttamaðurinn í sjóvarpinu í kvöld tönnlaðist á veðurblíðu sem spáð er sunnanlands á morgun. Samt verður frost allan sólarhringinn. Í gær var glaðasólskin og 3-5 stiga hiti í Reykjavik. Það má hiklaust kalla blíðu en var ekki kölluð það í veðurfréttum. 

Í dag var bjart en frost mátti heita allan daginn í Reykjavík, hámkarskhitinn varð +0.1 stig. Það kalla ég hins vegar ekki neina blíðu. Frostið bítur en strýkur ekki blíðlega um vanga. Á morgun verður líklega frost allan daginn. 

Bjart veður með frosti þó um vetur sé finnst mér ekki vera nein veðurblíða. Það er bara öfugmæli. En það má kalla það fagurt veður ef menn vilja.

Að geti komi raunverulega blítt veður um hávetur í glaða sólskini sýna sumir síðustu dagar svo ekki verður um villst, ekki bara gærdagurinn heldur líka 8. og 9. febrúar sem voru sólríkir og nær frotlaustir allan sólarhringinn og með þriggja til fimm stiga síðdegishita. En enginn hefur haft fyrir því að nefna veðurblíðu um þessa daga.  Það er þó alveg himinn og haf hvað blíðleika varðar milli þeirra og þess sen spáð er fyrir morgundaginn. En svo þegar kemur bjart veður með frosti - köldustu dagar ársins á suðurlandi - þá er allt í einu komin veðurblíða!

Skil nú bara satt að segja ekki svona tilfinningaleysi fyrir verðurlagi og fyrir merkingu orða.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 15. febrúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband