Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Stofustáss

Betra en nokkur postulínshundur. Smellið þrisvar.

2008_23111.jpg


Nýr vefur Vefurstofunnar

Ég ætla ekki að sinni að fjölyrða um nýjan vef Veðurstofunnar enda gert smáúttekt á hinum gamla  áður en þessi nýi er í meginatriðum eins og sá gamli. Eitt atriði vil ég þó gera að umtalsefni. Á forsíðu er hægt að sjá mesta úrkomu á landinu og mesta og minnsta hita. En það vantar alveg tímakvarða. Það er bara sagt: í dag. Það er allsendis ófullnægjandi.  Á öðrum stað á vefnum kemur freyndar ram að þetta sé fræa miðnætti en það þarf að koma fram við töflurnar sjálfar. Það er heldur ekki greint á milli mannaðra og sjálfvirkra stöðva. Einnig þyrfti að  vera hægt að smella á viðkomandi stöðvar til að komast beint inn á þær til frekari skoðunar. (Það er hins vegar gleðiefni að loksins er búið að útrýma þrálátustu villu í heimi sem var sú að lágmarkshiti sjálfvirkra stöðvar sem sýndur var á hverjum morgni var ekki neinn raunverulegur lágmarkshiti yfir marga klukkutíma heldur einungis hvað þær sýndu lægst við athugun kl. 9!).

Svona töflu þarf svo að útbúa fyrir allar stöðvar, ekki aðeins þær sem mæla mest og minnst. Eins og þetta hefur reyndar þegar verið sett upp á  elsta vef Veðurstofunnar (þetta er víst þriðji vefurinn og allir í gangi samtímis) er nú það allra besta hvað skeytastöðvarnar varðar. Vonandi verður því ekkki breytt eða það tekið niður. 

Viðbót: Mér finnst ótækt að hafa í þessum forsíðuskrám lágmarkshitann í einum graut frá stöðvum í byggð og á heiðum. Í dag (25.3.) eru það t.d. Holtavörðuheiði og Kleyfaheiði sem eru efstar á blaði en engin byggðastöð kemst á blað. Auk þess eru þetta aðeins sjálfvirku stöðvarnar sem sjást á þessum listum. En vonandi koma seinna svona listar fyrir allar stöðvar, vélrænar sem mannaðar. 


Horft til framtíðar

Næst töpum við 14:2 fyrir Færeyingum.

 


Dagshitamet í Reykjavík

Á fimmtudaginn, 19. mars, var dagshitamet slegið í Reykjavík. Hitinn fór í 10,1  stig, kringum kl. 15, en var 9,7 stig kl. 15. Þetta er mesti hiti sem mælst hefur þennan dag í Reykjavík sem vitað er um. Meðalhiti sólarhringsins var einnig sá hæsti þennan dag, 8,5 stig með dálitlum fyrirvara.  

Hitinn í Reykjavík er samt ekki sá mesti sem komið hefur svo snemma vors. Í mars 1964 mældust 10,5 stig þ. 15. og um hávetur, 5. janúar 2002, mældust 10,6 stig í borginni og 10,5 daginn eftir.  

Meiri meðalhiti en mældist á fimmtudaginn hefur komið fyrr á árinu í öllum mánuðunum, janúar, febrúar og í mars fyrir þ.19.

Dagshitametið fyrir mesta hita á öllu landinu var ekki slegið.

Var að uppfæra veðurdagatalið í tilefni af þessu. 

Lesið veðurdagatalið daglega! Fylgist með nýjustu  tískusveiflum í veðrinu! Fylgist með gróðurhúsaáhrifunum leggja undir sig heiminn!

Umfram allt: Fylgist með! 


KOMINN Í SAMBAND

Nú verður allra veðra von á þessari síðu! 

DevilWinkHalo


Það held ég

Það er nú líkast til.

Sambandslaus í helvíti.


Börn Satans á Omega

Ég hef ekki aðgang þessa dagana að neti né síma. Vodafone er viðskiptavinum svo vinsamlegt að taka heila eilífð að flytja símann ef maður flytur.

Í útlegðinni hef ég stytt mér stundir við að horfa á Omega.

Engum sæmilega hjartaprúðum manni með lágmarks kristilegan sans dylst að flestir þessara  ógeðlega gömlu og skorpnu kalla sem þar þruma yfir lýðnum eru ekki aðeins síkópatar heldur ganga þeir mjög augljóslega erinda Satans í lostafullri halelújafanatík sinni.

Þetta eru börn djöfulsins sem dyljast bak við guðsorðið.

Það blasir við öllum kristilega sinnuðum mönnum að sjónvarpsstöðin Omega er eitt viðurstyggðarlegt verkfæri Satans til að fordjarfa frómar sálir.

Gjört á Borgarbókasafninu.


Vonbrigði Kolbrúnar

Slakt gengi Kolbrúnar stafar fyrst og fremst af því að fólk finnur að hún er innantóm blaðurskjóða sen enginn flokkur getur verið stoltur af.

Slíkt fólk á ekki að vera einn atkvæðamesti fulltrúi nokkurs flokks hvað svo sem skoðunum líður.

Menn eru ekki á móti Kolbrúnu af því að hún gefi ekki ''afslátt'' í umhverfismálum eða kvenfrelsismálum heldur af því að málfutningur hennar er oft illa hugsaður og yfirborðslegur.

 


mbl.is Keik og stolt í sjötta sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Máttlausar bænir

Í messunni áðan í útvarpinu var hinn himneski faðir beðinn um að gefa stjórnvöldum visku  til að stjórna og   margt og margt fleira var beðið um.

Allan græðgitímann var guð líka beðinn um að gefa stjórnvöldum visku.

Viskan varð samt aldrei að raunveruleika.

Bænirnar voru til einskis. 

Hvernig nenna menn að halda áfram þessu bænatauti í hverri einustu lúterskri messu? 

Má ekki leggja þennan meiningarlausa ósið niður?

Það er bara andskotans ekkert gagn af honum.


Að kaupa þjónustu sem er í boði

Þegar eitthvað er boðið til sölu þá er þess vænst að einhver kaupi.

Stundum er ólöglegt að selja eitthvað. Þegar það er samt gert eru báðir aðilar taldir sekir, en kannski sá sekari sem er að selja, bjóða eitthvað fram.

Þess munu fá eða engin dæmi að það sé ólöglegt að kaupa þjónustu sem í boði er en ekki bjóða hana fram. Að kaupandinn verði sjálfkrafa sakamaður en ekki seljandinn.

Manni finnst slíkt ekki bara órökrétt heldur beinlíinis ranglátt.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband