Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Fylgiskjalið komið inn

Fylgiskjalið sem er burðarás þessa veðurbloggs hefur ekki virkjast i nokkra daga og er ekki enn séð fyrir endann á þeim vandræðum en mér tókst þó að setja það inn áðan.

Fylgiskjalið sýnir daglegan gang ýmissa veðurþátta fyrir Reykjavík og landið á blaði 1 en fyrir Akureyri á blaði 2.

Vek sérsaka athygli á dægurhitameti fyrir landið í fyrradag. Þá mældust á kvikasilfursmnælinn á Dalatanga 19,0 stig rétt eftir kl. 18 (sem eftir reglum Veðurstofunnar eru skráðar á þ. 27, en anarkistinn Nimbus virðir engar reglur) en 20,2 á sjálfvirka hitamælinum. En það er yfirlýst stefna Nimbusar að taka aðeins mark á kvikasilfursmælingum á þeim veðurstöðvum sem mæla hita bæði með kvikasilfursmæli og sjálfvirkum.

Rétt einu sinni kemur nú ekki upp síðan á vef Veðurstofunnar með upplýsingum um mannaðar veðurstöðvar á þriggja tíma fresti með ýmsum krækjum líka á sjálfvirkar stöðvar. En frá þeim mönnuðu sjást þarna upplýsingar um mælingar á þriggja tíma fresti og hámarks og lágmarksmælingar á hita og mælda úrkomu. Margar eyður eru í  töflunum vegna þess að búið er að leggja margar mannaðar stöðvar niður. En allmargar eru enn við lýði.

Mér finnst óskiljanlegt að þessar upplýsingar um mannaðar stöðvar eftir spásvæðum, sem eru reyndar á gamla vefnum séu ekki uppfærðar og settar með pompi og pragt á þann nýja þar sem auðvelt yrði að ganga að honum. Þess í stað húkir hann ár eftir ár á gamla vef Veðurstofunnar og dettur alltaf út annað kastið. 

Þetta minnir reyndar á það að mér finnst ýmsu á vef Veðurstofunnar vera að hraka. En ég nenni ekki að gera frekari grein fyrir því að sinni.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Plebbalegt kosningavígorð

''Kjósum betra veður í Reykjavík''!

Þetta er ugglaust plebbalegasta vígorð sem notað hefur verið í nokkurri kosningabaráttu á Íslandi.

Reyndar hefur veðurfar í Reykjavík tekið miklum breytingum til hins betra á þessari öld miðað við það sem var svona 30 til 40 síðustu ár tuttugustu aldar. 

Mánuðurinn er nú í kringum meðallagið 1961-1990  að hita í Reykjavík  en meira en heilt stig undir því á Akureyri. Er þetta meðallag þó eitt hið kaldasta fyrir nóvember sem hægt er að finna. Nóvember var sá mánuður sem mest kólnaði eftir hlýindatímabilið hið fyrra á tuttugustu öld.

Framundan virðist vera umhleypingar, ýmist sæmilega hlýtt eða verulega kalt.

Ekki blæs því sérlega byrlega fyrir meðalhitann í þessum mánuði.

Fylgiskjalið fylgist með ósköpunum! 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband