Fćrsluflokkur: Íslensk veđurmet

Nokkur úrkomumet októbermánađar ţegar fallin

Ţótt enn séu nokkrir dagar eftir af mánuđinum er ljóst ađ nokkur úrkomumet í október á suđur-og vesturlandi eru ţegar fallin. Ţar má nefna Kirkjubćjarklaustur, Vatnskarđshóla í Mýrdal, Andakílsárvirkjun í Borgarfirđi og Ásgarđ í Dölum. Sumar ţessara stöđva hafa mćlt í meira en hálfa öld.

Á Hveravöllum og Sámsstöđum í Fljótshlíđ eru ekki lengur mannađar veđurstöđvar en eftir sjálfvirku mćlunum ađ dćma hefur ţar rignt meira en nokkru sinni í október. 

Nokkrar stöđvar eru í stórhćttu ađ falla, svo sem Stórhöfđi í Vestmannaeyjum, Eyrarbakki - og  Reykjavík og meira ađ segja líka Kvísker í Örćfum, úrkomumesti stađur landsins.

Allt verđur ţetta ljóst í mánađarlokin.    


Áfram međ hitametin börnin góđ!

Jćja! Ţessi dagur var enn stórbrotnari í hitametunum en í gćr.

Í fyrsta lagi mćldist mesti hiti sem nokkru sinni hefur mćlst á mannnađri veđurstöđ á Íslandi í apríl. Ţađ var 21,9 stig á Stađarhóli, hvar annars stađar, en ţar hafđi áđur mćlst hćst 19,3 ţ. 19. áriđ 2003. Gamla íslandsmetiđ var 21,2 stig sem mćldist á Sauđanesi 18. apríl 2003.

Í öđru lagi mćldist mesti hiti sem mćlst hefur á sjálfvirki veđurstöđ í apríl, 23,0 stig í Ásbyrgi. Gamla metiđ var 21,4 á Hallormsstađ 19. apríl 2003.

Ţađ gekk sem sé eftir ţađ sem ég heimtađi í fćrslu minni í gćr: enn flottari hitamet en ţá mćldust.

Af öđrum spektakúlar metum má telja (gömlu metin innan sviga) 21,5 stig á Akureyri en ţar eru til mćlingar frá 1882 (19,8 ţ. 22. 1976), 19,2 í Ásgarđi  (15,5, ţ. 19.  2005), 19,6 á Bergsstöđum (15,9 ţ.18. 2003), 17,2 á Hólum í Dýrafirđi (15,9 ţ. 19. 2005), 16,0 í Ćđey (15,0 í gćr), 14,5 á Lambavatni ((13,6 í gćr), 18,7 á Grímsstöđum (18,4, ţ. 18. 2003) en ţar ná mćlingar til 1907. Auk ţess mćldust 20,7 á Torfum í Eyjafirđi ţar sem mćlt hefur veriđ ađeins í kringum tíu ár. Í Stykkishólmi komst hitinn í 16,2 stig og hefur ţví náđ 16 stigum tvo daga í röđ sem er auđvitađ algjört einsdćmi í arpíl.

Ţetta er glćsilegur árangur! Hvađ nýju metin eru mikiđ hćrri víđa en ţau gömlu er eftirtektarvert og minnir ţessi hitabylgja í offorsi sínu eftir árstíma nokkuđ á ágústbylgjuna miklu sem kom áriđ 2004. Guđ gefi ađ viđ fáum ađra slíka núna í júlí!  

Á ýmsum sjálfvirkum stöđvum varđ ćđi heitt ţó ekki sé hćgt ađ tala um met vegna skamms athugartíma: 22,2 á Möđruvöllum í Hörgárdal, 21,7 á Végeirsstöđum í Fnjóskadal, 21,0 á Torfum, 20,9 á Húsavík (metiđ á mannađri stöđ ţar 1924-1995 var ađeins 17,7), 20,3 á Brúsastöđum og 19,8  á Ţeistareykjum. Svo skulum viđ vona ađ á morgun falli öll ţessi met og líka metin frá í gćr. En ţađ er nú bara von.

Og ţađ er blessuđ blíđan! Og allir eru glađir og sáttir!  


Aprílhitametin falla á vesturlandi

Núna klukkan 15 var ljóst ađ aprílhitamet höfđu falliđ á nokkrum stöđum á vesturlandi. Fyrst skal ţá frćgan telja sjálfan Stykkishólm, ţar sem mćlingar ná til 1872, en ţar var hitinn 15,.  kl. 15 en gamla metiđ var 15,0 frá 1942.  Í Stafholtsey voru 17,2 stig en aldrei áđur hefur hitinn í öllum Borgarfirđi náđ 17 stigum í aprílmánuđi en mćlingar í hérađinu ná til 1924. Á Hjarđarlandi, ţar sem mćlingar ná reyndar ađeins til 1990, var líka komiđ met kl. 15, 15,5 stig. (Á sjálfvirka  mćlinum ţar var hámarkiđ 15,0 stig svo ekki eru ţađ nú alltaf sjálfvirku mćlarnir sem grípa mesta hitann eins og oft er ţó látiđ í veđri vaka!) Allt eru ţetta mćlingar á kvikasilfursmćla. Margar stöđvar mćla nú međ sjálfvirkum mćlum sem áđur mćldu međ kvikasilfri og fćkkar sífelld stöđvum sem mćla međ kvikasilfri og gerir ţađ stađfestingu meta vćgast sagt erfiđa.  Á Ţingvöllum hafđi hitinn á sjálfvirka mćlinum í dag fariđ í 16,6 stig sem er meira en heilu stigi hćrra en hćst var ţar mćlt á kviksilfursmćli í apríl um 55 ára skeiđ.

Ţađ er ađallega vesturland sem er hitametavćnt í ţessari snörpu og björtu suđaustanátt. En norđur og austurland međ sín rúmu 20 stig sem aprílmet njóta sín ekki eins vel hvađ met snertir. Samt er ţarna hlýjasta og besta veđriđ á landinu en hefur bara einstaka sinnum orđiđ enn hlýrra áđur.   

Meti hiti sem mćlst hefur í Reykjavík í apríl er lágkúruleg  15,2 stig, frá 29. 1942  og sár vantar nýtt tryllingslegt met, helst ein 17 stig. En ég held ađ ţađ náist ekki núna. En viđ vonum samt ţađ besta.

Hitt er annađ mál ađ ţessi hiti sem ţó er núna í bćnum, 13,5 stig klukkan 15, nýtur sín ekki almennilega fyrir ţessu andskotans roki sem reyndar hefur einkennt allan ţennan mánuđ. Ţó hann sé langt fyrir ofan međallag í hita hefur hann veriđ úrkomusamur og einkennilega hryssingslegur.  

En ţó ekki nándar nćrri ţví eins og skapiđ í mér um ţessar mundir. Ţađ stendur hins vegar allt til mikilla bóta.

Ţađ léttist nefnilega á mér yggilbrúnin ţegar hitauppgjör Veđurstofunnar birtist upp úr klukkan 18 og öll glćsilegu hitametin koma fram.   

Viđbót um nýju aprílhitametin: Aprílmet á kviksilfurmćla sem fuku í dag: 17,2 í Stafholtey, 16,4 í Stykkishólmi, 13,6 á Lambavatni, 16,0 í Bolungarvík, 15,0 í Ćđey, 17,6 á Reykjum í Hrútafirđi, 15,6 á Hjarđarlandi og jöfnun á Hćli 14,8. Metin í Bolungarvík, Ćđey og  á Reykjum eru tveimur til ţremur stigum hćrri en ţau gömlu.

Á sjálvirku stöđinni á Haugi í Miđfirđi mćldist réttur 18 stiga hiti en á mönnuđum veđurstöđum í dalnum sem lengi var haldiđ úti hafđi mest mćlst 15,5  í apríl áriđ 1942. Alveg örugglega hlýjasti apríldagurinn í ţessari sveit eins og í Hrútafirđinum. Hins vegar standa aprílmetin á Blönduósi og í Skagafirđinum óhögguđ. Í Vatnsdal var líka ćfintýrlega gott veđur, hitinn fór í 18., stig á Brúsastöđum í hćgum vindi  og sólskini.   

Á morgun viljum viđ svo fá enn flottari met!  

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband