Bloggfærslur mánaðarins, mars 2023

Mesti og minnsti hiti á íslenskum veðurstöðvum

Í fylgiskjalinu eru töflur um mesta og minnsta hita í hverjum mánuði á langflestum íslenskum veðurstöðvum. Þeim stöðvum sem athugað hafa í mjög skamman tíma er þó sleppt. Þessu hefur verð safnað á löngum tíma, Heimildirnar eru veðurbækur stöðvanna, rit dönsku veðurstofunnar Det Meteorlologike Arbog, Íslenzk veðurfarsbók 1920-1923, Veðráttan, mánaðarrit Veðurstofunnar 1924-2006, Vefsíða Veðurstofu íslands og síðast en ekki síst á síðustu árum vefsíða Trausta Jónssonar, Hungurdiskar, undir heitinu metalistar. Þar eru allar þessar töflur en uppsetnnngin er frábrugðin því sem hér er, hver stöð er þar aðgreind eftir vissum tímabilum en hér er allur athugunartími stöðvanna í einni töflu fyrir hverja stöð.

Uppsetningin hér er sú að fyrst er tekið Faxaflóasvæðið og byrjað á Reykjavik en síðan farið austur eftir suðurlandi  allt til Hornafjarðar, þá er tekið norður Snæfellsnes og Breiðafjörður, Vestfirðir og svo norðurland og austurland að Hornafirði. Loks eru stöðvar á hálendi landsins. Fyrirsagnir að töflunum eru stundum nokkuð óreglulegar og er erfitt við það að eiga í exel. Við nafn hverrar mannaðrar stöðvar er tilgreint upphaf og endir mælinga með tölum, t.d. 8 1984 3 2001 (Birkihlíð) sem merkir þá frá ágúst 1984 til mars 2001.Við sjálfvirkar stöðvar, sem merktar eru  sj, er einungis getið áranna em athugað hefur verið. Hæð veðurtöðvanna í metrum yfir sjávarmáli fylgir með við hverja stöð. Einhverjar misfellur og villur geta leynst í þessu og verður það lagfært strax og það uppgötvast. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband