Fyrsti snjór á Akureyri og víðar

Fyrsti snjórinn í haust á Akureyri var í morgun. Þar var alhvítt en snjódýpt 1 cm. Víða við Eyjafjörð var alhvit jörð, allt upp í 7 cm á Þverá í Dalsmynni.

Alhvítt var einnig í morgun á nokkrum öðrum stöðum víðs vegar um landið, þar með talið 2 cm á Keflavíkurflugvelli og 4 cm á Vogsósum. Mestur er snjórinn þó eins og síðustu daga í Svartárkoti 27 cm og á Mýri í Bárðardal, 15 cm. 

Hér og hvar á landinu var jörð flekkótt af snjó, eins t.d. í Reykjavík.

Alautt er svo víða við Breiðafjörð nema í Dölum,á Vestfjörðum, norðvesturlandi og suðausturlandi. Á suðurlandi er flekkótt við ströndina en snjólaust inn til landsins. E

Enn hefur ekki mælst frost í Reykjavík. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 25. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband