Snjódýptarmet í desember í Reykjavík

Snjódýptin i morgun í Reykjavík mældist 42 sentímetrar. Það er nýtt met fyrir desember.

Gamla metið var 33 sentímetrar frá 29. desember 2011. 

Aðeins hefur mælst meiri snjódýpt en þetta í nokkrum mánuði 5. febrúar 1984 (43 cm), 1. og 2. og febrúar 1952 (48 cm), 31. janúar 1952 (42 cm) en þetta var í sama snjóakasti, 18. janúar 1937 (55 cm).

Hér fylgir með skjal um snjóalög í Reykjavik í mánuði hverjum. Frá hægri til vinstri: snjólagsprósenta mánaðarins (100% er alhvítt alla daga), mest snjódýpt (án dagsetninga), fjöldi alauðra daga, fjöldi alhvitra daga og loks lengst til hægri fjöldi alhvítra daga eftir árum og er þá byrjað í september og fram í maí. 

Myndin er tekin í morgun eftir að birta tók. Stækkar ef smellt er á hana.

dsc04427_1273472.jpg

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 2. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband