Vorið er að koma!

Veður á Íslandi er oft breytilegt og vægast sagt umhleypingasamt og öfgakennt. Í nótt komst frostið til dæmis niður í 17 stig á Hellu en hlýindi eru á leiðinni og það er órækur forboði þeirra að nú á hádegi var hitinn kominn í 18,2 stig á Tófuhorni í Lóni.

Þessi hlýindi munu síðan fara sigurför um landið síðar í dag og næstu daga. Og sólin verður í toppformi um land allt. Búinn að gríra vel upp eftir sólmyrkvann.

Í fylgiskjalinu má sjá allan mars og þar kemur meðal annars fram að gærdagurinn var sá sólrikasti sem enn hefur komið á árinu í Reykjavik.

Vorið er komið!

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 1. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband