Mótmæli og óeirðir

Það viðist vera nokkuð samdóma álit flestra í þjóðfélaginu, fjölmiðlamanna, stjórnmálamanna og fræðimanna um þjóðfélagsmál, að ógleymdum bloggurum, að mótmælin sem farið hafa fram undanfarið njóti víðtæks stuðnings í samfélaginu af fólki af öllum aldri og úr öllum flokkum. 

Meginkrafan er að stjórnin fari frá og efnt verði til kosninga. Skoðanakannanir benda til að sú krafa eigi mikinn stuðning.

Það hefur því litið upp á sig þegar einstaka bloggarar æpa um að skríllinn vaði uppi. Heldur ekki að segja að mótmælendur séu aðeins 1% þjóðarinnar. Vegna þess að  það er svo margt sem bendir til þess að á bak við hvern mann sem fer út á strætin séu margir tugir sem eru þeim sammála í meginatriðum.

Hins vegar segir það sig sjálft að þegar heil þjóð er komin á suðupunktinn og mótmælir dag eftir dag á götum úti og lögreglan grípur til aðgerða sem sjónarvottar, ekki einn, heldur margir, lýsa sem að mestu leyti tilefnislausum, og forsætisráðherra gefur þjóðinni svo að segja löngutöng æ ofan í æ, megi búast við að í mótmælahafinu gerist líka ýmislegt sem ekki er til fyrirmyndar. Ekki þarf annað en að drukknir unglingar í mótþróaham flækist inn í mótmælin til að reyna að efna til óspekta.   Hversdagsleg skynsemi og reynsla af mannlegu lífi segir að ekki megi aðeins búast við slíku heldur muni það  einmitt gerast. Og ætti þess vegna ekki að koma neinum á óvart.

Að nota slíkt hins vegar til að fordæma öll mótmælin og mótmælendur  sem heild sýnir fyrst og fremst grunnhyggni en í öðru lagi andlegan óheiðarleika.

Mótmælin hafa sannarlega haft áhrif.

Almælt er að stjórnarslit séu í vændum. Meira að segja varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að kosningar verði á árinu.

Halda menn að sú staða væri uppi ef engin hefðu verið götumótmælin?

Mótmælin hafa haft áhrif af því að flestir skynja að þau eiga hljómgrunn í þjóðardjúpinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Við verðum að halda áfram að mótmæla þartil stjórnin fer. Ég er að byggja mig upp til að mæta eftir hádegið.

María Kristjánsdóttir, 22.1.2009 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband