Nokkur 17. júní veðurmet sleginn

Ekki var ég fyrr búinn að setja inn nokkur fáfengileg veðurmet fyrir þjóðhátíðardaginn en þau verða sum alveg úrelt!

Úrkoman í morgun mældist 22,0 mm í Reykjavík. Það er mesta úrkoma sem þar hefur mælst að morgni 18. júní ekki aðeins síðan lýðveldið var stofnað heldur frá upphafi mælinga og mælir urkomuna frá kl. 9 að morgni 17. júní. Gamla metið var 13,7 mm frá 1988. Ekki fór að rigna fyrr en um klukkan 14 en mest rigndi um kvöldið. Á mönnuðu stöðinni mældist úrkoman 5,5, mm frá kl. 9-18. Á sjálfvirka úrkomumælinum mældist fyrst ofurlítil úrkoma kl. 14, 0,2 mm,  en kl 1 eftir miðnætti þegar upp stytti til morguns var úrkoman orðinn 21,6 mm á þeim mæli en milli kl. 18 og 22 mældist úrkoman 15,2 mm.

Ekki beint veður til útiskemmtana. 

Á Akureyri var dagurinn sá hlýjasti að meðalhita á lýðveldistímanum, 15,4 stig en gamla metið var 15,1 stig árið 1969 en hugsanlega var hitinn þar svipaður á sjálfum sautjándanum 1944 og 1969 en nær ekki gærdeginum. Hámarkshitamet var ekki slegið á Akureyri.

Það rigndi má segja um allt land nema sum staðar við Ísafjarðardjúp en þó víðast ekki fyrr en síðdegis og  mest um kvöldið eða í kringum miðnættið. 

Meðalhitinn á Akureyri er nú orðinn hærri á Akureyri en í  Reykjavík eins og sjá má í fylgiskjalinu.

Sumir eru að tala um það á netmiðlum að veðurfarið sé að verða eins og í fyrrasumar. En það sem komið er hefur þó lítið líkst því.

Sjáum svo hvað setur.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 18. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband