Fylgiskjalið hættir

Í nokkur ár hefur þessi bloggsíða birt daglegt fylgiskjal um ýmsa veðurþætti fyrir Reykjavik, Akureyri og allt landið. Skjalið hefur alltaf verið virkt, jafnvel þá daga  sem engar nýjar bloggfærslur hafa komið.

Þetta hefur verið talsverð fyrirhöfn.

Nú þegar mæliháttum fyrir hita i Reykjavík hefur verið breytt er fyrirhöfnin enn meiri og svo þvælin að engu tali tekur.

Ég nenni þá ekki að standa í þessu lengur frá og með nýjársdegi.

Hins vegar mun ég kannski enn um sinn ef tækifæri gefst blogga um veðurfarslegt efni eða eitthvað sem kemur upp í daglegu veðri.

Þetta fylgkiskjal var auðvitað einkaframtak og enginn hefur verið að biðja mig um það!

Eigi að síður  kann ég Veðurstofunni litlar þakkir fyrir að vera staðráðin í  að stórskaða  veðurmælingar í landinu. Og það án þess að láta svo lítið að nefna það einu orði við almenning.

Það er hreint út sagt hrokafull stofnanahegðun og ósamrýmanleg nútímaháttum um upplýsingar til almennings.

Þeir sem fylgdust með fylgiskjalinu voru mjög stöðugur hópur og ég þakka þeim fyrir áhugann. 


Bloggfærslur 15. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband