Undarlegar fréttir af veðri

Rétt einu sinnu birtist í fjölmiðli undarlegar fréttir af veðri sem hreinlega er ekki hægt að taka alvarlega.

Hríðarbylurinn mikli á austursturströnd Bandaríkjanna skilaði snjódýpt í Central Park i New York upp á 63 cm. Mælingar eru frá 1869. Þetta er meiri snjódýpt en nokkru sinni hefur mælst í Reykajvík í þau um það bil 90 ár sem mælt hefur verið. Aldrei hefur þar mælst meira en 57 cm og aðeins einu sinni yfir 50 cm. Mesta snjódýpt í Reykjavík eftir mikla hriðarbylji er rúmir 40 cm. Það gerist sárasjaldan og engan vengin í "venjulegum snjókomum" en í fréttinni er sagt að þessi snjókoma vestra sé svona eins og venjuleg íslensk snjókoma. Og það er af og frá að slíkt sé "algengt veður í Vesturbæ Reykjavíkur" eins og líka segir í fréttinni.

Þegar óvenjuleg veður koma erlendis tala islenskir fjölmiðlar gjarna við einhverja Íslendinga sem staddir eru á svæðinu sem oft koma með álíka steypu og í þessari frétt. Og steypunni er svo slegið upp í fyrirsögn eins og hún sé óefaður sannleikur.

Afhverju taka fjölmiðlar ekki upp áreiðanlegar fréttir um svona veður frá bandarískum fréttamiðlum í stað þess að birta tóma dellu eftir einhverjum sem greinilega hafa engan sans fyrir veðri, hvorki í Ameríku eða Vesturbæ Reykjavíkur?

Þetta gerist varla þegar um annars konar fréttir er að ræða en veður. En þá er allt boðlegt.

Hér er hægt að lesa ýmislegt um þetta óveður á austurströnd Bandaríkjanna.


mbl.is Eins og meðalveður í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband