Má forsetinn ekki segja sannleikann

Forsetinn sagði það sem allir vita: Kötlugos er auðvitað yfirvofandi, hvað sem Eyjafjallajökli  líður, hvort sem það dregst í nokkur ár eða ekki. Þetta vita allir Íslendingar. Aldrei hefur liðið jafn langur tími milli gosa í fjallinu og nú. Það gefur ástæðu til að óttast að næsta gos verði mikið og öflugt.

Nú rýkur ferðamálafólk upp og kvartar yfir því að forsetinn segi útlendingum það sem liggur  okkur alveg í augum uppi. Og jarðfræðingurinn Steingrímur J. Sigfússon tekur undir á Alþingi.

Það er ekkert í augnablikinu sem bendir til Kötlugoss alveg á næstunni. En það mun verða áður en varir og verður örugglega miklu meira gos en það sem nú er í Eyjafjallajökli. Fyrirvarinn þarf ekki að verða svo óskaplega langur. 

Afhverju má ekki tala um þetta?  

Reyndar vil ég bæta því við að ég hef fylgst mjög vel með umfjöllun erlendra fjölmiðla um gosið og verð ekki var við að ráði þær rangfærslur sem ferðamálafólk segir að sé í þeim málflutningi. Erlendir fjölmiðlar hafa fyrst og fremst áhuga á  loftferðum milli landa en ekki innanlandsástandi á Íslandi.

Forsetinn var heldur ekki að segja, eins og virðist af ummælum Steingríms, að hér ríki ógnar eða upplausnarástand. Hann var aðeins að benda á það að Kötlugos verði verra en núverandi gos og líka mætti búast við öðrum gosum á þessari öld.

Ferðaiðnaðurinn á ekki að fá að ráða íslenskri umræðu um náttúruvá.

Það er líka út í hött sem iðnaðarráðherra segir að engir megi hreyfa við sjálfsögðum hlutum nema vísindamenn.

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að tengsl jökulsins við Kötlu verði að taka mjög alvarlega. Auk þess gýs Katla sjálfstætt og þarf ekki jökulinn til. Langt er frá síðasta gosi og þegar það verður má búast við stóru gosi en þarf þó ekki að vera.

Og vel á minnst: Þessi ummæli forsetans koma gangrýni skýrslunar á hann ekkert við. 

 

 


mbl.is Óþarft að skapa óróa og hræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Ummæli forsetans voru ekkert endilega nauðsynleg og hafa skaðleg áhrif á ferðamannaiðnaðinn. Hins vegar er jafn asnalegt að afneita Kötlugosi - Katla mun gjósa! Það er álíka líklegt og sú staðreynd að við munum öll deyja.

Í sovétinu var líka neitað að eyðni væri til. Hér neitar kommúnistastjórnin að Katla sé virk.

Örvar Már Marteinsson, 20.4.2010 kl. 16:21

2 identicon

Katla er virk, á því er enginn vafi, enda hefur verið búist við Kötlukosti allt frá því upp úr 1960, en hefur hún gosið að jafnaði á 50-60 ára fresti. Það er rétt að til sé viðbúnaður hjá almannavörnum til að mæta slíku gosi og jafnvel stóratburðum á borð við Lakagígagosinu og Móðuharðindum.

Gaspur ÓRG verður hins vegar til þess að venjulegir ferðalangar í útlöndum hætta við að fara til Íslands vegna yfirvofandi Kötlugoss. Mér er ekki kunnugt um að jarðvísindamenn hafi enn gefið út þá ráðleggingu.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 16:45

3 Smámynd: Kama Sutra

Ég furða mig mest á að enn skuli vera eftirspurn eftir áliti ÓRG á nokkrum sköpuðum hlut - eins og hann var rassskelltur í Skýrslunni...

Kama Sutra, 20.4.2010 kl. 17:10

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mjá!

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.4.2010 kl. 17:12

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Sigurður Þór, er veðurfar í Flóanum það gott að þar gæti verið stunduð kornrækt í stórum skala. Þetta hugsa ég mikið um. Allt þetta flæmi, flatt og steinlaust, en það vantar skjólbelti eða öllu heldur drifkraft til að koma af stað skógaráhuga allmennt á suðurlandi/Flóanum. Hvað heldur þú um veðurfarið þar?

50 caliber

Eyjólfur Jónsson, 20.4.2010 kl. 17:30

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég veit lítið um kornrækt. Í Fljótshhlíð hefur hún lukkast nokkuð vel í góðæri en í Flóanum er bæði úrkomusamara, eitthvað sumarsvalara og meiri hætta á næturfrostum á sléttlendinu sem skjólbelti myndu ekki minnka. Held samt að kornrækt eigi þarna möguleika miðað við áferði síðustu ára sem eru líklega stundarfyrirbæri þrátt fyrir öll gróðurhúsaáhrif.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.4.2010 kl. 17:54

7 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Og ekki alls fyrir löngu mátti ekki tala illa um íslensku bankanna, íslenskt fjármálaástand eða "tala niður" krónuna...

Eiga virkilega peningalegir hagsmunir og pólitík enn að ráða því hvað má segja og hvað ekki má segja á Íslandi? Nýtt Ísland??

Jón Bragi Sigurðsson, 20.4.2010 kl. 19:57

8 Smámynd: Jón

Ólafur Ragnar gerði rétt og einfaldlega sagði sannleikann. Það er ekkert annað hægt að segja um þetta og þið sem eruð að væla um þetta eruð bara að hugsa um ykkar eigin afturenda en ekki alla þá milljónir sem búa á meginlandi evrópu.

Hvort er mikilvægara, nýr flatskjár eða allt efnahagskerfi evrópu og líf fjölmargra ? Ekki vera svona fávís !

Jón, 21.4.2010 kl. 01:00

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er bara hluti af höktandi spunamaskínu Samfylkingarinnar að halda á lofti tannlausri gagnrýni á forsetann öllum stundum í von um að beina megi sjónum og ímungust fólks frá því spillingarapparati.

Hvernig væri að heimta afsögn utanríkisráðherrans fyrir skjalfest innherjabrask með bréf sín í Spron. Af hverju minnist enginn á það, þegar ráðherra er í raun tukthúsmatur?

Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2010 kl. 03:00

10 Smámynd: Elle_

Já, af hverju má ekki tala um Kötlugos í vændum?  Leiðinlegt og ófært að fólk skuli saka forsetann um að hóta Kötlugosi eins og maður les sumsstaðar og eins og hjá Eiði Svanberg Guðnasyni.  Forsetinn var að vara útlendinga við og hótaði engum.  Og ætti að gera það að mínum dómi.   Ekki gerir hin óhæfa ríkisstjórn það og hefnir sín nú af öllu afli á forsetanum fyrir synjunina 5. janúar sl.  Og hverning hótar maður annars eldgosi???

Elle_, 21.4.2010 kl. 11:07

11 identicon

Forsetinn varð ekki manna fyrstur til að minna á að Katla væri virkt eldfjall og að gos þar væri líklega til að verða stærra en þau sem nú standa yfir.

Forsetinn varð samt trúlega fyrstur þjóðhöfðingja til að vekja athygli á nauðsyn þess að finn leiðir til að forða lömun samgöngukerfa Evrópu þó eldfjall gjósi á Íslandi.

Forráðamenn flugmála virðast nú almennt sammála um að endurskoða þurfi flugumferðareglur sem nú gilda innan EU undir svona kringumstæðum.

Trúlega eru margir þeirra þakklátir forseta Íslands fyrir að hafa vakið athygli á þessum vanda.

agla (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 11:12

12 identicon

Veit einhver á hvaða RÖKUM sú skoðun er byggð að forseti okkar hafi skaðað ferðamannageirann með viðtalinu við BBC?

Það vill svo til að ég á marga kunningja sem eiga kunningja í útlöndunum og allir telja þeir að áhugi á Íslandi og Íslandsferðum hafi stóraukist vegna frétta af gosinu. Það sannar auðvitað akkúrat ekkert frekar en gagnrýninin á ummæli Forsetans.

Ég skora á forstöðumenn ferðamála að styðja þessa kenningu á einhvern hátt.

Smá skoðanakönnun; Upplýsingar frá frá erlendum ferðaskrifstofum; Skynditilboð á góðu verði um eldfjallaskoðunarferð til Íslands, o.s.frv.

Við eigum full af hámenntuðu fólki sérhæfðu í sölumennsku. Margt af þeim er nú atvinnulaust. Hvernig væri að hafa hugmyndakeppni um hvernig hægt væri að NÝTA gosin í þágu ferðamannageirans?

agla (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 12:01

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það virðist ríkja sú skoðun meðal ferðamannageirans og jafnvel íslenskra stjórnvalda að erlendir ferðamenn séu flón sem séu ófærir um að afla sér raunhæfra upplýsinga um landið en hlaupi frekar eftir einstaka æsifréttum í sumum fjölmiðlum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.4.2010 kl. 12:14

14 Smámynd: Kama Sutra

Það fer orðið lítið fyrir sameiningartákninu sem forsetanum er ætlað að vera fyrir þjóðina.

Í forsetatíð ÓRG hefur þetta embætti breyst í sundrungartákn

Kama Sutra, 21.4.2010 kl. 21:57

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mjá!!

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.4.2010 kl. 22:38

16 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Mér fannst bara og finnst allt í lagi að Forseti okkar kæmi með þessa yfirlýsingu. Þetta eru vísindamenn búnir að tala um og af hverju má hann ekki benda á yfirvofandi Kötlugos líka. Eins og hann sagði þá vitum við að Katla mun gjósa það er bara spurning um hvenær. "Amma mín sagði mér að maður ætti alltaf að segja satt."

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 22.4.2010 kl. 01:17

17 Smámynd: Kama Sutra

Voff!!

Kama Sutra, 22.4.2010 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband