Spurning

Er það óviðeigandi spurning að undrast það hvers vegna ekki er gert eins mikið úr þessari hættu, og reyndar ýmsum öðrum sem að vistkerfi heimsins stafa, og úr hlýnun andrúmsloftsins af mannavöldum?


mbl.is Enginn fiskur árið 2050?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þessi frétt minnir mjög á Þá sem birtist fyrir nokkrum árum um að fiskistofnar heimsins myndu hverfa árið 2048 en síðan komst upp um að höfundar skýrslunnar voru að skálda upp dómsdagsniðurstöðu til þess að fá athygli.

Þessi spá á það sameiginlegt með falsspánni að skýrslan sem hún byggir er ekki enn aðgengileg en byrjað er að píska upp stemningu með því að birta æsifrétt um efni skýrslunnar. 

Ég reikna með því að þegar skýrslan verði aðgengileg að þá reynist lítið kjöt á beinunum.

Sigurjón Þórðarson, 17.5.2010 kl. 20:08

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Dómadagsvitleysa er þetta þá!

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.5.2010 kl. 20:12

3 identicon

Hverjum er ekki sama um fiskinn árið 2050, mannkynið verður með áframhaldandi vistkefis hegðun búið að koma sér í þá stöðu að ekki verður aftur snúið og útrýming flestra nema fárra útvaldra verður örugg.

Lengi lifi spillingin og auðvaldið !!!!

Árni Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 04:10

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eftir því sem ég kemst næst, án þess þó að hafa tækifæri til að fara djúpt í  málið, er því miður ástæða til að taka þessa frétt alvarlega. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.5.2010 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband