Nýju septemberhitametin í dag

Í dag voru allmörg hitamet fyrir september sett á landinu á mönnuðum veðurstöðvum. Þau eru þessi, í svigum eru gömlu metin og hve nær þau mældust og þar fyrir aftan er árið þegar fyrsti septemberinn var athugaður.  

Hólar í Dýrafirði 20,2 (19,0, 2. 2010, - 1993). Þetta er í fyrsta sinn sem 20 stiga hiti mælist á Vestfjörðum í september á mannaðri veðurstöð. 

Æðey 19,9 (18,3, 2. 2010, - 1954).

Hraun á Skaga 20,0 (17,6, 8. 2004, - 1956).

Akureyri 23,6 (22,0, 1. 1939, 19. 1941- 1882).

Mánárbakki 24,7 (21,7, 4. 1996, 10. 2002, - 1963).

Staðarhóll 23,1 (21,7, 2. 2010, - 1962).

Torfur í Eyjafjarðardal 23,1 (20,7, 1. 2010, - 1998).

Skjaldþingsstaðir í Vopnafirði 21,6 (21,4 23.-24. 1997, - 1994, 25,3° mældust á Vopnafirði þ. 1. 1981).

Þetta er nú all nokkuð. Og það var glaðasólskin á norðurlandi.

Á sjálfvirku stöðinni á Blönduósi mældust 23,0 stig en svo mikill hiti hefur aldrei mælst á Blönduósi í september, mest á mönnuðu stöðinni 18.8 þ. 5. 1958.  Mælingar nokkuð stopular.

Aðrar athyglisverðar sjálfvirkar mælingar:

Möðruvellir í Hörgárdal 24,9 stig.

Straumnesviti 21,0.

Grímsey 21,5 (á mönnuðu stöðinni mældust mest 17,0 stig meðan hún var í gangi). 

Siglufjörður 20,8. 

Húsavík 23,9 (á mönnuðu stöðinni 1925-1994 mældust mest 23,1, þ. 1. 1939).

Reykir í Fnjóskadal 22,5.

Végeirsstaðir í Fnjóskadal 23,6.

Raufarhöfn 22,8 (á þeirri mönnuðu 1949-2008 mest 22,0 þ. 12. 1949). 

Tálknafjörður 19,8.

Ísafjörður 19,6.

Mestu hlýindin hafa ekki náð austur á landið nema hvað 21 stig mældust í Skaftafelli.

Á suðurlandi var líka nokkuð hlýtt þó rosi væri, 17,5 á Hjarðarlandi og 16,5 í sjálfri Reykjavík. 

Íslandsmetið í september stendur enn, 26,0 stig á Dalatanga þ. 12. 1949. Lesa má um þetta hér

Enn hefur hitinn ekki komist í 25 stig í sumar á landinu og er það merkilegt miðað við það sem á hefur gengið. Dagurinn í dag er reyndar hlýjasti dagur sumarsins yfir landið þó komið sér fram í september. 

Hér má sjá í fylgiskjali veðurmet á mönnuðum íslenskum veðurstöðvum. 

Og vöktunin á september er svo á sínum stað.

Viðbót: Meðalhitinn á Akureyri hefur ekki verið hærri nokkurn dag í september síðan a.m.k. 1949 og líklega miklu lengur. Hann er 17,9 stig. Næst hlýjastur er 23. 1997 sem var 17,0 stig og tiltölulega hlýrri miðað við árstíðina. Meðalhitinn 28. ágúst 1976 var hins vegar 19,6 stig. Dagurinn er reyndar líka að meðalhita sá hlýjasti í Reykjavík fyrir 4. september í a.m.k. svona 75 ár, 14,7 stig. Hlýrra var þó nær örugglega fyrstu þrjá dagana í september 1939 og 31. ágúst það ár gæti ég trúað að meðalhitinn hafi verið í kringum 15,7 stig í Reykjavík. Og loks held ég  að þessi dagur  í dag hafi kannski mesta meðalhita á öllu landinu í september frá 1949, sé enn hlýrri en sá 12. 1949.

Hitinn sem mældist á Skjaldþingsstöðum og er skráður þ. 4. mældist í raun og veru eftir kl. 18 en fyrir miðnætti þ. 3. Áður var komið nýtt septembermet í Litlu-Ávík 18,7, þ. 2.,  mælt frá 1995.   

Önug og verulega viðskotaill viðbót: Ansi oft koma ekki háloftaathuganir frá Keflavík. Á blaðinu þar sem þær birtast með fallegum gröfum á vefsíðu Veðurstofunnar er ofarlega til vinstri á síðunni listi (Sounding Indexes ) með skammstöfunum með stórum stöfum. Þær segja frá því sem háloftaathugunin er að mæla. En engar skýringar eru á síðunni um þetta. Þær þyrftu að koma úr því listinn er þarna birtur á annað borð.  

Hér má sjá skýringar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Veðurfræðingurinn í sjónvarpinu talaði um fremur hlýtt veður fyrir norðan  þegar þar geisa meiri hitar víða en dæmi eru um í september. Á mbl. is er frétt þar sem segir að hitinn á Akureyri sé hátt upp í 20 stig (eins og það sé eitthvað sérstakt) og fréttin er samt skrifuð eftir að Veðurstofan birti að væti 23 stiga hiti á Akureyri kl. 15. Hvað eru menn eiginlega að hugsa? Eru þeir ekki með sjálfum sér?

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.9.2010 kl. 19:59

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Bestu veðurfréttirnar fær maður hér á blogginu, það er ljóst.

Það þarf endilega taka það upp aftur að sýna Íslandskort dagsins í veðurfréttum Sjónvarpsins. Sérstaklega á svona dögum.

Emil Hannes Valgeirsson, 4.9.2010 kl. 20:56

3 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Snöggur varstu að taka saman þetta fína yfirlit. Það tókst á endanum í þessari lotu að koma hitanum í 20°C á Vestfjörðum. Eins þykir mér hitinn í Grímsey með nokkrum ólíkindum og ef ég man rétt eru 21,5 gráða nærri því sem mest hefur mælst í Grímsey (abs. met).

Sólarhringshiti Akureyrar í dag er 18,08°C.  Það hlýtur að vera með því mesta, en þú er fljótur að finna samanburð í töflunum þínum.

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 4.9.2010 kl. 22:46

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Á Kiðafelli í Kjós mældist í gær 4.9.2010 kl 09:48 18.8°C á sjálfvirkri stöð. Mælirinn er á víðavangi  í 2 m hæð í hvítu búri. Stöðin er í um 120 m hæð yfir sjó en telst strandstöð.

Sigurbjörn Sveinsson, 5.9.2010 kl. 22:06

5 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Sæll Sigurður Þór.

Faðir minn sá staðreyndarvillu hjá þér:

Veðurathugarnir hófust á Mánarbakka í desember 1961 (enn ekki 1966). Áður athugað á Mána, 1 km sunnar, frá júlí 1956. Aðalgeir Egilsson og fjölskylda hafa athugað frá upphafi.

Pálmi Freyr Óskarsson, 6.9.2010 kl. 17:00

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Takk fyrir ábendinguna Pálmi Freyr. Fyrsti september á Mánaárbakka sem hámarksmælingar voru stundaðar var reyndar 1963 en ekki 1966. Verður leiðrétt. Á Máná voru ekki gerðar hámarksmælingar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.9.2010 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband