Júní

Ekki byrjar mánuðurinn gæfulega hér á suðvesturlandi. Í Reykjavík var minna en sjö stiga hiti mest allan daginn og var sólin þó að glenna sig. Vestanátt er svo framundan.

Menn hafa kvartað mikið um kulda undanfarið. Samt sem áður hefur hitinn á mánaðargrundvelli í maí, sem var að vísu breytilegur eins og margir mánuðir, verið næstum því alveg nákvæmlega í meðallagi á landinu miðað við 1961-1990 en það er í gildi sem viðmiðun og hvergi langt frá  meðallaginu. Menn er nú að kvarta yfir veðri sem var bara hversdaglegt um áratuga skeið og  æði oft miklu verra. Þetta viðmiðunaratímabil er þó allmiklu kaldara en fyrra viðmiðunartímablið 1931-1960 en sá tími er reyndar talinn kannski sá hlýjasti frá landnámi yfir svo mörg ár. 

Undanfarin áratug hefur aftur verið mjög afbrigðilega hlýtt,  reyndar svo hlýtt að kommon sens segir manni að það geti ekki haldið mjög lengi áfram. Einhvern tíma fari að kólna ofan úr þessum hæðum og það án þess að um einhverja kulda þurfi að vera að ræða miðað við langtíma meðaltöl.

Menn verða að gera sér grein fyrir því að það árferði sem við höfum búið við í áratug eða meira er ekki eitthvað sem er það ''eðlilegasta'' og við getum búist við að verði áfram von úr viti.

Auðvitað er ansi hart að þurfta að sætta sig við það. En haldi  hlýindin áfram lengi enn sagði einn góður maður að þá væri eitthvað mikið að í náttúrunni.

En kannski er það einmitt tilfellið. Náttúran sé orðin ónáttúruleg!

Hvað um það. Við fylgjumst með framgangi mála í fylgiskjalinu sem lætur sér hvorki  hita né kulda  fyrir brjósti brenna, blaði eitt fyrir Reykjavík og landið, blaði tvö fyrir Akureyri. 

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband