Það er engin leið að hætta ...

Nú hefur heldur betur kólnað. Stökkbreyting frá góðu sumri yfir í ósvikið haustveður.

Fyrstu sex dagana í september var meðalhitinn 12, 2 stig í Reykjavík eða 3,5 stig yfir meðallagi. Eftir daginn í gær var  hann kominn niður í 11,5 stig. Það er kólnun um 0,7 stig á einum degi en meðalhitinn í gær var aðeins 7,0 stig. Enn kólnar svo í dag. Hitinn í gær í höfuðborginni komst ekki í tíu stig í fyrsta sinn síðan 10. júní.

Í morgun var alhvít jörð á Ólafsfirði og snjódýpt 5cm og í Svartárkoti þar sem snjódýpt var 4 cm. Jörð var flekkótt á Grímsstöðum, þar sem golfvöllurinn á að rísa, við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum og á Tjörn í Svarfaðardal.

Það er aldrei gæfulegt þegar september stekkur snemma beint inn í miðjan október. En það er þó einmitt það sem nú hefur gerst. Að vísu gæti ástandið verið verra en líka miklu betra. 

Fylgiskjalið njósnar um veðrið.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill þér, Sigurður bóndi. Gott að fá þetta aftur. Við treystum því að september verði mildur þegar upp er staðið og þetta kuldakast standi stutt.

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband