Heimska

Það er ótrúleg óskammfeilni, þvermóðska og últra heimskuleg afstaða, sem farin er að jaðra við hreina grimmd, að bera það fyrir sig um mann (hver sem hann er) sem kemst hvorki lönd né strönd að ekki sé hægt að veita honum hæli nema hann sé staddur í tilteknu landi.

Sem hann kemst ekki til!

Þarna sést milliríkjapólitík í sínu andstyggilegasta og þverstæðukenndasta ljósi. Þetta ofbýður bæði hversdagslegustu skynsemi og lágmarks sanngirni.  

Og Ísland lætur ekki sinn hlut eftir liggja.


mbl.is Viðbrögð við hælisumsókn misjöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hjartanlega sammála.

hilmar jónsson, 2.7.2013 kl. 21:42

2 identicon

Sýnir vel vald hins spillta USA.

Við Íslendingar ættu að sjá sóma okkar að veita honum ríkisborgararétt strax.

Það hefur verið gert fyrir handboltaspilara, sem var svo fljótur að yfirgefa landið !

Af hverju ekki Snowden ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 22:25

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvaða skoðun sem menn hafa á athæfi Snowden þá er þessi afstaða óverjandi miðað við aðstæður: þú verður að koma til landsins ef við svo mikið sem tökum málið til athugunar, þegar maðurinn kemst ekki! Miklu hreinlegra væri að gefa út yfirlýsingum um að hann fái alls ekki hæli. Þessi skollaleikur í blingötu er óheiðarlegur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.7.2013 kl. 23:29

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Staðfest hefur verið, að því er Birgitta Jónsdóttir segir á fb-síðu sinni að Snowden hafi sótt um skjól hér. Og miðað við aðstæður verða stjórnvöld að bregðast við af einhvejru raunhæfu viti, já eða nei, en ekki með þeirri algjöru rökleysu að segja að menn verði að vera á landinu til að geta sótt um hæli. Það er blindgptutaktík sem engin, hvorki einstalingar eða stjónvöld geta notað. Nema fífl!

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.7.2013 kl. 23:35

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta jaðrar ekki við hreina grimmd, þetta ER HREIN GRIMMD, og skelfileg hræsni og sleikjuháttur gagnvart BNA.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2013 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband