Páskaveđriđ allt frá móđuharđindunum

Hér birtist páskaveđriđ  í öllu sínu veldi allt frá tímum Skaftárelda. Páskar eru ţá taldir allir dagarnir frá skírdegi til annars í  páskum. Hćgt er ađ sjá í fylgiskjali töflur um veđriđ í Reykjavík eđa í Stykkishólmi og á Akureyri eđa Hallormsstađ. Sýndur er til 1949 hámarks-og lágmarkshiti sólarhringsins, međalhiti, sólarstundir og úrkoma fyirr Reykjavík og Akureyri og fyrir Reykjavík međalvindhrađi. Til ţess ađ auđvelda mönnum ađ halda sig viđ rétta dálka eru hitatölur fyrir Akureyri svartletrađar en allir úrkomudálkar eru grćnir og sólardálkar rauđbrúnir. Til ađ auđvelda mönnum andstreymi lífsins almment talađ kann ég svo enginn betri ráđ en fylgjast ávallt vel međ öllum daglegum veđrabrigđum.

Frá 1938 til 1948 kemur fram hiti og úrkoma á Hallormsstađ en sólin aftur á móti áfram á Akureyri til 1923. Lengra aftur ná ekki ţessar töflur fyrir norđur- eđa austurland. Fyrir Reykjavík halda ţćr hins vegar áfram allt til 1936 nema hvađ međalhiti 1936-1948 er ekki raunverulegur međalhiti heldur međaltal hćsta og lćgsta hita sólarhringsins en ţađ fer nćrri međalhitanum.

Nú skulu menn taka vel eftir ţví sem hér er sagt fyrir neđan.

Engar daglegar hitatölur er ađ hafa fyrir Reykjavík frá 1921 til 1935 en hins vegar daglegt sólskin og úrkomu. Í stađ hita frá höfuđstađnum er sett inn hćsti og lćgsti hitaálestur fastra athugunartíma kl. 8, 14 og 21/22 í Stykkishólmi ţennan tíma. Međaltal fylgir međ sem er náttúrlega afbrigđilega hátt af ţví nćturhitann vantar. Ţetta allt verđa menn ađ hafa í huga. En ţetta er gert til ađ menn hafi einhverja hugmynd um hitastig páskanna ţennan tíma, sýnir a.m.k. hvort hlýtt hefur veriđ eđa kalt ţó hiti í Stykkishólmi og Reykjavík sé auđvitađ ekki alltaf sá sami. Ţessar hitatölur eru skáletrarađar.     

Hćsta gildi í hverjum dálki í öllum töflunum er rauđletrađ svo ţađ er auđvelt ađ finna og ţađ lćgsta bláleitt.  

Áriđ 1920 hefur dálítiđ hjárćnulega sérstöđu eins og sést en ţađ ár tók Veđurstofan til starfa.

Fyrir Reykjavík nćr úrkoman allt til 1885. Um úrkomudálkana er ţađ ađ segja ađ ţegar 0.0 stendur í ţeim hefur úrkoma veriđ "svo lítil ađ hún mćldist ekki" en ţegar dálkur er auđur hefur ekki komiđ deigur dropi úr lofti. Úrkoman er mćld kl. 9 og sýnir úrkoman á skírdag ţađ sem féll af himni frá kl. 9 ţann dag til 9 á föstudaginn langa, en ţađ sem er skráđ á  öđrum í páskum ţađ sem kom frá kl. 9 ţann dag til kl. 9 á ţriđjudag eftir páska og sambćrilegt hina dagana.  

Fyrir Reykjavík heldur hér áfram hámark-og lágmark í hita og međaltal ţess hita allt til 1885.

Síđan kemur millibilsástand til 1854.

Ţennan tíma er ţađ hitinn í Stykkishólmi sem birtur er, frá 1874 til 1884 ţađ hćsta og lćgsta sem lesiđ var á mćli ţrisvar á dag eins og árin 1921-1935 (og međaltal ţeirra) en frá 1854 til 1873 er um raunverulegar hámarks-og lágmarksmćlingar ađ rćđa og međaltal ţeirra í Stykkishólmi. 

Síđan kemur enn á ný  hámark-og lágmark í Reykjavík og daglegt međaltal ţeirra allt til ársins 1830. Frá 1823 til 1830 er bara ein tala upp á grín en ţćr mćlingar eru víst í öđrum og verri gćđaflokki en hinar en sýna ţó hvort áberandi kalt var eđa hlýtt.

Allt er ţetta kannski nokkuđ flókiđ fyrir viđkvćmar sálir í páskaskapi en viđ ţađ verđur ađ búa međan ekki eru á lausu tölur fyrir Reykjavík allan ţennan tíma, en athuganir ţar lágu reyndar alveg niđri frá 1854 til 1870 og ekki hef ég gagnlegar páskatölur ţađan fyrr en 1885.       

Svo eru hér tveir forneskjulegir en stórskemmtilegir bónusar.

Danskir landmćlingamenn gerđu veđurathuganir á Akureyri sem ná yfir páskana 1808 til 1814. Ţar var athugađ ađ morgni, miđjan dag og ađ kvöldi og ég birti ađ gamni hćstu og lćgstu hitatölur hvern páskadag ţessara ára. Ţarna koma fram allra köldustu páskar sem mćlst hafa, áriđ 1812 og litlu skárri 1811.

Rasmus Lievog athugađi veđriđ nokkrum sinnum frá morgni til kvölds viđ Lambhús á Álftanesi á árunum kringum Skaftárelda og koma ţćr hér líka fram til ánćgjuauka fyrir veđurfana. Ţessar bónustölur eru ekki jafn áreiđanlegar  og hinar yngri en gefa samt ( stundum hrollvekjandi) vísbendingar um páskaveđur ţessara ára.

Á blađi  2 á fylgiskjalinu sést mesti hiti sem mćlst hefur á landinu hvern páskadag frá 1949 en ţví miđur er ekki hćgt ađ birta hvar hitinn mćldist og ekki heldur mesta kulda. Frá 2003 koma sjálfvirkar hitamćlingar inn á töfluna en ţangađ til er ađeins um ađ rćđa mćlingar frá mönnuđum veđurstöđvum ţar sem hiti er mćldur á dýrindis kvikasilfursmćla. Dagarnir eru merktir međ fyrsta staf sínum nema páskadagurinn er skrifađur alveg út.

Frá 1921 til 1948 eru ţarna birtar nokkrar hitatölur úr Veđráttunni, mánađaryfirliti Veđurstofunnar. Ţetta er ekki mesti hiti sem mćlst hefur hvern viđkomandi dag, nema einstaka sinnum, heldur einfaldega hćsti hiti mánađarins á viđkomandi veđurstöđ ţegar svo vildi til ađ hann féll á einhvern háítíđisdaginn en vel getur veriđ ađ meiri hiti hafi ţá veriđ á öđrum stöđvum ţennan dag ţó mesti mánađarhiti ţeirra hafi ekki falliđ á hátíđisdagana. Ţetta sýnir ţó, ćđi tilviljanakennt ađ vísu, hve nćr hlýindi hafa ríkt ţessa daga á landinu en ţađ gera töflurnar fyrir Reykjavík og Akureyri auđvitađ líka. En dagleg hámörk ţessara ára yfir allt landiđ liggja ekki á lausu.  

ţarna er líka sérstaklega dregiđ út sól og úrkoma hvern dag á páskum í Reykjavík og Akureyri svo menn geta séđ í hendi sér hvađa páskar voru sólríkir og hverjir blautir. Og loks er lengst til hćgri hćgt ađ sjá snjódýpt alhvítra daga yfir páskana í Reykjavík frá 1961 og Akureyri frá 1985. Stundum er jörđ flekkótt en ţegar reitur er auđur hefur alveg snjólaust veriđ.

Eins og menn sjá hefur nćr enginn snjór veriđ á páskunum síđustu árin. 

Á blađi 2 er líka ađ gamni hćsti álestur sem lesinn var á hitamćla á föstum skeytatímum fyrir fáeinar stöđvar á árunum 1907 til 1919. Ţar sést hvort páskarnir hafa veriđ hlýrir eđa kaldir. Páskahretiđ alrćmda 1917 kemur t.d. ansi groddalega fram.  

Allar eru tölur ţessar frá Veđurstofunni, flestar prentađar frá 1957 en hinar óprentađar, en villur eru á ábyrgđ og skömm bloggarans en ţá líka heiđurinn ađ hafa ţađ framtak ađ nenna ađ standa í ţessum ósköpum af einskćrri páska- og veđurgleđi og alrtúísksri ást á landi voru sem fer veđur batnandi međ hverju ári..

Svo óska ég öllum andans upprisu um ţessa páska.  

 

 

 

 

 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ţórđarson

Afar glađlegt og jákvćtt innlegg, verđ bara ađ segja eins og er.

Ég var farinn ađ iđa svoldiđ af spenningi ţegar ég kom ađ málsgreininni um Dönsku veđurmćlingamennina á Akureyri, 1808-1814. Viđ ţessi orđ kom mér margt til hugar. Ef ég bara gćti fundiđ flöt á ađ koma orđum ađ ţessum hugsunum ţá yrđi ég ánćgđur. En sem dćmi, og ekki alveg rétt orđađ; hvađ gera mćlingamennirnir? Ţeir vakna vćntanlega kl 6:00 og lesa mćlinn, skrifa 5c í einhverja bók og fara svo aftur ađ sofa. Vakna svo á hádegi og skrifa aftur í bók: 7c. Ţá fara ţeir á knćpu á Akureyri og detta í ţađ og kl. 7:24 skrifa ţeir í bókina: 6c. Ţá sofna ţeir til miđnćttis og skrifa í bókina: 6c.

Svona gengur ţetta og ég er viss um ađ starf veđurathugunarmannsins er gott og gefandi. Ţar er nćgur tími til ađ hugsa um daginn og veginn, lesa bćkur og blogga, fara í fretkeppnir og skođ hvađa dónamyndir skýin eru ađ búa til. Svo lengi sem mađur stimplar inn töluna međ reglulegu millibili ţá er ţetta bara gott starf! Svo er til fólk sem heldur ađ ţađ hafi ţađ betra í dag, en er ţó sjálft ađ drepast úr stressi yfir litnum á píanói dótturinnar og ađ einhver kjóll sé orđinn of ţröngur ađ aftan.

Eins og ég segi, ég kem ekki alveg orđum ađ ţessu, en ţessi ár á Akureyri hafa veriđ hreinn ćfintýratími. Afsaka munnrćpuna. (Eđa bloggrćpuna)

Ólafur Ţórđarson, 7.4.2007 kl. 02:44

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Mćlingamennirnir voru ađ mćla strandlínur landsins en tóku veđriđ í hjáverkum. Svo ér ég smeykur um ađ ţeir hafi  líka legiđ í kvennamćlingum ţessir kallar sem voru ađ kúldrast árum saman á ţessu kalda Fróni ţar sem fraus í ćđum blóđ löngu fyrir daga feminisma og gróđurhúsahrifa   

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 7.4.2007 kl. 05:08

3 identicon

Ég undrast bjartsýni ţína, gamli selur: "Svo óska ég öllum landsmönnum andans upprisu um ţessa páska". Andans upprisa er hreinlega ekki á dagskrá, og hefur aldrei veriđ. Páskaeggiđ rćđur ríkjum; megi stjórn ţess verđa farsćl sem fyrr.

Annars sá ég andsvar ţitt gegn vini mínum Óttari Felix, ţar sem ţú sagđir beisklega: "hverju bíttar ţađ hvađan íslendingar eru?. Tja, sennilega engu, en ég vil upplýsa ţig um ţađ ađ ţeir eru sprottnir upp úr páskaeggjum.

Gunnar Aegisson (IP-tala skráđ) 7.4.2007 kl. 21:04

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

ţú ert spes.

Svava frá Strandbergi , 8.4.2007 kl. 02:25

5 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Hver er spes? Gunni Ćgiss, vinur vor eđur ég?  Ţú hefur nú alltaf veriđ spesía. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 8.4.2007 kl. 04:44

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Viđ karlar erum allir dálitiđ átístískir (spes). Ţú ert veđurátisti.

Ég man vel eftir ţví, međan ég enn bjó á Íslandi, hve leiđinlegt veđriđ var. Alltaf. Samantekt ţín stađfestir ţetta. Ţađ hefur ekkert breyst í Danmörku. Nćsta ár í Róm.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.4.2007 kl. 09:54

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gleđilega páska, Sigurđur. Hlustađirđu á ţáttinn um páskasólina á Rás 1 í gćr? Hafirđu ekki gert ţađ, ţarftu ađ ná honum, verđur vonandi endurfluttur. Ţar segir frá merkilegum náttúruviđburđum.

Jón Valur Jensson, 8.4.2007 kl. 10:01

8 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Takk fyrir ábendinguna Jón Valur. Ég missti auđvitađ af ţessum útvarpsţćtti eins og flestu öđru. Ég er svo mikiđ át. En nú er ég ađ éta páskegg. Ţađ verđur mikiđ át.    

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 8.4.2007 kl. 10:11

9 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Gamli selur, Gunni Ćgiss! Selir allra landa sameinist! Ég er ađ borđa uppruna minn úr páskegginu! Svo hlusta ég á heilaga páskamúsik. Svo verđ ég sjálfur heilagur.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 8.4.2007 kl. 10:13

10 identicon

Gleðitíðindi. Það er mál til komið að þú verðir heilagur, með eða án aðstoðar páskatónlistar. En slíkan karríer verður að organísera af viti. Markmiðið á að verða kanoniseraður af Vatikaninu, en sú slóð er þyrnum stráð. Ég er hinsvegar reiðubúinn að fjárfesta í slíkum prósess, gegn veði í líkamsleifum þínum sem dýrlings. Þetta er fínn bisness og vindur upp á sig. Að því ég best veit eru um það bil tuttugu lærleggir per dýrling í kirkjum Evrópu (plús það sem Armenía hefur upp á að bjóða, sérhæfandi sig í St Tómas, sem hafði fleiri læri en dágóð sauðkindahjörð). The deal is on!

Gunnar Aegisson (IP-tala skráđ) 8.4.2007 kl. 21:04

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband