Vel valið

PICT2384Nú er ég búinn að velja. Hann eltir mig hvert sem ég fer, kemur hlaupandi til mín þegar ég kalla á hann, fer að mala þegar ég snerti hann og líka þegar ég tala til hans. Og hann lúrir við brjóstið á mér öllum stundum.

Ég hef greinilega valið vel.

Ég er ekki búinn að finna nafn á hann. Það kemur bara af sjálfu sér þegar ég fer að kynnast honum betur. 

Ég ætla að veita honum strangt en kristilegt uppeldi.

Við eigum eftir að verða góðir saman. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ji hvað mér líst vel á ykkur! sérstaklega með kristilega uppeldið. Mín kisa er múslimi, eða hún var það amk, ég held að hún sé eitthvað að draga í land með það blessunin litla, hún er amk byrjuð að fara útúr húsi.

halkatla, 4.9.2007 kl. 15:16

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Óska þér innilega til hamingju með kisa. Hann gæti heitað Bjartur, miðað við birtuna sem hann gefur eiganda sínum. Þú baðst ekki um tillögur svo að ég sting ekki upp á neinu. Gangi þér vel með uppeldið. Þið verðið frábærir saman.

Guðríður Haraldsdóttir, 4.9.2007 kl. 16:01

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég myndi kalla hann Trítil - hann er eitthvað svo óttalega lítill og sætur (ennþá). En láttu gelda hann þegar hann stækkar, þeir verða svo erfiðir fresskettirnir þegar þeir verða kynþroska - þekki það sjálf af biturri reynslu

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 4.9.2007 kl. 16:35

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kannski verður hann stór rumur, tala nú ekki um eftir að ég læt gelda hann. Það finnst mér reyndar ansi nasistalegt en nauðsyn verður víst að brjóta góð siðferðislög.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.9.2007 kl. 16:50

5 Smámynd: Púkinn

Kristilegt uppeldi = gelding?

 Jamm.... góður punktur

Púkinn, 4.9.2007 kl. 19:13

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jamm!

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.9.2007 kl. 19:16

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Árétting: Kisinn, sem er enn alveg fáránlega lítill, mun fá mjöög strangt og mjöööög  kristilegt uppeldi og mun haga sér eftir því þegar hann verður stór. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.9.2007 kl. 21:12

8 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég er í kasti yfir að kötturinn hennar Önnu Karenar sé múslimi LOL

Til hamingju með félagann. Athugaðu hvaða músík hann fílar best og skírðu hann svo í höfuðið á tónskáldinu. Schubert (Sjúbbi), Beethoven (Biddi) ...?
Annars hef ég þá reynslu að nöfnin koma af sjálfu sér eftir smá tíma. Einu sinni reyndi ég að finna nafn á kettling sem ég hafði fengið af dýraspítalanum - grindhorað grey sem fannst uppþornað úti í vegkanti einhversstaðar (maður skar sig á herðablöðunum) - þetta var læða og ég rembdist við að finna eitthvað nafn, en ekkert gekk. Ég varð voða hissa því nöfn á öðrum dýrum í minni umsjá höfðu yfirleitt opinberast mér án fyrirhafnar. Það var ekki fyrr en eftir nokkrar vikur þegar ég fór að skoða betur að málið upplýstist: Þetta var þá engin læða. Dýralæknarnir þarna uppfrá höfðu kyngreint hann vitlaust. Anyways - í kjölfarið kom nafnið um leið - Snúður (Snúlli). Glatað nafn, en þetta hét nú bara aumingjans kötturinn.

gerður rósa gunnarsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:28

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ein vinkona mín hefur reyndar þegar stungið á upp á nafninu Sjúbert - það er algjört leyndarmál hver hún er - en mér var að detta í hug nafnið Pönkari, en ég trúi líka á að nafnið komi af sjálfu sér. Annars datt mér áðan í hug nafnið Snúður af minni víðfrægu telepatíu. En nú sleppurðu ekki Gerður Rósa: Hvað þýðir þetta LOL sem er á annarri hverri bloggíðu? Mér finnst svo í lagi að kisan hennar Önnu Karenar sé múslimi því þá er hann ekki  kaþólskari en andskotinn.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.9.2007 kl. 21:41

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Til hamingju með nýja vininn þinn. Þér á eftir að finnast hann ómissandi.

Sjúbbi er fínt nafn. En hvernig finnst þér Mússi? Hann er svo'músalegur'
Manstu ekki  að  þegar við vorum  börn kölluðum við allt músalegt  sem okkur fannst  krúttlegt.

Katrín Snæhólm bloggvinkona mín upplýsti mig um hvað LOL þýðir. Það er skammstöfun á Laugh of loudly eða á íslensku, hlæja upphátt, nú eða skella uppúr. Við getum þá notað HU eða Skeupp. Mér finnst HU betra. 

Svava frá Strandbergi , 4.9.2007 kl. 22:17

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mjá.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.9.2007 kl. 22:20

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ef þú lætur gelda hann sem yngstan getur hann haldið kettlingseðlinu og ekki hætta á að hann verði einhver rumur. Sjáðu Gosa minn Hann er grannur og stæltur þó hann sé geldur.

Svava frá Strandbergi , 4.9.2007 kl. 22:22

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég horfði á myndina í góða stund og þá kom þetta nafn; Snúður. Svo las ég kommentin og sá að það er komið fram.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.9.2007 kl. 22:33

14 Smámynd: Halla Rut

Til hamingju með kisa. Hann ætti að heita surtur.

Frábært comment frá

Halla Rut , 4.9.2007 kl. 22:33

15 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Til hamingju! Auðvitað kemur nafnið - og auðvitað valdi hann þig en ekki þú hann. Mér fannst hann svo fallegur á myndinni að ég kallaði á konuna og dæturnar til að þær fengju að sjá. Það tísti í þeim og þeim fannst hann "ógeðslega mikið krútt". Er ekki amalegt að eiga bloggvini sem eru svona miklir smekkmenn á ketti.

Kall úti í Ólafsfirði á feitan kött sem heitir Bubbi Mortens. Hversu lengi á að láta Björgvin liggja óbættan?

Svavar Alfreð Jónsson, 4.9.2007 kl. 23:17

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En Elvis?

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.9.2007 kl. 00:06

17 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég hef átt tvo ketti um ævina. Sá fyrri hét Skúli skræfa sá síðari var kolsvört læða og skírð Skýla í höfuðið á þeim fyrri. Ekki var hugmyndaflugið meira á mínum bæ. En þessi er svo skínandi bjartur -það þarf að vera einhver ljómi í nafninu sem hann fær. Til hamingju!

María Kristjánsdóttir, 5.9.2007 kl. 01:46

18 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gott að þú komst María til að kommentera á þetta mikilvæga þjóðþrifamál. Þar með eru hér mættir allir uppáhaldsbloggararnir mínir! 

Og takk fyrir allar uppástungunar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.9.2007 kl. 01:57

19 Smámynd: Fjóla Æ.

Til hamingju.

Ég á 2 ketti og heitir annar Snati og er læða, hinn heitir Gormur. Það var búið að ákveða Snata-nafnið en Gorms-nafnið bara kom alveg óvart.

Þegar þú talar um að kisinn þinn komi þegar þú kallar, mali við það að sjá þig minnir mig dálítið á mínar kisur. Reyndar er búið að kenna Snata að sækja bolta eins og hundur og Gormur spilar fótbolta og er það hin besta skemmtun að fylgjast með. 

Fjóla Æ., 5.9.2007 kl. 11:02

20 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Bæði Gosi og Tító þegar hann var heilsuhraustari koma með hluti til mín gagngert til þess að ég hendi þeim svo þeir geti sótt þá og komið með þa´aftur til min.

Gosi er líka góður í handbolta ef ég bind mjúkan bolta í teygju og sveifla honum til hans grípur hann alltaf boltann. Svo hoppar hann um á afturfótunum í æsingnum.

Tító er farinn að borða eftir að hann fékk sterana. 

Svava frá Strandbergi , 5.9.2007 kl. 22:37

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Minn kisi er strax byrjaður að spila Chopinvalsa á píanóið.  Ég held hann sé undrabarn, undraköttur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.9.2007 kl. 22:57

22 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég heyrði Chopin einusinni borið fram eins og Skæjopin - hvernig lýst þér á það nafn?

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 6.9.2007 kl. 13:42

23 identicon

Við systur erum alveg ótrúlega sammála um að nafnið Matthías ætti að halda sig hjá honum! Það fer honum svo voðalega vel :):)

Lilja og Halldóra fyrrverandi mæður Matthíasar! (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband