Hefðu þeir skotið þá?

Lögreglustjórinn segir að í einu og öllu hafi verið farið eftir verklagsreglum þegar sérsveitarmenn skelltu alsaklausum unglingspiltum á jörðina, handjárnuðu þá og miðuðu byssum að höfðum þeirra. 

Þá er spurninginn hvort verklagsreglurnar kveði á um að hefði átt að skjóta þá í hausinn ef þeir hefðu sýnt mótspyrnu.

Ætli það sé annars ekki talsvert áfall fyrir óharðnaða unglinga að lenda í þessu?

Óbreyttir borgarar sem hegðuðu sér svona og hyldu andlit sitt með grímum yrðu nú bara kallaðir óþokkar og bleyður.  

Á að gilda eitthvað annað um lögregluna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband