Stenst ekki mátið

Úr því ég var að skrifa um 11. september í gær verð ég bara að víkja hér að hlýjasta septemberdegi sem vitað er um á Íslandi, 12. september 1949. Þá mældist mesti hiti sem mælst hefur á landinu í september, 26,0 á Dalatanga. Á Hallormsstað fór hitinn í 23, 0 og 22, 6 á Hofi og Fagradal í Vopnafirði og 22,0 á Raufarhöfn en 21, 4 á Akureyri.

Kortið á hádegi þennan dag er afburða glæsilegt með 20 stiga hita eins og ekkert sé um allt  norðausturland.

Hér sjást líka kort af háloftunum þennan dag eins og við dagana sem ég skrifaði um í  gær. Annað kortið er af veðurkerfunum við jörð og í kringum 5 km hæð en hitt sýnir hitann í um tæplega 1500 metra hæð. Þar sést að yfir austurlandi er 10 stiga hiti svo hátt uppi.    

Athugið að heill sólarhringur er á milli háloftakortanna en Íslandskortið við jörð er þar á milli.  

Það er gaman að láta sig dreyma um gamalt góðviðri þegar í uppsiglingu er meiri háttar kuldakast ofan í handónýtan september.  

1949-09-12_12

Rrea00119490912

Rrea00219490913b


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband