Ekkert að óttast!

Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn var í sjónvarpsfréttum að verja aðgerðir lögreglunnar gagnvart drengjunum sem víkingasveitin réðst á með munduðum byssum. Hann sagði að ekkert hefði verið athugunarvert við framgöngu lögreglunnar.

Þá vitum við það. Vitum hvað íslensku lögreglunni finnst í fínu lagi.

Hann bætti því við að saklausir borgarar hefðu ekkert að óttast hvað víkingasveitina snerti.

En strákarnir? Höfðu þeir ekkert að óttast? Er ekki very very scary að hlaðinni byssu sé beint að hausnum á manni?

En þá vitum við það. Að talsmenn lögreglunnar eru rugludallar sem lifa ekki í heimi raunveruleikans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Er hann með yfirlögregluþjóninum í költi eða með einhverja aðra útgáfu af Jesú og kó á heilanum ?

Baldur Fjölnisson, 13.9.2007 kl. 19:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ofbeldi kallar alltaf á meira ofbeldi, það ætti lögreglan að hafa í huga jafnt sem aðrið.  Þessi Jón BJartmarz hefur komið mér fyrir sjónir sem ofbeldisfullur einstaklingur í sambani við mótmælendur og ætti í raun og veru að fá reisupassann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2007 kl. 20:11

3 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Það væri gott að fá svar við þessu hjá lögreglunni, hvenær þeir myndu skjóta.  Það voru engar byssur sjáanlegar hjá strákunum, -samt munduðu lögreglumennirnir byssurnar.  Má skjóta á vopnlaust fólk?  Var raunverulegt tilefni til að miða byssunum á strákana?

Það þarf að fara að taka á þessum bíómyndaleikjum lögreglunnar, -mundandi byssur og eltandi ímyndaða stórglæpamenn á ofsahraða á vegum landsins og gegnum þéttbýli.

Kjartan Eggertsson, 13.9.2007 kl. 20:20

4 Smámynd: Skarfurinn

Algjörlega sammála, þarna eins og því miður stundum fyrr fór lögreglan offari, og að þessi Jón Bjartmars skuli segja þetta í fréttunum í kvöld að hann sæi ekkert athugavert við gjörninginn. Held örugglega að hann sé bróðir Óskars varðstjóra fyrir austan sem komst í fréttirnar í vor fyrir að ýta við unglingum sme mótmæltu að mig minnir virkjunarmálunum þar.

En það versta við þessa kæru föður drengjanna er að málið verður sent ríkissaksóknara sem að sjálfsögðu hvítþvær lögguna eins og alltaf, þarna þyrfti óháðan dómstól en ekki embætti sem er nátengt lögreglunni.

Skarfurinn, 13.9.2007 kl. 20:47

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ég get nú ekki orða bundist. Fólk ryðst hér fram og ryður úr sér allskonar rugli um hversu miklir dólgar lögreglan sé í samskiptum við almenning. Því spyr ég: Viljið þið virkilega að ýmiskonar rumpulýður geti valsað hér um og komist upp með það, Ég fullyrði að við værum illa stödd án röggsamra laganna varða? 

Þorkell Sigurjónsson, 13.9.2007 kl. 21:14

6 Smámynd: Halla Rut

Lögreglan á Íslandi er með valdasíki og hefur komist upp með það í fjölda ára en ég held að það sé nú að verða breyting á.  Fólk er að verða upplýstara um rétt sinn og lætur ekki bjóða sér þetta lengur. Ég velti fyrir mér hvað konan í þvagleka málinu hefði komist langt með mál sitt ef ekki væri fyrir bloggið og fjölda fjölmiðla í landinu.  Ég held að lögreglan ætti að fara að endurskoða vinnubrögð sín því fólkið ætlar ekki að líða þessa valdníðslu lengur.  Lögregla skal bera virðingu fyrir fólkinu og lögreglan skal viðra rétt einstaklingsins. 

Þorkell Lögregla er ekki dómari.  Viltu að lögregla geti ráðist á hvern sem er að eigin geðþótta án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því.  Ég held að þú ættir að hugleiða hvaða vald þú vilt setja í hendur þessara manna sem hafa margir hverjir hlotið litla menntur til starfs síns. 

Halla Rut , 13.9.2007 kl. 22:34

7 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

"Óðir byssumenn í Reykjanesbæ handteknir", frétt á vísir.is. sem segir mér allt sem segja þarf,  Halla Rut. 

Þorkell Sigurjónsson, 13.9.2007 kl. 23:06

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Keli: Strkarnir voru enginn rumpulýður, ekki óðir byssumenn. Lögreglan verður að hafa dómgreind í störfum sínum. Annars held ég að þú sért bara að stríða okkur!

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.9.2007 kl. 23:18

9 Smámynd: Fríða Eyland

Aftur er ég sammála þér, pólís fer offari þekki þetta vel á eigin skinni, kálhausar!! og

kemur fram við fólk af eigin geðþótta, stunda ofsóknir, litað fólk t.d . þekkir þekkir það oft frá blautu beini. Siðuð þjóð heyr og endemi!!!

Fríða Eyland, 13.9.2007 kl. 23:23

10 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sigurður,  lögreglan hafði af því spurnir að skothvellur hefði heyrst þaðan sem strákarnir voru að koma, þess vegna þurfti að hafa allan vara á, þegar drengirnir voru teknir. - Það mætti halda, að allir sem hafa tjáð sig hér að framan í kvöld hafi á einhvern hátt lent uppá kant við lögin og fengið slæma meðferð löggunnar. 

Þorkell Sigurjónsson, 14.9.2007 kl. 00:23

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þó lögreglan fái tilkynningu um skothvelli Þorkell er ekki þar með sagt að hún eigi að rjúka á alla sem hún sér þar í grennd. Svo mætti ætla að nóg hefði verið að handjárna strákana á venjulegan hátt því ekki voru þeir ýkja vígalegir en ekki miða á þá byssum. En hvað með að skjóta þá bara? Það gerist kannski næst. Og sannaðu til: Her manns mundi verja það fullum fetum og með miklum tilfinningahtia. Ég hef aldrei lent í löggunni og yrði áreiðanlega eins og aumingi ef hún birtist hér með alvæpni en menn mega nú kannski gagnrýna þetta fyrirbæri! Það er augljóst að löggan er bara með stæla lanft umfram tilefni til að skelfa almenning og láta hann stafa ógn af henni.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.9.2007 kl. 00:40

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er orðin soldið tuggin klysja þetta "Ekki benda á mig" úr þessari átt.  Hver erum svo skilaboðin, sem þeir senda okkur hinum með þessu?  Hafðu þig hægann kallinn eða þú gætir orðið fyrir voðaskoti hjá víkingasveitinni?

Þeir eru að apa þessa óttavæðingu upp hjá kananum með vænisjúkan mann í fararbroddi.  Þetta á bara eftir að versna...vittu til.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.9.2007 kl. 03:23

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vert að rifja upp Jóhannes úr Kötlum að tilefninu:

Lítil stúlka. Lítil stúlka.Lítil svarteyg dökkhærð stúlkaliggur skotin.Dimmrautt blóð í hrokknu hári.Höfuðkúpan brotin.Ég er Breti, dagsins djarfidáti, suður í Palestínu,en er kvöldar klökkur, einn,kútur lítill, mömmu sveinn.Mín synd er stór. Ó, systir mín.Svarið get ég, feilskot var það.Eins og hnífur hjartað skar það,hjarta mitt, ó, systir mín,fyrirgefðu, fyrirgefðu,anginn litli, anginn minn.Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.9.2007 kl. 03:27

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jæja allavega kom´mér í hug Slysaskot í Palestínu. Fyrirgefðu svíanaríið.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.9.2007 kl. 03:28

15 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þetta lagast með tilkomu hins nýja íslenska hers. Þeir munu kunna lagið á svona málum. Terminators of the north munu þeir víst heita. Þá munu unglingar hætta að láta illa!

Svo mæli ég með að löggan horfi á meira af Amerískum löggu ofbeldisþáttum, þar sem glæponar á borð við dópista eru handteknir með miklum látum, hent í malbikið og niðurlægðir með kvikmyndavélum og birt opinberlega. Achtung, ja ja!

Í alvöru talað, þá hefur verið töluvert um fréttir af auknum yfirgangi lögreglu á íslandi. Það vísar ekki á góða hluti og eru kannski fyrstu einkenni á íslenska framtíðarþjóðfélaginu þar sem efnaðir lénsherrar stjórna öllu með góðu eða illu.

Ólafur Þórðarson, 14.9.2007 kl. 11:54

16 identicon

Ég er sammála að lögreglan gékk of langt gagnvart drengjunum og átti að sjá strax að þeir væru ekkert hættulegir.  Þetta er dómgreindarskortur hjá sérsveitinni sem setur spurningarmerki við dómgreind þeirra.  Hvað ætli að hefði gerst ef þeir hefðu hleypt af skoti og myrt einn eða fleiri af drengjunum?

Allir munu hryllingin um konuna sem var beitt sömu meðferð og notaðar eru við hópnauðganir, þegar þvaglegg var þvingaður upp í kynfæri hennar á (ó)lögreglustöðinni á Selfossi.

Lögreglan hér á landi er ekki treystandi vegna þessa að hún er óútreiknanleg og getur leyft sér hvaða meðferð á fólki sem er í krafti valds síns.  T.d. eiga allir hættu á því að verða stoppaðir hvar sem er og hvenær sem er og spurðir spjörunum út úr hvaðan þeir hafi verið að koma? - hvað þeir hafi verið að gera? - hvort þeir séu undir áhrifum lyfja eða áfengis? - o.s.frv. látnir blása eða þvingaðir í þvagprufu.  Þetta kallar lögreglan "almennt eftirlit" en er meira líkt aðferðum sem notaðar eru í lögregluríkjum.  Svo voru menn að gagngrína lögreglu í Austur-Evrópu sálugu.

Lögrelan á við ímyndarvanda að stríða og gott fólk er að flýja úr þessari svo mikilvægu starfsgrein, svo það ríður mikið á að bæta ímynda sína til að fólkið í landinu treysti henni. 

Fólkið í landinu er í raun atvinnuveitendur lögreglunnar því það er að kaupa þjónustu af henni og því heimtingu á góðri þjónustu. 

Það gengur ekki að lögrelgan rannsaki sjálfa sig, né heldur að ríkissaksóknaraembættið geri það, því þetta embætti hvítþvær alltaf lögregluna.  Það þarf einfaldlega óhátt innra eftirlit, líkt og í lýðræðisríkjum til að rannsaka lögregluna.

Palli pólís (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 12:32

17 Smámynd: halkatla

halkatla, 14.9.2007 kl. 13:38

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er þetta sami Bjartmarz og lét sem verst fyrir austan í fyrrasumar?  Eða eru þeir tveir.  OMG þá verð ég hræddari en ég kæri mig um.

Takk fyrir færslu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 13:59

19 identicon

Það er kannski tímabært að benda á að hér á landi hefur lögreglan all oft ráðist inn í hús grunaðra þar sem vopn eru, tekið vopnaða menn niðri í bæ (t.d haglabyssumálið um daginn) o.s.frv. Hingað til hefur þetta gerst án þess að nokkur hafi verið skotinn. Reyndar hefur það ekki gerst síðan í byrjun 9. áratugarins að skoti hafi yfir höfuð verið hleypt af þegar lögreglan ætlaði að handtaka einhvern og þá var engin víkingasveit.

Finnst öllum það svo augljóst að sérsveitarmennirnir hafi horft yfir sig á Hollywoodmyndir? Er það ekki mögulegt að aðferðafræði þeirra, sem er byggð á reynslu sambærilegra sveita í nágrannalöndunum, virki bara ágætlega?

Þetta var auðvitað slæmt sem kom fyrir drengina en þeir sluppu með skrekkinn. Hvernig áhrif heldur fólk að það hafi á líkurnar á byssuskoti ef sérsveitarmenn biðu alltaf eftir því að sjá byssu áður en þeir draga sínar upp?

En annars er ég sammála því að ríkisaksóknari er of nátengdur lögreglunni til þess að rannsaka má hennar. Það ætti að vera sérstök eftirlitsnefnd.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 16:21

20 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hans: Strákarnir "sluppu með skrekkinn". En heldurðu að hann hafi ekki verið ansi mikill? Þetta voru ekki neinir byssubófar. Þeir áttu leið þarna af tilviljun eins og fjöldi fólks væntanlega um fjölfarið hverfi.  Fór ekki eitthvað úrskeiðis í aðgerðum lögreglunnaar? Er það  réttlætanlegt þó skothvellir heyrist (hvers konar hvellir?) í hverfi að miða byssu að fólki sem á þar leið um í ýmsum erindagjöröum. þarf ekki að koma eitthvað meira til, einhverjar skýriari vísbendingar um að þeir sem eiga leið hjá af tilviljun séu einmitt þeir sem gerðu hvellinn? Um það snýst málið. Annað er að ráðast inn í tiltekið hús þar sem menn eru grunaði að vera með skotvopn en að ráðst að hverjum sem er úti við í fjölförnu hverfi.    

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.9.2007 kl. 17:40

21 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þekki mörg dæmi um gersamlega óþarfa hörku og dómgreyndarleysi hjá lögreglunni þó að ég hafi ekki lent í slíku sjálfur. Versta dæmið var þegar góð vinkona mín sem er með geðklofa lenti illa í lögreglufólum. 

Einu sinni var hún í slæmu geðkasti og var að reyna að skaða sjálfa sig með hníf. Mér gekk illa að ná hnífnum af henni og kastið var mjög slæmt þannig að ég hringi eftir hjálp svo að hægt væri að koma henni inná bráðavakt geðdeildar.

Skemmst er að segja frá því að eftir að lögregla er komin á svæðið, ég útskýrt fyrir þeim veikindi hennar og andlegt ástand og það þurfi að koma henni fljótt og vel til læknis, næ ég að róa hana og fæ hana til að afhenda mér hnífinn.

Upphófst þá fáránleg atburðarrás sem að ég gleymi seint, löggurnar stökkva með látum á stúlkuna(sem þá var orðin pollróleg fyrir mín orð og tilbúin að labba með þeim út í sjúkrabíl sem kominn var á svæðið líka) ,taka hana virkilega harkalegum tökum, skella á hana handjárnum, rífa hana upp á upphandleggjunum, ekki fór á milli mála að þetta var gríðarlega sáraukafullt af hljóðum stúlkunnar.

Síðan er henni dröslað svona út í lögreglubílinn!!! en ekki sjúkrabílinn, kastað inn eins og kartöflupoka og mér neitað um að koma með í bílnum til að fylgja henni á sjúkrahúsið og sagt að hafa mig hægann.

Nú var stúlkan sem var orðin alveg róleg orðin brjáluð aftur og eys eitruðum svívirðingum yfir misgjörðarmenn sína. Tveir fantanna stökkva síðan inní bílinn á eftir, skella á eftir sér og lögreglubíllinn æðir út í nóttina. Það sem gerðist í bílnum eftir þetta er ljót saga sem yrði of langt mál að segja frá hér, enn til að gera langa sögu stutta fór hún og lét taka af sér áverkavottorð, hún var sködduð það illa líkamlega að hún á enn í því og mun sennilega gera alla tíð, andlega áfallið við þessi lágkúrulega svik þessara þrjóta í lögreglubúningum var þó verst. Hvorugt okkar ber traust til lögreglunnar í dag nema að mjög takmörkuð leiti, lái okkur hver sem vill.

Georg P Sveinbjörnsson, 14.9.2007 kl. 18:09

22 identicon

Mér sýnist nú að þeir ráðist ekki að "hverjum sem er" með þessum hætti. Ég man ekki til þess að svona hafi gerst áður og munu handtökur sérsveitarinnar þó vera orðnar nokkuð margar. 

Ég þekki þetta mál ekki í smáatriðum. Það má vel vera að eitthvað hafi farið úrskeiðis, annaðhvort hjá stjórnstöð eða á staðnum. Ég veit heldur ekki hvaða upplýsingar þeir höfðu til grundvallar því mati að það væru það miklar líkur á að þeir væru vopnaðir að það þyrfti að handtaka þá með þessum hætti.

En ef við gefum okkur að þarna hafi verið farið að fullu eftir verklagsreglum þá vildi ég bara benda á að þær verklagsreglur hafa gefist nokkuð vel hingað til. Ekki gleyma að handtakan er ekki refsing, byssunum var ekki miðað á þá af því að þeir ættu það skilið heldur af því að einhver mat það svo að það væru líkur á að þeir væru vopnaðir. 

Þú verður að taka það til greina að þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta bara spurning um líkindareikning. Hvort viljum við frekar verklag sem veldur því að byssu sé miðað að saklausu fólki einu sinni á, segjum, fimm ára fresti eða verklag sem veldur því að lögreglumaður eða grunaður maður verður fyrir skoti á tíu ára fresti?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 18:17

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er nú óþarfi að teygja sig svo langt í hypotesunni að þú missir jafnvægið Hans minn. Það er skingilegt, ómanneskjulegt og vélrænt þegar eitthvað ferkantað verklag er farið að ráð í stað þess, sem augljóslega fyrir augu ber.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.9.2007 kl. 20:43

24 Smámynd: halkatla

fyrir tæplega 10 árum síðan lenti ég í því ásamt vinkonu minni að vera tekin af fíknó snemma á mánudagskvöldi í ókunnuglegu hverfi þarsem við vorum á leið í saumaklúbb, við vorum gripnar í misgripum fyrir einhvern alræmdan dópista og undirheimadrottningu, þessar ásakanir voru svo fáránlegar, þeir yfirheyrðu vinkonu mína inní ómerktum bíl með venjulegar löggur sér til aðstoðar á meðan ég var látin bíða, af því að ég var "bara" dópisti en ekki einhver síbrotamanneskja einsog hún var víst {fólk gerist reyndar ekki sakavottslausara en hún} ef þetta myndi gerast núna myndum við ábyggilega fá 10x harkalegri meðferð fyrir að vera saklausar á röngum stað á röngum tíma, það er bara sjúklega sorglegt að íslenskt samfélag sé á þessari braut. Þá er ekkert skrítið þótt að harkan aukist, ef löggan ætlar að haga sér svona.  Vinkona mín fékk enga afsökunarbeiðni frá fíknó heldur ruku þeir bara fúlir í burtu en hún skalf í marga daga! venjulegu löggurnar voru hinsvegar miður sín og sögðu við hana að þeim þætti þetta mjög leitt - þeir höfðu ekki sagt neitt meðan á yfirheyrsluöskrunum stóð, en höfðu greinilega þá sómakennd að sjá að jafnvel þetta var einfaldlega yfir strikið

Jenný, sorrí að segja þér það en þeir eru TVEIR - Bjartmarinn fyrir austan var alveg illilega klikk, vonandi hefur hann tekið sig eitthvað á!  

halkatla, 14.9.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband