Veðurdagatal fyrir september

Hér birtist eins konar veðurdagatal fyrir septembermánuð hvað varðar meðalhita sólarhringsins, hámarks- og lágmarkshita, sólarhringsúrkomu og daglegar sólskinsstundir í Reykjavík, ásamt hámarks-og lágmarkshita á öllu landinu. Þetta sést á fylgiskjalinu en þarf dálítilla skýringa við.

Lengst til vinstri er mesti og minnsti meðalhiti sólarhringsins sem mælst hefur í Reykjavík frá 1949 og einnig árin 1920-1923. Næst kemur meðalhiti mesta og minnsta hita sólarhringsins frá 1935 til 1948 en ekki raunverulegur meðalhiti. Munurinn á þessu tvennu er yfirleitt mjög lítill að meðaltali heils mánaðar en getur orðið nokkur dag og dag. Meðalhitinn er hins vegar ekki tiltækur nema frá 1949 og árin 1920-1923. Hitinn 1920-1923 sem hér er gefinn við nokkrar dagsetningar er tekinn úr dagatöflum í Íslenskri veðurfars bók eftir þremur athugunum sólarhringsins en lagfærður að meðalhita sem síðar hefur verið reiknaður yfir allan mánuðinn. Meðalhitinn hin árin, frá 1949, er opinber meðalhiti frá Veðurstofunni.  Einnig er þarna meðalhiti mesta og lægsta hita sólahringsins árin 1888 til 1903, sambærilegt við árin 1935-1948 og tekinn af sírita en ekki kvikvasilfursmæli. Loks er meðalhiti hæsta og lægsta álesturs á mæli þriggja athugana frá morgni til kvölds árin 1907 til 1919 en ekki meðaltal raunverulegs hámarks-lágmarkshita. Þessi gildi eru hærri en orðið hefði ef þau sýndu meðaltal hámarks-og lágmarks. Aðrar mælingar en þessar  voru bara ekki gerðar  Reykjavík þetta tímabil. Árin 1907-1919 standa því eiginlega sér og sýna aðallega hvaða dagar voru hlýjastir og kaldastir á þessu tímabili en erfitt er að bera dagana þessi ár saman við dagana á hinum árunum nema einna helst allra köldustu dagana.    

Hámarks og lágmarkshiti í Reykjavík á hvejrum degi er hér allur í einu lag alveg frá 1935 og til okkar daga en síðan útaf fyrir sig frá 1881 til 1903 fyrir lágmarkið en 1885 til 1907 fyrir hámarkið  og svo er það líka sér á parti sem hæst og lægst var lesið á mæli 1907 til 1919.

Ekki eru tiltækar tölur fyrir daglegan meðalhita, hámark og lágmark árin 1924-1934. Þau ár koma því ekki til álita hér enn sem komið er að minnsta kosti hvað hitann snertir en hins vegar bæði fyrir sólskin og úrkomu. Það er auðvitað hið versta mál en verður svo að vera.  

Sólarhringsúrkoman er í tvennu lagi, annars vegar frá stofnun Veðurstofunnar 1920 og áfram og hins vegar árin 1885 til 1907.

Fjöldi sólskinsstunda á dag er frá árinu 1923.

Mesti og minnsti hiti á öllu landinu hvern sólarhring er aðeins tiltækur frá 1949 eins og hér er sýnt. Hins vegar er bætt við nokkrum stökum gildum sem birst hafa sem hámark eða lágmark alls mánaðarins í Veðráttunni á árunum 1920-1948 og eru hærri eða lægri en dagsgildin frá 1949. 

Villur geta verið hér á svimi en þær verða leiðréttar undireins og upp um þær kemst.

Stefnt er að því á Allra veðra von að útbúa sams konar dagatal fyrir alla mánuði ársins og þegar fram í sækir einnig ýmislegt lesmál og kort fyrir um veðrið hvern dag ársins. 

Heimildir: Íslenzk veðurfarsbók, 1920-1923, Veðráttan 1924-2003, Veðurfarsyfirlit 2004-2007, vefsíða Veðurstofunnar, ýmis laus gögn frá Veðurstofunni.  

        


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband